Óvissan um að missa Grindavík það langversta Oddur Ævar Gunnarsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 12. nóvember 2023 17:07 Anna Sigga fór til að ná í hrútinn sinn og aðra muni. Vísir Íbúar Grindavíkur sem biðu þess að komast inn í bæinn sinn til þess að ná í nauðsynjar með viðbragðsaðilum í Þórkötlustaðahverfi voru eðli málsins samkvæmt misbrattir þegar fréttastofa tók þá tali nú síðdegis. Einn segist ekki halda að hann muni sjá húsið sitt aftur. Eins og greint hefur verið frá heimilaði Lögreglan á Suðurnesjum íbúum í Þórkötlustaðahverfi að sækja nauðsynjar sína með viðbragsaðilum í dag. Lögreglan segir ekki svigrúm til að fara inn í önnur hverfi. Ekki viss um að hann sjái húsið sitt aftur Guðmundur Hjálmarsson hefur gist í Borgarnesi undanfarna daga. Hann hélt þaðan af stað til Grindavíkur klukkan 09:00 í morgun og var mættur um ellefuleytið. „Ég er að reyna að komast hérna á lagerinn hjá mér, reyna að bjarga því sem hægt er. Húsið mitt er lengst inni í bænum þar sem sprungan er, þannig það er enginn séns á að komast þangað, en ég reyni að bjarga fyrirtækinu.“ Er það hérna innan þessa svæðis sem er undir í dag? „Fyrirtækið er alveg hérna í austurhlutanum já,“ segir Guðmundur sem mætti með eftirvagn og vonast til að ná að tæma lagerinn sinn. Hvernig finnst þér upplýsingagjöfin hafa verið? „Fréttamennskan hefur stundum verið á undan þeim, þannig að þetta er búið að gefa mjög misvísandi skilaboð. Stundum fær maður von um að fá að fara inn og svo á næstu sekúndu er sú von tekin í burtu, þannig að það hefur ekki hjálpað rússíbananum.“ Bindurðu vonir við að koma aftur í húsið þitt? „Nei, ég reikna ekki með því. Út af því að ég er í Eyjabyggðinni og sprungan sem liggur þarna fer í gegnum skóla ig niður í Eyjabyggðina svo ég á ekki von á því að fara þangað aftur.“ Hvergi liðið betur en í Grindavík Anna Sigga sem mætt var í bílaröðina við lokunarpóst segir í samtali við fréttastofu að hún sé mætt til þess að ná í hrútinn sinn og muni sem ekki komust með þeim hjónum í skjálftafrí fyrir helgi. Hún gistir nú hjá systur sinni í Innri-Njarðvík. Hvaða munir voru það helst? „Lyf og aukaföt. Við tókum bara spariföt með okkur af því að það var brúðkaup í gær, þannig að það var lítill tími, tveimur tímum eftir að við fórum þá kom rýmingaráætlun.“ Þannig að þið voruð ekkert að búast við því að þurfa að rýma þegar þið fóruð úr bænum á föstudag? „Nei, ég er búin að vera óþægilega slök og það er að bombast yfir mig stressið núna, ég er búin að eiga vera svoldið erfitt.“ Er húsið þitt innan þess svæðis sem hefur verið að tala um að hleypa inná? „Já. Ég er í sveitinni.“ Hvernig finnst þér upplýsingagjöf hafa verið? „Sko, ég fór upp á Stapa áðan af því að ég sá inni á samfélagsmiðlum að við mættum fara að sækja nauðsynjar. En þeir komu af fjöllum björgunarsveitarmennirnir og vissu ekkert, þannig að okkur var bara vísað aftur í burtu. Svo kveiki ég á útvarpinu og þá er talað um að Þórkötlustaðahverfi megi fara inn og þá kom ég þessa leið.“ Hvað ertu búin að bíða hérna lengi í dag? „Ætli það séu ekki 45 mínútur núna.“ Þú brunaðir bara beint af stað þegar þú fékkst go? „Bara beint. Hrúturinn minn er slasaður og hann þarf lyfin sín.“ Talað um tvær vikur áður en Grindvíkingar fá að flytja aftur heim. Hvernig líður þér með að heyra það? „Já. Ef við fáum að koma aftur heim. Það er það langerfiðasta. Óvissan um að við séum að fara að missa fallega bæinn okkar. Ég er buin að búa hérna síðan 2002 og mér hefur aldrei liðið jafn vel í yndislegu bæjarfélagi. Mér finnst þetta hrikalegt.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Eins og greint hefur verið frá heimilaði Lögreglan á Suðurnesjum íbúum í Þórkötlustaðahverfi að sækja nauðsynjar sína með viðbragsaðilum í dag. Lögreglan segir ekki svigrúm til að fara inn í önnur hverfi. Ekki viss um að hann sjái húsið sitt aftur Guðmundur Hjálmarsson hefur gist í Borgarnesi undanfarna daga. Hann hélt þaðan af stað til Grindavíkur klukkan 09:00 í morgun og var mættur um ellefuleytið. „Ég er að reyna að komast hérna á lagerinn hjá mér, reyna að bjarga því sem hægt er. Húsið mitt er lengst inni í bænum þar sem sprungan er, þannig það er enginn séns á að komast þangað, en ég reyni að bjarga fyrirtækinu.“ Er það hérna innan þessa svæðis sem er undir í dag? „Fyrirtækið er alveg hérna í austurhlutanum já,“ segir Guðmundur sem mætti með eftirvagn og vonast til að ná að tæma lagerinn sinn. Hvernig finnst þér upplýsingagjöfin hafa verið? „Fréttamennskan hefur stundum verið á undan þeim, þannig að þetta er búið að gefa mjög misvísandi skilaboð. Stundum fær maður von um að fá að fara inn og svo á næstu sekúndu er sú von tekin í burtu, þannig að það hefur ekki hjálpað rússíbananum.“ Bindurðu vonir við að koma aftur í húsið þitt? „Nei, ég reikna ekki með því. Út af því að ég er í Eyjabyggðinni og sprungan sem liggur þarna fer í gegnum skóla ig niður í Eyjabyggðina svo ég á ekki von á því að fara þangað aftur.“ Hvergi liðið betur en í Grindavík Anna Sigga sem mætt var í bílaröðina við lokunarpóst segir í samtali við fréttastofu að hún sé mætt til þess að ná í hrútinn sinn og muni sem ekki komust með þeim hjónum í skjálftafrí fyrir helgi. Hún gistir nú hjá systur sinni í Innri-Njarðvík. Hvaða munir voru það helst? „Lyf og aukaföt. Við tókum bara spariföt með okkur af því að það var brúðkaup í gær, þannig að það var lítill tími, tveimur tímum eftir að við fórum þá kom rýmingaráætlun.“ Þannig að þið voruð ekkert að búast við því að þurfa að rýma þegar þið fóruð úr bænum á föstudag? „Nei, ég er búin að vera óþægilega slök og það er að bombast yfir mig stressið núna, ég er búin að eiga vera svoldið erfitt.“ Er húsið þitt innan þess svæðis sem hefur verið að tala um að hleypa inná? „Já. Ég er í sveitinni.“ Hvernig finnst þér upplýsingagjöf hafa verið? „Sko, ég fór upp á Stapa áðan af því að ég sá inni á samfélagsmiðlum að við mættum fara að sækja nauðsynjar. En þeir komu af fjöllum björgunarsveitarmennirnir og vissu ekkert, þannig að okkur var bara vísað aftur í burtu. Svo kveiki ég á útvarpinu og þá er talað um að Þórkötlustaðahverfi megi fara inn og þá kom ég þessa leið.“ Hvað ertu búin að bíða hérna lengi í dag? „Ætli það séu ekki 45 mínútur núna.“ Þú brunaðir bara beint af stað þegar þú fékkst go? „Bara beint. Hrúturinn minn er slasaður og hann þarf lyfin sín.“ Talað um tvær vikur áður en Grindvíkingar fá að flytja aftur heim. Hvernig líður þér með að heyra það? „Já. Ef við fáum að koma aftur heim. Það er það langerfiðasta. Óvissan um að við séum að fara að missa fallega bæinn okkar. Ég er buin að búa hérna síðan 2002 og mér hefur aldrei liðið jafn vel í yndislegu bæjarfélagi. Mér finnst þetta hrikalegt.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira