Veðrið sem nú geisar hefur þó spillt fyrir mælingunum segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni.
Um hundrað skjálftar hafa mælst á svæðinu frá miðnætti að sögn Salóme en sökum roksins sem nú blæs á nesinu er erfitt að mæla minnstu skjálftana. Hún segist því búast við því að þeim muni fjölga þegar nákvæmari mælingar liggja fyrir síðar í dag.