Skálað fyrir stóðhestinum Stála sem á tæplega 900 afkvæmi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. nóvember 2023 21:01 Vinirnir, Daníel og Stáli og fallegur blómvöndur, sem Stáli hafði mikinn áhuga á enda hefur hann blómstrað, sem stóðhestur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var húllum hæ hjá stóðhestinum Stála frá Kjarri í Ölfusi um helgina þegar um þrjú hundruð manns mættu í afmælið hans. Stáli, sem er einn af þekktustu og bestu stóðhestum landsins á tæplega níu hundruð afkvæmi um allt land og er enn að fylja hryssur þrátt fyrir að vera orðin tuttugu og fimm vetra. Það var maður við mann í reiðhöllinni í Kjarri þar sem um 300 manns komu og fögnuðu afmæli Stála á laugardagskvöldið. Hann kom meira að segja sjálfur í gleðina inn í reiðhöll þar sem skálað var fyrir honum og afmælissöngurinn sungin honum til heiðurs. Ræktendur og eigendur Stála eru þau Helgi Eggertsson og Helga Ragna Pálsdóttir í Kjarri. Stáli þótti frekar ófríður og ekki mikið í hann spunnið þegar hann var að vaxa úr grasi fyrstu árin sín. „Svo var hann taminn þegar hann var á fjórða vetur og þá kom í ljós að hann gæti verið eitthvað meira en venjulegt hross. Fimm vetra var hann sýndur við þokkanlegan dóm og svo var hann sýndur aftur 8 vetra og fór þá í sinn hæsta dóm og þá fór hann að fá hylli merareigenda og hefur verið afskaplega vinsæll. Mér finnst hann farsæll stóðhestur síðan, frjósamur og gefið mikið af ágætum hrossum,” segir Helgi. Stáli á tæplega skráð 900 afkvæmi enda mjög frjósamur og flottur stóðhestur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stáli á tæplega 900 afkvæmi sem segir allt um vinsældir hans. En þekkir hann öll afkvæmi sín? „Nei, ég held að það sé nú ekki. Hann þekkir ekki einu sinni allar mæður „barnanna” sinna því hann var notaður í sæðingar í nokkuð mörg ár,” segir Helgi hlæjandi. Daníel Jónsson var heiðraður sérstaklega í afmælinu en hann og Stáli náðu ótrúlegum góðum árangri á mótum á sínum tíma en árið 2006 varð Stáli til dæmis heimsmeistari í kynbótadómi á landsmóti á Vindheimamelum og þeir urðu líka landsmótsmeistarar í sjö vetra flokki stóðhesta á mótinu. Eigendur Stála, þau Helgi og Helga Ragna í Kjarri heiðruðu Daníel Jónsson knapa sérstaklega í afmælinu en Daníel átti mjög farsælan feril með Stála.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég held að þetta sé glaðasti hestur, sem ég hef setið á um dagana. Hann hafði einstaklega gaman af öllu, sem var verið að gera. Léttviljugur og dansandi fjörugur og jákvæður,” segir Daníel. Stáli var um tíma í sæðingum, sem Páll Stefánsson, dýralæknir sá um en hér eru þeir Helgi saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Hestar Dýr Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Fleiri fréttir Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Sjá meira
Það var maður við mann í reiðhöllinni í Kjarri þar sem um 300 manns komu og fögnuðu afmæli Stála á laugardagskvöldið. Hann kom meira að segja sjálfur í gleðina inn í reiðhöll þar sem skálað var fyrir honum og afmælissöngurinn sungin honum til heiðurs. Ræktendur og eigendur Stála eru þau Helgi Eggertsson og Helga Ragna Pálsdóttir í Kjarri. Stáli þótti frekar ófríður og ekki mikið í hann spunnið þegar hann var að vaxa úr grasi fyrstu árin sín. „Svo var hann taminn þegar hann var á fjórða vetur og þá kom í ljós að hann gæti verið eitthvað meira en venjulegt hross. Fimm vetra var hann sýndur við þokkanlegan dóm og svo var hann sýndur aftur 8 vetra og fór þá í sinn hæsta dóm og þá fór hann að fá hylli merareigenda og hefur verið afskaplega vinsæll. Mér finnst hann farsæll stóðhestur síðan, frjósamur og gefið mikið af ágætum hrossum,” segir Helgi. Stáli á tæplega skráð 900 afkvæmi enda mjög frjósamur og flottur stóðhestur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stáli á tæplega 900 afkvæmi sem segir allt um vinsældir hans. En þekkir hann öll afkvæmi sín? „Nei, ég held að það sé nú ekki. Hann þekkir ekki einu sinni allar mæður „barnanna” sinna því hann var notaður í sæðingar í nokkuð mörg ár,” segir Helgi hlæjandi. Daníel Jónsson var heiðraður sérstaklega í afmælinu en hann og Stáli náðu ótrúlegum góðum árangri á mótum á sínum tíma en árið 2006 varð Stáli til dæmis heimsmeistari í kynbótadómi á landsmóti á Vindheimamelum og þeir urðu líka landsmótsmeistarar í sjö vetra flokki stóðhesta á mótinu. Eigendur Stála, þau Helgi og Helga Ragna í Kjarri heiðruðu Daníel Jónsson knapa sérstaklega í afmælinu en Daníel átti mjög farsælan feril með Stála.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég held að þetta sé glaðasti hestur, sem ég hef setið á um dagana. Hann hafði einstaklega gaman af öllu, sem var verið að gera. Léttviljugur og dansandi fjörugur og jákvæður,” segir Daníel. Stáli var um tíma í sæðingum, sem Páll Stefánsson, dýralæknir sá um en hér eru þeir Helgi saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Hestar Dýr Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Fleiri fréttir Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Sjá meira