Útgöngubann í Síerra Leóne eftir árásir og frelsun fanga Hólmfríður Gísladóttir og Lovísa Arnardóttir skrifa 27. nóvember 2023 07:00 Tálmum var komið upp og öryggisgæsla aukin í kjölfar árásanna í gær. epa/Ibrahim Barrie Útgöngubann er í gildi í Síerra Leóne eftir að vopnaðir menn ruddust inn í fangelsi í landinu og frelsuðu fanga. Samkvæmt yfirvöldum áttu árásirnar sér stað í gærmorgun, í fjölda stórra fangelsa. Fjórtán Íslendingar eru í Síerra Leóne samkvæmt tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Forsetinn Julius Maada Bio sagði seint í gær að leiðtogarnir á bak við árásirnar hefðu verið handteknir. Bio ávarpaði þjóðina og sagði um að ræða öryggisbrest og atlögu að lýðræðinu. Hann gekk þó ekki svo langt að tala um tilraun til valdaráns en ástandið í landinu hefur verið spennuþrungið frá því að Bio var endurkjörinn í sumar, í afar umdeildum og ógegnsæum kosningum. Forsetinn sagði yfirvöld hafa náð stjórn á ástandinu en gaf ekkert upp um árásarmennina né hvað þeim gekk til með frelsun fanganna. Útgöngubanni var lýst yfir strax í kjölfar árásanna en íbúum hefur verið ráðlagt að halda sig heima og þá hefur allt flug um eina alþjóðaflugvöll landsins verið fellt niður. Samkvæmt BBC sást til vopnaðra hermanna í Freetown í stolnum lögreglubifreiðum og þá heyrðust hópar hrópa að þeir hygðust „hreinsa Síerra Leóne“. Myndskeið sýna fanga flýja Pademba Road fangelsið í Freetown og þá sást til rappara sem var fangelsaður í fyrra. Fjöldi hermanna var handtekinn í landinu í ágúst síðastliðnum en mennirnir voru grunaðir um að hyggja á valdarán. Átta ríki í Vestur- og Mið-Afríku eru undir herstjórn eftir valdarán, meðal annars nágrannaríkið Gínea. Í sambandi við fjórtán Íslendinga Fram kom í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu í gær að ráðuneytið hefur verið í sambandi við alls fjórtán Íslendinga í Síerra Leóne. Meðal þeirra eru tveir starfsmenn sendiráðs Íslands í Freetown og tveir fjölskyldumeðlimir. Engin ákvörðun hefur verið tekin um brottflutning Íslendinga, en utanríkisráðuneytið og starfsfólk sendiráðsins fylgist náið með stöðu mála og er í reglulegum samskiptum við samstarfsríki. Síerra Leóne Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira
Forsetinn Julius Maada Bio sagði seint í gær að leiðtogarnir á bak við árásirnar hefðu verið handteknir. Bio ávarpaði þjóðina og sagði um að ræða öryggisbrest og atlögu að lýðræðinu. Hann gekk þó ekki svo langt að tala um tilraun til valdaráns en ástandið í landinu hefur verið spennuþrungið frá því að Bio var endurkjörinn í sumar, í afar umdeildum og ógegnsæum kosningum. Forsetinn sagði yfirvöld hafa náð stjórn á ástandinu en gaf ekkert upp um árásarmennina né hvað þeim gekk til með frelsun fanganna. Útgöngubanni var lýst yfir strax í kjölfar árásanna en íbúum hefur verið ráðlagt að halda sig heima og þá hefur allt flug um eina alþjóðaflugvöll landsins verið fellt niður. Samkvæmt BBC sást til vopnaðra hermanna í Freetown í stolnum lögreglubifreiðum og þá heyrðust hópar hrópa að þeir hygðust „hreinsa Síerra Leóne“. Myndskeið sýna fanga flýja Pademba Road fangelsið í Freetown og þá sást til rappara sem var fangelsaður í fyrra. Fjöldi hermanna var handtekinn í landinu í ágúst síðastliðnum en mennirnir voru grunaðir um að hyggja á valdarán. Átta ríki í Vestur- og Mið-Afríku eru undir herstjórn eftir valdarán, meðal annars nágrannaríkið Gínea. Í sambandi við fjórtán Íslendinga Fram kom í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu í gær að ráðuneytið hefur verið í sambandi við alls fjórtán Íslendinga í Síerra Leóne. Meðal þeirra eru tveir starfsmenn sendiráðs Íslands í Freetown og tveir fjölskyldumeðlimir. Engin ákvörðun hefur verið tekin um brottflutning Íslendinga, en utanríkisráðuneytið og starfsfólk sendiráðsins fylgist náið með stöðu mála og er í reglulegum samskiptum við samstarfsríki.
Síerra Leóne Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira