„Aldrei á ævinni orðið svona ógeðslega hrædd“ Sunna Sæmundsdóttir og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 10. nóvember 2023 22:16 Valgerður Vilmundardóttir. vísir/skjáskot Mikil eyðilegging blasti við þegar Valgerður Vilmundardóttir gekk inn á heimili sitt í Grindavík fyrr í kvöld. Hún segist aldrei hafa upplifað annað eins og skjálftann sem reið yfir þegar hún var stödd í Lyfju um klukkan sex. „Þetta var bara hræðileg aðkoma að koma hingað heim. Það var bara allt í maski hérna inni hjá okkur,“ segir Valgerður og bendir fréttamanni á brotna tertudiska á gólfinu á heimili sínu. Tjónið er töluvert og Valgerður bendir til dæmis á að ein styttan sem datt á gólfið og brotnaði hafi kostað um hundrað þúsund krónur. Þegar Margrét Björk Jónsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, var í heimsókn hjá Valgerði reið snarpur skjálfti yfir en líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan hélt Valgerður ró sinni á meðan fréttamanni stóð ekki á sama. Valgerður er enda öllu vön eftir skjálftavirknina undanfarið og gerir helst ráð fyrir að gosið komi upp í bakgarðinum hjá sér. „Ég held að þetta sé búið og að eldgosið verði síðan bara hérna í baksýn hjá mér. Og hraunið fer svo eitthvert annað en til mín,“ segir Valgerður kímin og bætir við að ekkert hús sé á bak við hennar eign. „Ég mun bara hafa útsýni úr sólstofunni.“ Hjartað á milljón Valgerður starfar í Lyfju og hún segir að skjálfti sem reið yfir þegar hún var stödd þar inni um klukkan sex hafi verið verulega óþægilegur. „Það var það versta og ég fór alveg undir hurðarkarm. Ég hef aldrei á ævinni orðið svona ógeðslega hrædd. Hjartað var bara á milljón.“ Hér að neðan má sjá myndband úr Lyfju eftir skjálftann fyrrnefnda. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
„Þetta var bara hræðileg aðkoma að koma hingað heim. Það var bara allt í maski hérna inni hjá okkur,“ segir Valgerður og bendir fréttamanni á brotna tertudiska á gólfinu á heimili sínu. Tjónið er töluvert og Valgerður bendir til dæmis á að ein styttan sem datt á gólfið og brotnaði hafi kostað um hundrað þúsund krónur. Þegar Margrét Björk Jónsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, var í heimsókn hjá Valgerði reið snarpur skjálfti yfir en líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan hélt Valgerður ró sinni á meðan fréttamanni stóð ekki á sama. Valgerður er enda öllu vön eftir skjálftavirknina undanfarið og gerir helst ráð fyrir að gosið komi upp í bakgarðinum hjá sér. „Ég held að þetta sé búið og að eldgosið verði síðan bara hérna í baksýn hjá mér. Og hraunið fer svo eitthvert annað en til mín,“ segir Valgerður kímin og bætir við að ekkert hús sé á bak við hennar eign. „Ég mun bara hafa útsýni úr sólstofunni.“ Hjartað á milljón Valgerður starfar í Lyfju og hún segir að skjálfti sem reið yfir þegar hún var stödd þar inni um klukkan sex hafi verið verulega óþægilegur. „Það var það versta og ég fór alveg undir hurðarkarm. Ég hef aldrei á ævinni orðið svona ógeðslega hrædd. Hjartað var bara á milljón.“ Hér að neðan má sjá myndband úr Lyfju eftir skjálftann fyrrnefnda.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira