Uppgötvaði holu fyrir utan heimilið: „Þetta bara hverfur hérna ofan í“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2023 15:30 Þorleifur prófaði meðal annars að reka spýtur ofan í holurnar. Vísir/Vilhelm Þorleifur Hjalti Alfreðsson, íbúi í Grindavík og rafvirki, uppgötvaði risastóra holu undir garði heima hjá sér í dag þar sem krakkarnir hans leika sér allajafna í fótbolta. Hann kemur kústi ofan í holuna án þess að ná til botns. Þorleifur birti myndbönd af holunni á samfélagsmiðlinum Facebook. Þau hafa eðli málsins samkvæmt vakið mikla athygli enda vita Grindvíkingar ekki til fullnustu hvað bíður þeirra heima við. Þorleifur kom við heima hjá sér í dag í hádegispásunni en hann var staddur við rafvirkjastörf í bænum. „Hvað ætli sé að gerast hérna?“ spyr Þorleifur í myndbandinu þar sem hann myndar jörðina og stígur til jarðar. Sjá má myndbandið hér fyrir neðan. „Hér eru krakkarnir búnir að vera mikið í fótbolta, þetta er eitthvað grunsamlegt hér. Sjáið þið. Það er ekkert undir þessu. Hér er þetta bara allt farið. Þetta er bara á lóðinni hérna heima. Hérna kemur sprunga.“ Þá prófar Þorleifur að fikta aðeins í holunni eins og hann lýsir því í næstu myndböndum. „Nú er ég farinn að pota aðeins í þetta. Sjáið þið. Þetta bara hverfur hérna ofan í. Það er eins gott að passa sig á þessu. Jæja. Nú er ég aðeins búinn að opna þetta. Sjáið þið. Kústurinn bara fer niður. Hvar endar þetta?“ spyr Þorleifur. Þetta það sem fólk óttast „Þetta er held ég svona einna helsta það sem fólk óttast hérna. Bara eins og hjá mér, maður er með fullt af börnum og þetta er úti á fótboltavellinum hjá þeim, inni á lóðinni,“ segir Þorleifur. Þorleifur býr ásamt fjölskyldu sinni, unnustu og þremur börnum á Staðarvör, skammt frá rauða svæðinu svokallaða. Þau dvelja nú í Norðlingaholti á meðan almannavarnir hafa lokað Grindavík. „Ég var í vinnunni og var með nesti og ákvað að skjótast bara heim. Ég var ekkert að leita að neinu þarna, ég bara labba þarna á lóðinni og finn þetta.“ Eins og sjá má er sprungan í miðjum garðinum, þar sem krakkarnir leika sér meðal annars í fótbolta.Vísir/Vilhelm Ekki hægt að lýsa líðaninni Björgunarsveit hefur verið að störfum við sprungumerkingar. Þorleifur gekk með björgunarsveitarmönnum eftir sprungunni og fór hún í gegnum lóðina hjá Þorleifi og yfir á næstu lóð og út á götu. Hvernig líður þér eftir að hafa séð þessa holu fyrir utan húsið þitt? „Ég veit það ekki. Það er enginn í jafnvægi. Það eru allir bara upp og niður. Förum við heima á morgun? Eða aldrei? Og allt þar á milli. Það er eiginlega ekkert hægt að lýsa þessu. Ég hefði ekki trúað því hvað þetta hefur haft mikil áhrif á alla. Þó að maður sé með húsaskjól og vinnu áfram og allir á lífi, þá samt einhvern veginn...er þetta bara skrítið.“ Séð ofan í holuna. Vísir/Vilhelm Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Þorleifur birti myndbönd af holunni á samfélagsmiðlinum Facebook. Þau hafa eðli málsins samkvæmt vakið mikla athygli enda vita Grindvíkingar ekki til fullnustu hvað bíður þeirra heima við. Þorleifur kom við heima hjá sér í dag í hádegispásunni en hann var staddur við rafvirkjastörf í bænum. „Hvað ætli sé að gerast hérna?“ spyr Þorleifur í myndbandinu þar sem hann myndar jörðina og stígur til jarðar. Sjá má myndbandið hér fyrir neðan. „Hér eru krakkarnir búnir að vera mikið í fótbolta, þetta er eitthvað grunsamlegt hér. Sjáið þið. Það er ekkert undir þessu. Hér er þetta bara allt farið. Þetta er bara á lóðinni hérna heima. Hérna kemur sprunga.“ Þá prófar Þorleifur að fikta aðeins í holunni eins og hann lýsir því í næstu myndböndum. „Nú er ég farinn að pota aðeins í þetta. Sjáið þið. Þetta bara hverfur hérna ofan í. Það er eins gott að passa sig á þessu. Jæja. Nú er ég aðeins búinn að opna þetta. Sjáið þið. Kústurinn bara fer niður. Hvar endar þetta?“ spyr Þorleifur. Þetta það sem fólk óttast „Þetta er held ég svona einna helsta það sem fólk óttast hérna. Bara eins og hjá mér, maður er með fullt af börnum og þetta er úti á fótboltavellinum hjá þeim, inni á lóðinni,“ segir Þorleifur. Þorleifur býr ásamt fjölskyldu sinni, unnustu og þremur börnum á Staðarvör, skammt frá rauða svæðinu svokallaða. Þau dvelja nú í Norðlingaholti á meðan almannavarnir hafa lokað Grindavík. „Ég var í vinnunni og var með nesti og ákvað að skjótast bara heim. Ég var ekkert að leita að neinu þarna, ég bara labba þarna á lóðinni og finn þetta.“ Eins og sjá má er sprungan í miðjum garðinum, þar sem krakkarnir leika sér meðal annars í fótbolta.Vísir/Vilhelm Ekki hægt að lýsa líðaninni Björgunarsveit hefur verið að störfum við sprungumerkingar. Þorleifur gekk með björgunarsveitarmönnum eftir sprungunni og fór hún í gegnum lóðina hjá Þorleifi og yfir á næstu lóð og út á götu. Hvernig líður þér eftir að hafa séð þessa holu fyrir utan húsið þitt? „Ég veit það ekki. Það er enginn í jafnvægi. Það eru allir bara upp og niður. Förum við heima á morgun? Eða aldrei? Og allt þar á milli. Það er eiginlega ekkert hægt að lýsa þessu. Ég hefði ekki trúað því hvað þetta hefur haft mikil áhrif á alla. Þó að maður sé með húsaskjól og vinnu áfram og allir á lífi, þá samt einhvern veginn...er þetta bara skrítið.“ Séð ofan í holuna. Vísir/Vilhelm
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira