„Viðmiðin hjá okkur eru víðari en á Norðurlöndunum“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 23. nóvember 2023 12:52 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Lyfjastofnunar segir Sjúkratryggingar Íslands ákvarða hvaða sjúklingar fá niðurgreidd lyf sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Breytt fyrirkomulag verði ekki endurskoðað nema Sjúkratryggingar óski eftir því. Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins lýstu miklum áhyggjum í hádegisfréttum okkar í gær vegna breytts fyrirkomulags á greiðsluþátttöku á lyfjunum Saxenda og Wegovy og skoruðu á Lyfjastofnun og Sjúkratryggingar að endurskoða ákvörðunina. Sérfræðilæknir við offitumeðferð sagði hert skilyrði mismuna sjúklingum eftir efnahag og að hátt í tvö þúsund manns komi til með að lenda í vandræðum. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri lyfjastofnunar, segir skilyrðin á hinum Norðurlöndunum strangari en hér. „Það er búið að setja hér á Íslandi einstaklingsbundna greiðsluþátttöku. Það er engin greiðsluþátttaka í Svíþjóð og Finnlandi og í Noregi og Danmörku er hún strangari heldur en hjá okkur,“ segir Rúna. Sjúkratryggingar hafi haft samráð við sína sérfræðinga í tengslum við ákvörðunina. „Það er verið að beina þeim sjúklingum sem fá einna helst mestan ábata af annað hvort lyfjum eða öðrum úrræðum og í því greiðir ríkið niður. Það sem veldur okkur sérstökum áhyggjum og eru áhyggjur í Evrópu er að það er skortur á þessum lyfjum og það er eiginlega verið að tryggja það líka að þeir sjúklingar sem eru settir á lyfjum að það sé nægar birgðir til þess að geta haldið þeim á lyfjunum,“ segir Rúna. Matið byggi meðal annars á heilsuhagfræðilegri úttekt sem norðmenn og danir gerðu um það fyrir hvaða sjúklinga ábatinn væri mestur. „Rökin eru raunverulega fyrir því að til dæmis viðmiðin hjá okkur eru víðari en á Norðurlöndunum og það var ákveðið að gera það hér af því að offita er meiri á Íslandi,“ segir Rúna og bætir við að fyrirkomulagið verði ekki endurskoðað nema Sjúkratryggingar óski eftir því enda séu það þeir sem ákvarði um val á sjúklingum. Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Lyf Tengdar fréttir Takmörkun á offitulyfjum leiði til mismununar eftir efnahag Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vilja að Lyfjastofnun og Sjúkratryggingar Íslands endurskoði á ný greiðsluþáttöku á lyfjunum Wegovy og Saxenda, sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Hert skilyrði voru kynnt í byrjun mánaðar sem sérfræðingar segja mismuna sjúklingum eftir efnahag. 22. nóvember 2023 08:24 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins lýstu miklum áhyggjum í hádegisfréttum okkar í gær vegna breytts fyrirkomulags á greiðsluþátttöku á lyfjunum Saxenda og Wegovy og skoruðu á Lyfjastofnun og Sjúkratryggingar að endurskoða ákvörðunina. Sérfræðilæknir við offitumeðferð sagði hert skilyrði mismuna sjúklingum eftir efnahag og að hátt í tvö þúsund manns komi til með að lenda í vandræðum. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri lyfjastofnunar, segir skilyrðin á hinum Norðurlöndunum strangari en hér. „Það er búið að setja hér á Íslandi einstaklingsbundna greiðsluþátttöku. Það er engin greiðsluþátttaka í Svíþjóð og Finnlandi og í Noregi og Danmörku er hún strangari heldur en hjá okkur,“ segir Rúna. Sjúkratryggingar hafi haft samráð við sína sérfræðinga í tengslum við ákvörðunina. „Það er verið að beina þeim sjúklingum sem fá einna helst mestan ábata af annað hvort lyfjum eða öðrum úrræðum og í því greiðir ríkið niður. Það sem veldur okkur sérstökum áhyggjum og eru áhyggjur í Evrópu er að það er skortur á þessum lyfjum og það er eiginlega verið að tryggja það líka að þeir sjúklingar sem eru settir á lyfjum að það sé nægar birgðir til þess að geta haldið þeim á lyfjunum,“ segir Rúna. Matið byggi meðal annars á heilsuhagfræðilegri úttekt sem norðmenn og danir gerðu um það fyrir hvaða sjúklinga ábatinn væri mestur. „Rökin eru raunverulega fyrir því að til dæmis viðmiðin hjá okkur eru víðari en á Norðurlöndunum og það var ákveðið að gera það hér af því að offita er meiri á Íslandi,“ segir Rúna og bætir við að fyrirkomulagið verði ekki endurskoðað nema Sjúkratryggingar óski eftir því enda séu það þeir sem ákvarði um val á sjúklingum.
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Lyf Tengdar fréttir Takmörkun á offitulyfjum leiði til mismununar eftir efnahag Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vilja að Lyfjastofnun og Sjúkratryggingar Íslands endurskoði á ný greiðsluþáttöku á lyfjunum Wegovy og Saxenda, sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Hert skilyrði voru kynnt í byrjun mánaðar sem sérfræðingar segja mismuna sjúklingum eftir efnahag. 22. nóvember 2023 08:24 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Takmörkun á offitulyfjum leiði til mismununar eftir efnahag Sérfræðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vilja að Lyfjastofnun og Sjúkratryggingar Íslands endurskoði á ný greiðsluþáttöku á lyfjunum Wegovy og Saxenda, sem notuð eru til að meðhöndla offitu. Hert skilyrði voru kynnt í byrjun mánaðar sem sérfræðingar segja mismuna sjúklingum eftir efnahag. 22. nóvember 2023 08:24