Er þetta í fyrsta skipti í sögu liðsins þar sem þrír leikmenn skora yfir 30 stig í einum og sama leiknum. Miðherjinn Brooks Lopez var stigahæstur með 39 stig og jafnaði þar sitt persónulega stigamet í leik.
Three Bucks players scored over 30 points in the same game for the first time in franchise history
— NBA on ESPN (@ESPNNBA) November 25, 2023
They take down the Wizards in a close finish. pic.twitter.com/XhhocMR1pB
Stórstjörnur liðsins, Giannis Antetokounmpo og Damian Lillard, létu ekki sitt eftir liggja og settu báðir 31 stig á töfluna. Lillard bætti við tíu stoðsendingum og Antetokounmpo níu fráköstum. Lopez var ekkert að stressa sig á að rífa niður fráköst frekar en fyrri daginn þrátt fyrir að vera 216 cm á hæð en nældi þó í sex slík.
Wizards eru eins og áður sagði eitt slakasta lið deildarinnar. Aðeins tveir sigrar komnir í hús í 15 tilraunum og liðið tapaði sínum áttunda leik í röð í nótt en gerði þó stálheiðarlega tilraun til að skemma þakkargjörðarhátíðina fyrir Bucks.