Sjúkraþyrlur Atli Már Markússon skrifar 27. nóvember 2023 12:00 Árið 1986 fyrir tæpum 40 árum hófu af miklum metnaði og nauðsyn nokkrir vaskir frumkvöðlar að fara sem áhafnarmeðlimir á Þyrlum Landhelgisgæslunnar í útköll og vera þannig innan handar þegar sækja þurfti slasaða eða veika einstaklinga hvort sem var á legi eða láði. Nú tæpum 40 árum seinna hefur lítið breyst hvað varðar læknisfræðilegan stuðning og klíníska getu með sjúkraflugi á þyrlum á Íslandi, vissulega hafa tækin skánað og öll tækni er betri í dag en í gær en það er svo skrítið að hér skulum við ekki hafa haldið vel á spilunum og komið á fót vel þjálfuðum hóp þyrluheilbrigðisstarfsmanna sem vinnur saman sem teymi á sérhæfðum minni þyrlum sem snöggar eru í snúningum og fljótar yfirferðar. Það er reyndar óskiljanlegt að á landi ekki stærra en okkar skuli ekki vera einn hópur vel þjálfaðra heilbrigðisstarfsmanna sem skipta á milli sín öllu sjúkraflugi í landinu sama hvort það er með fastvængjum eða þyrlum. Það að koma sjúkling á viðeigandi sjúkrastofnun eftir alvarleg slys eða veikindi á sem skemmstum tíma er þjóðhagslega hagkvæmt. Árið 1986 var þjóðhagslega hagkvæmt að nýta leitar og björgunarþyrlur til þess að flytja sjúklinga á viðeigandi sjúkrastofnun, árið 2023 væri þjóðhagslega hagkvæmt að flytja sjúklinga á viðeigandi sjúkrastofnun með léttum sjúkraþyrlum og sérþjálfaðri áhöfn heilbrigðisstarfsmanna. Þetta gera löndin sem við berum okkur saman við, af hverjum gerum við það ekki? Við eigum heilbrigðisstarfsfólkið og þyrlurnar eru til, við erum með strjálbýlt land og aðeins eitt aðalsjúkrahús. Alstaðar í löndunum í kringum okkur og líka þeim sem eru ekki í kringum okkur eru sérstakar sjúkraþyrlur mannaðar af heilbrigðisstarfsfólki sem mynda teymi sem getur framkvæmt mjög sérhæfð inngrip á vettvangi, þessi inngrip og stuttur viðbragðs og flutningstími er það sem skiptir máli til að bjarga heilsu og mannslífum. Að teymið sé tilbúið við þyrluna þegar útkallið kemur, geti veitt sérhæfða þjónustu á staðnum og flutt hratt á viðeigandi sjúkrastofnum er þjóðhagslega hagkvæmt og það sem bjargar heilsu og lífi. Reykjavíkurflugvöllur er á útleið ef marka má þá sem ráða í höfuðborginni, það gerir trygga þyrluumferð á nýjan Landspítala en mikilvægari. Hins vega virðist skipulag á nýjum Landspítala vera á þá leið að hætt verði við að hafa þyrlupall við sjúkrahús allra landsmanna, samkvæmt Gunnari Svavarssyni er ástæðan „ meðal annars sú að björgunarþyrlurnar eru alltaf að stækka”. Þessi þróun er beinlínis hættuleg og í hrópandi ósamræmi við vilja flestra ef ekki allra heilbrigðisstarfsmanna sem málið varðar, þetta hefur endurtekið komið fram og verið gefið út bæði í ræðu og riti í ófáum skýrslum og greinargerðum t.d “Sjúkraflutningar með þyrlum”, júní 2017 og “Aukin aðkoma þyrlna að sjúkraflugi”, ágúst 2018. Það er bara ein ríkisstofnun sem hefur staðfastlega og opinberlega talað gegn hugmyndinni um sérstakar sjúkraþyrlur en sú stofnun er ekki heilbrigðisstofnun og hefur ekki með meðferð og umönnun sjúklinga að gera nema sem aukaverkefni. Staðreyndin er sú að þörf er á að taka næstu skref í utanspítalaþjónustu á íslandi, framfara er þörf og mikilvægt að ákveða fljótt að setja af stað verkefni sjúkraþyrlna, já í fleirtölu vegna þess að hér á landi eigum við að hafa að lágmarki 3 sjúkraþyrlur auk fastvængjaflugvéla og þeirra þyrlna sem LHG hefur yfir að ráða til þess að við getum þjónustað sem flesta íbúa og gesti þessa lands með gagnreyndum aðferðum, viðeigandi læknisfræði og umönnun en ekki sömu aðferðum og var beytt í Víetnam stríðinu. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur/sjúkraflutningamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjúkraflutningar Landhelgisgæslan Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Árið 1986 fyrir tæpum 40 árum hófu af miklum metnaði og nauðsyn nokkrir vaskir frumkvöðlar að fara sem áhafnarmeðlimir á Þyrlum Landhelgisgæslunnar í útköll og vera þannig innan handar þegar sækja þurfti slasaða eða veika einstaklinga hvort sem var á legi eða láði. Nú tæpum 40 árum seinna hefur lítið breyst hvað varðar læknisfræðilegan stuðning og klíníska getu með sjúkraflugi á þyrlum á Íslandi, vissulega hafa tækin skánað og öll tækni er betri í dag en í gær en það er svo skrítið að hér skulum við ekki hafa haldið vel á spilunum og komið á fót vel þjálfuðum hóp þyrluheilbrigðisstarfsmanna sem vinnur saman sem teymi á sérhæfðum minni þyrlum sem snöggar eru í snúningum og fljótar yfirferðar. Það er reyndar óskiljanlegt að á landi ekki stærra en okkar skuli ekki vera einn hópur vel þjálfaðra heilbrigðisstarfsmanna sem skipta á milli sín öllu sjúkraflugi í landinu sama hvort það er með fastvængjum eða þyrlum. Það að koma sjúkling á viðeigandi sjúkrastofnun eftir alvarleg slys eða veikindi á sem skemmstum tíma er þjóðhagslega hagkvæmt. Árið 1986 var þjóðhagslega hagkvæmt að nýta leitar og björgunarþyrlur til þess að flytja sjúklinga á viðeigandi sjúkrastofnun, árið 2023 væri þjóðhagslega hagkvæmt að flytja sjúklinga á viðeigandi sjúkrastofnun með léttum sjúkraþyrlum og sérþjálfaðri áhöfn heilbrigðisstarfsmanna. Þetta gera löndin sem við berum okkur saman við, af hverjum gerum við það ekki? Við eigum heilbrigðisstarfsfólkið og þyrlurnar eru til, við erum með strjálbýlt land og aðeins eitt aðalsjúkrahús. Alstaðar í löndunum í kringum okkur og líka þeim sem eru ekki í kringum okkur eru sérstakar sjúkraþyrlur mannaðar af heilbrigðisstarfsfólki sem mynda teymi sem getur framkvæmt mjög sérhæfð inngrip á vettvangi, þessi inngrip og stuttur viðbragðs og flutningstími er það sem skiptir máli til að bjarga heilsu og mannslífum. Að teymið sé tilbúið við þyrluna þegar útkallið kemur, geti veitt sérhæfða þjónustu á staðnum og flutt hratt á viðeigandi sjúkrastofnum er þjóðhagslega hagkvæmt og það sem bjargar heilsu og lífi. Reykjavíkurflugvöllur er á útleið ef marka má þá sem ráða í höfuðborginni, það gerir trygga þyrluumferð á nýjan Landspítala en mikilvægari. Hins vega virðist skipulag á nýjum Landspítala vera á þá leið að hætt verði við að hafa þyrlupall við sjúkrahús allra landsmanna, samkvæmt Gunnari Svavarssyni er ástæðan „ meðal annars sú að björgunarþyrlurnar eru alltaf að stækka”. Þessi þróun er beinlínis hættuleg og í hrópandi ósamræmi við vilja flestra ef ekki allra heilbrigðisstarfsmanna sem málið varðar, þetta hefur endurtekið komið fram og verið gefið út bæði í ræðu og riti í ófáum skýrslum og greinargerðum t.d “Sjúkraflutningar með þyrlum”, júní 2017 og “Aukin aðkoma þyrlna að sjúkraflugi”, ágúst 2018. Það er bara ein ríkisstofnun sem hefur staðfastlega og opinberlega talað gegn hugmyndinni um sérstakar sjúkraþyrlur en sú stofnun er ekki heilbrigðisstofnun og hefur ekki með meðferð og umönnun sjúklinga að gera nema sem aukaverkefni. Staðreyndin er sú að þörf er á að taka næstu skref í utanspítalaþjónustu á íslandi, framfara er þörf og mikilvægt að ákveða fljótt að setja af stað verkefni sjúkraþyrlna, já í fleirtölu vegna þess að hér á landi eigum við að hafa að lágmarki 3 sjúkraþyrlur auk fastvængjaflugvéla og þeirra þyrlna sem LHG hefur yfir að ráða til þess að við getum þjónustað sem flesta íbúa og gesti þessa lands með gagnreyndum aðferðum, viðeigandi læknisfræði og umönnun en ekki sömu aðferðum og var beytt í Víetnam stríðinu. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur/sjúkraflutningamaður.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar