Grindvíkingar fá ekki að fara heim næstu daga Lovísa Arnardóttir skrifar 11. nóvember 2023 12:30 Viðbragðsaðilar á upplýsingafundi á hádegi 11.11. Vísir/Bjarki Fram kom á upplýsingafundi almannavarna að miklar líkur væru á eldgosi. Líkur væru á stærra eldgosi en við höfum séð síðustu ár. Íbúar munu ekki fá að fara heim næstu daga. Unnið er að því að koma börnum í skóla og finna þeim húsnæði sem ekki geta verið hjá ættingjum, vinum eða vandamönnum. Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, sagði síðasta sólarhring hafa verið erfiðan en með samhentu átaki hafi tekist að rýma bæinn og tryggja öryggi fólks. Hann sagði frá helstu samhæfingaraðgerðum á bæði höfuðborgarsvæði. Hann sagði svæðið lokað og að engum yrði hleypt inn á svæðið næstu daga. Ekki til að sækja verðmæti eða nokkuð annað. Hann minnti einnig á mikilvægi þess fyrir íbúa að skrá sig hjá Rauða krossi í síma 1717. Það væri mikilvægt fyrir viðbragðsaðila til að geta náð í íbúa ef eitthvað er. Fannar Jónasson, bæjarstjóri tók þá við. Hann sagði viðbragð gærdagsins vekja traust. Það hafi reynt á þegar þurfti að rýma en að það hafi tekist vel með æðruleysi bæjarbúa. Það hafi hjálpað að það hafi verið föstudagur því margir hafi verið farnir annað í helgarfrí. Góðar viðbragðs- og rýmingaráætlanir hafi virkað vel. Hann segir atvinnulíf og sveitarstjórn laskað. Aðilar frá sveitarstjórn muni funda á eftir og þau hafi fengið boð frá Reykjavíkurborg um að koma börnum í skóla. Það verði farið yfir það um helgina. Eins verði farið yfir húsnæðismál um helgina. Það séu ótrúlega margir hjá vinum og ættingjum en að unnið sé að því að finna húsnæði fyrir þau sem gistu í fjöldahjálparstöð. Mikilvægt að íbúar skrái sig Silja Bára Ómarsdóttir, formaður Rauða krossins, greindi frá viðbrögðum samtakanna í gær. Það eru þrjár fjöldahjálparstöðvar reknar af samtökunum en alls gistu 160 þar í nótt. Hún ítrekaði að þær væru opnar. Bæði fyrir þau sem vantar gistingu en einnig fyrir þau sem vilja fá sér kaffi. Þar sé einnig hægt að fá sálfræðistuðning. Einnig sé hægt að hringja í 1717 en það sé mikið álag á línunni á meðan tekið er við skráningum frá íbúum. Hún sagði gæludýr velkomin í fjöldahjálparstöðvar en að það yrði að taka búr með. Hún sagði nú virkan tengil á Facebook fyrir þau sem vilja bjóða fram húsnæði eða gistingu án endurgjalds fyrir þau sem ekki geta reitt sig á aðstandendur. Ný gögn eftir hádegi Benedikt Halldórsson jarðvísindamaður sagði skjálftana hafa fært sig til í gær og skjálftana hafa aukist verulega. Þeir hafi svo dreift úr sér og svo endað í átt að Grindavík og undir Grindavík. Flestir skjálftanna séu suðvestur af bænum en alls hafa mælst frá miðnætti um 800 skjálftar. Gögn þeirra bendi til þess að kvikugangurinn sé langur. Stærð kvikugangsins er margfalt miðað við það sem áður var. Ný aflögunargögn koma eftir hádegi en þangað til verður fylgst vel með. Líkur á eldgosi teljast verulegar. „Þetta eru mjög alvarlegir atburðir,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur og stórir á þeim skala sem við höfum þegar búið við. Hann sagði erfitt að segja til um framhaldið. Kvikusöfnunin hafi verið orðin mjög hröð í gær og ný gögn seinni partinn muni varpa ljósi á atburðarrásina núna. Hann sagði einn möguleikann enn vera að þetta deyi út. Það sé ein sviðsmyndin. Það séu stór innskot neðanjarðar og ekkert komi upp. Önnur sviðsmynd sé að það verði gos og að sú sviðsmynd sé líkleg. Líklegt sé að eldgosið verði miklu stærra en það sem hefur verið síðustu ár. Það verði hraungos og líklegast sé að opnun sé norðan við Grindavík. Þriðja sviðsmyndin er sú að eldgosið komi upp í sjó við Grindavík. Hann sagði það ekki líklegt því engin slík gos hafi orðið á þessu svæði áður. Það yrði sprengigos líkt og var í Surtsey. „Nú bíðum við bara og sjáum,“ sagði Magnús Tumi og að vonandi yrði myndin skýrari þegar ný gögn berast seinni partinn í dag. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, sagði síðasta sólarhring hafa verið erfiðan en með samhentu átaki hafi tekist að rýma bæinn og tryggja öryggi fólks. Hann sagði frá helstu samhæfingaraðgerðum á bæði höfuðborgarsvæði. Hann sagði svæðið lokað og að engum yrði hleypt inn á svæðið næstu daga. Ekki til að sækja verðmæti eða nokkuð annað. Hann minnti einnig á mikilvægi þess fyrir íbúa að skrá sig hjá Rauða krossi í síma 1717. Það væri mikilvægt fyrir viðbragðsaðila til að geta náð í íbúa ef eitthvað er. Fannar Jónasson, bæjarstjóri tók þá við. Hann sagði viðbragð gærdagsins vekja traust. Það hafi reynt á þegar þurfti að rýma en að það hafi tekist vel með æðruleysi bæjarbúa. Það hafi hjálpað að það hafi verið föstudagur því margir hafi verið farnir annað í helgarfrí. Góðar viðbragðs- og rýmingaráætlanir hafi virkað vel. Hann segir atvinnulíf og sveitarstjórn laskað. Aðilar frá sveitarstjórn muni funda á eftir og þau hafi fengið boð frá Reykjavíkurborg um að koma börnum í skóla. Það verði farið yfir það um helgina. Eins verði farið yfir húsnæðismál um helgina. Það séu ótrúlega margir hjá vinum og ættingjum en að unnið sé að því að finna húsnæði fyrir þau sem gistu í fjöldahjálparstöð. Mikilvægt að íbúar skrái sig Silja Bára Ómarsdóttir, formaður Rauða krossins, greindi frá viðbrögðum samtakanna í gær. Það eru þrjár fjöldahjálparstöðvar reknar af samtökunum en alls gistu 160 þar í nótt. Hún ítrekaði að þær væru opnar. Bæði fyrir þau sem vantar gistingu en einnig fyrir þau sem vilja fá sér kaffi. Þar sé einnig hægt að fá sálfræðistuðning. Einnig sé hægt að hringja í 1717 en það sé mikið álag á línunni á meðan tekið er við skráningum frá íbúum. Hún sagði gæludýr velkomin í fjöldahjálparstöðvar en að það yrði að taka búr með. Hún sagði nú virkan tengil á Facebook fyrir þau sem vilja bjóða fram húsnæði eða gistingu án endurgjalds fyrir þau sem ekki geta reitt sig á aðstandendur. Ný gögn eftir hádegi Benedikt Halldórsson jarðvísindamaður sagði skjálftana hafa fært sig til í gær og skjálftana hafa aukist verulega. Þeir hafi svo dreift úr sér og svo endað í átt að Grindavík og undir Grindavík. Flestir skjálftanna séu suðvestur af bænum en alls hafa mælst frá miðnætti um 800 skjálftar. Gögn þeirra bendi til þess að kvikugangurinn sé langur. Stærð kvikugangsins er margfalt miðað við það sem áður var. Ný aflögunargögn koma eftir hádegi en þangað til verður fylgst vel með. Líkur á eldgosi teljast verulegar. „Þetta eru mjög alvarlegir atburðir,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur og stórir á þeim skala sem við höfum þegar búið við. Hann sagði erfitt að segja til um framhaldið. Kvikusöfnunin hafi verið orðin mjög hröð í gær og ný gögn seinni partinn muni varpa ljósi á atburðarrásina núna. Hann sagði einn möguleikann enn vera að þetta deyi út. Það sé ein sviðsmyndin. Það séu stór innskot neðanjarðar og ekkert komi upp. Önnur sviðsmynd sé að það verði gos og að sú sviðsmynd sé líkleg. Líklegt sé að eldgosið verði miklu stærra en það sem hefur verið síðustu ár. Það verði hraungos og líklegast sé að opnun sé norðan við Grindavík. Þriðja sviðsmyndin er sú að eldgosið komi upp í sjó við Grindavík. Hann sagði það ekki líklegt því engin slík gos hafi orðið á þessu svæði áður. Það yrði sprengigos líkt og var í Surtsey. „Nú bíðum við bara og sjáum,“ sagði Magnús Tumi og að vonandi yrði myndin skýrari þegar ný gögn berast seinni partinn í dag.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira