Dropinn holar steininn Alexandra Briem skrifar 20. nóvember 2023 17:30 20. nóvember er dagur þar sem við minnumst þess trans fólks sem við höfum misst. Fólk sem hefur orðið ofbeldi að bráð eða hefur fallið fyrir eigin hendi í kjölfar útskúfunar samfélagsins eða vegna þeirrar vanlíðunar sem það veldur að fá ekki viðeigandi þjónustu. Því miður er sá listi langur. Og því miður er þróunin í heiminum á þann veg að við eigum í vök að verjast. Víða í Bandaríkjunum og Evrópu eru miklir peningar settir í ófrægingarherferðir gegn trans fólki, við sökuð um að vilja innræta börnum að vera trans, eða þaðan af verra. Við erum bersýnilega orðin megin skotspónn afturhaldsafla í heiminum. Við sjáum það í harðari orðræðu og innfluttum áróðri, og við sjáum það í afturförum í löggjöf. Bæði í mörgum fylkjum Bandaríkjanna og í löndum evrópu hafa reglur um meðferð vegna kynleiðréttingar verðir hertar og í sumum tilfellum hafa þær verið bannaðar alfarið. Þetta leiðir óhjákvæmilega til þess að við missum fleiri. Fleiri verða fórnarlömb ofbeldis, færri fá þá læknisþjónustu sem þau þarfnast. Fleiri verða áfram meiri neikvæðni og þunglyndi að bráð. Þess vegna er mikilvægara en nokkru sinni að láta ekki undan. Því meir sem á móti blæs, þeim mun meira munar um allan stuðning. Hjá Reykjavíkurborg höfum við viljað standa eins og við getum með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu. Við erum með samning um hinseginfræðslu við Samtökin 78, við rekum hinsegin félagsmiðstöð sem er gífurlega mikið notuð og til marks um þörfina fyrir sams konar félagsmiðstöðvar víðar. Við erum eina sveitarfélagið á landinu sem er með sérfræðing í hinsegin málefnum og við höfum í hvívetna beitt okkur fyrir því að auka jafnrétti og bæta sýnileika. Nýlega vorum við gestgjafar ráðstefnu Regnbogaborga (e. Rainbow cities) og sá viðburður gekk einstaklega vel. Við höfum þar að auki staðið fyrir regnbogavottun starfsstaða og í dag eru 62 starfsstaðir borgarinnar regnbogavottaðir og þeim fer fjölgandi. Auðvitað er meira sem þarf að gera, en þess þá heldur skiptir máli að halda áfram og gera það. Við þurfum að minnast þeirra sem við höfum misst, en við þurfum líka að einsetja okkur að berjast gegn bakslaginu sem er í gangi. Við þurfum að muna að okkar ábyrgð er að búa til samfélag þar sem fólk glatar ekki lífinu vegna þess hvert kyn þeirra eða kynferði er. Það tekur tíma, en skilar árangri. Íslenskt samfélag hefur sýnt mikla samstöðu í nýlegum stormum og ég hef fulla trú á því að við munum halda áfram á þeirri braut að búa hér til fjölbreytt og öflugt samfélag sem við getum verið stolt af! Höfundur er borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Alexandra Briem Málefni trans fólks Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
20. nóvember er dagur þar sem við minnumst þess trans fólks sem við höfum misst. Fólk sem hefur orðið ofbeldi að bráð eða hefur fallið fyrir eigin hendi í kjölfar útskúfunar samfélagsins eða vegna þeirrar vanlíðunar sem það veldur að fá ekki viðeigandi þjónustu. Því miður er sá listi langur. Og því miður er þróunin í heiminum á þann veg að við eigum í vök að verjast. Víða í Bandaríkjunum og Evrópu eru miklir peningar settir í ófrægingarherferðir gegn trans fólki, við sökuð um að vilja innræta börnum að vera trans, eða þaðan af verra. Við erum bersýnilega orðin megin skotspónn afturhaldsafla í heiminum. Við sjáum það í harðari orðræðu og innfluttum áróðri, og við sjáum það í afturförum í löggjöf. Bæði í mörgum fylkjum Bandaríkjanna og í löndum evrópu hafa reglur um meðferð vegna kynleiðréttingar verðir hertar og í sumum tilfellum hafa þær verið bannaðar alfarið. Þetta leiðir óhjákvæmilega til þess að við missum fleiri. Fleiri verða fórnarlömb ofbeldis, færri fá þá læknisþjónustu sem þau þarfnast. Fleiri verða áfram meiri neikvæðni og þunglyndi að bráð. Þess vegna er mikilvægara en nokkru sinni að láta ekki undan. Því meir sem á móti blæs, þeim mun meira munar um allan stuðning. Hjá Reykjavíkurborg höfum við viljað standa eins og við getum með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu. Við erum með samning um hinseginfræðslu við Samtökin 78, við rekum hinsegin félagsmiðstöð sem er gífurlega mikið notuð og til marks um þörfina fyrir sams konar félagsmiðstöðvar víðar. Við erum eina sveitarfélagið á landinu sem er með sérfræðing í hinsegin málefnum og við höfum í hvívetna beitt okkur fyrir því að auka jafnrétti og bæta sýnileika. Nýlega vorum við gestgjafar ráðstefnu Regnbogaborga (e. Rainbow cities) og sá viðburður gekk einstaklega vel. Við höfum þar að auki staðið fyrir regnbogavottun starfsstaða og í dag eru 62 starfsstaðir borgarinnar regnbogavottaðir og þeim fer fjölgandi. Auðvitað er meira sem þarf að gera, en þess þá heldur skiptir máli að halda áfram og gera það. Við þurfum að minnast þeirra sem við höfum misst, en við þurfum líka að einsetja okkur að berjast gegn bakslaginu sem er í gangi. Við þurfum að muna að okkar ábyrgð er að búa til samfélag þar sem fólk glatar ekki lífinu vegna þess hvert kyn þeirra eða kynferði er. Það tekur tíma, en skilar árangri. Íslenskt samfélag hefur sýnt mikla samstöðu í nýlegum stormum og ég hef fulla trú á því að við munum halda áfram á þeirri braut að búa hér til fjölbreytt og öflugt samfélag sem við getum verið stolt af! Höfundur er borgarfulltrúi Pírata.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun