Ekki fundið einn einasta skjálfta í Grindavík í marga daga Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 28. nóvember 2023 14:53 Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, er sáttur við að vera mættur aftur til vinnu. Vísir/Einar Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur til vinnu. Hann segist ekki hafa fundið einn einasta skjálfta í bænum í marga daga. Bjarki rifjar upp að föstudagskvöldið þann 10. nóvember síðastliðinn þegar almannavarnir tóku ákvörðun um að rýma bæinn. Hann segir skjálftana hafa verið létta þar til komið var að kvöldmatarleyti. „Ég var leystur af og fór heim klukkan fjögur og sat heima við eldhúsborðið og þá byrjuðu lætin. Þetta ágerðist alltaf og ágerðist. Svo þegar það voru liðnir tveir tímar og þetta stoppaði eiginlega ekki neitt, þá var manni hætt að lítast á það.“ Hann segir að þau hjónin hafi ákveðið að gista þessa nótt í hjólhýsi á Flúðum, bara til þess að sofa í friði. Síðan hafi þau ekki snúið aftur. Misjafnt hljóð í fólki Hvernig tilfinning var að mæta aftur til vinnu? „Æi það var ósköp gott sko. En það er náttúrulega, maður hefur svona varann á sér og er alltaf að bíða eftir því að finna skjálftann, en við höfum ekki fundið neitt. Allavega ekki ennþá.“ Hafa margir komið til ykkar í dag? „Já það hefur nú verið svona rennirí. Það hefur kannski ekki verið alveg fullt út úr dyrum en einn og einn svona að ná sér í eitthvað smáræði og bjarga sér.“ Hvernig er hljóðið í fólki? „Það er misjafnt. Flestir eru mjög harðir í afstöðu sinni að koma aftur. En það er beygur í sumu fólki, maður verður var við það. Það er eðlilegt, maður hefur skilning á því.“ Bjarki segir það þægilegt að vera mættur aftur til vinnu. Hann vilji komast aftur í rútínuna sína. „Maður sér bara hvað það er mikill lúxus að sofa í rúminu sínu og sitja í sófanum sínum á kvöldin. Það er ákveðinn lúxus sem maður getur varla leyft sér núna.“ Bjarki gistir nú í íbúð dóttur sinnar í Njarðvík. Hann tekur fram að það væsi ekki um sig. Ekkert stressaður En þig langar heim? „Já, mig langar heim. Ekki spurning.“ Ertu vongóður um hvenær það getur orðið? „Auðvitað vona ég að það verði sem fyrst en ég held að það verði allavega einhverjar vikur í það. Ætli það verði nokkuð fyrr en eftir áramót í fyrsta lagi, ég geri ekki ráð fyrir því.“ Áttirðu von á því að þið gætuð opnað búðina svona fljótt aftur? „Nei, þetta er náttúrulega búinn að vera mikill tilfinningarússíbani og maður er búinn að fara upp og niður og út um allt í að velta vöngum yfir þessu. Ég átti svo sem ekki von á því en það er gaman að vera kominn hingað aftur.“ Ertu eitthvað stressaður að vera hérna núna? „Nei, alls ekki. Alls ekki. Eins og ég sagði, við höfum ekki fundið einn einasta skjálfta síðan við komum. Við erum búnir að vera að flækjast hérna af og til undanfarna daga og við höfum ekki fundið neitt. Það er bara góð tilfinning að vera kominn hingað aftur.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Bjarki rifjar upp að föstudagskvöldið þann 10. nóvember síðastliðinn þegar almannavarnir tóku ákvörðun um að rýma bæinn. Hann segir skjálftana hafa verið létta þar til komið var að kvöldmatarleyti. „Ég var leystur af og fór heim klukkan fjögur og sat heima við eldhúsborðið og þá byrjuðu lætin. Þetta ágerðist alltaf og ágerðist. Svo þegar það voru liðnir tveir tímar og þetta stoppaði eiginlega ekki neitt, þá var manni hætt að lítast á það.“ Hann segir að þau hjónin hafi ákveðið að gista þessa nótt í hjólhýsi á Flúðum, bara til þess að sofa í friði. Síðan hafi þau ekki snúið aftur. Misjafnt hljóð í fólki Hvernig tilfinning var að mæta aftur til vinnu? „Æi það var ósköp gott sko. En það er náttúrulega, maður hefur svona varann á sér og er alltaf að bíða eftir því að finna skjálftann, en við höfum ekki fundið neitt. Allavega ekki ennþá.“ Hafa margir komið til ykkar í dag? „Já það hefur nú verið svona rennirí. Það hefur kannski ekki verið alveg fullt út úr dyrum en einn og einn svona að ná sér í eitthvað smáræði og bjarga sér.“ Hvernig er hljóðið í fólki? „Það er misjafnt. Flestir eru mjög harðir í afstöðu sinni að koma aftur. En það er beygur í sumu fólki, maður verður var við það. Það er eðlilegt, maður hefur skilning á því.“ Bjarki segir það þægilegt að vera mættur aftur til vinnu. Hann vilji komast aftur í rútínuna sína. „Maður sér bara hvað það er mikill lúxus að sofa í rúminu sínu og sitja í sófanum sínum á kvöldin. Það er ákveðinn lúxus sem maður getur varla leyft sér núna.“ Bjarki gistir nú í íbúð dóttur sinnar í Njarðvík. Hann tekur fram að það væsi ekki um sig. Ekkert stressaður En þig langar heim? „Já, mig langar heim. Ekki spurning.“ Ertu vongóður um hvenær það getur orðið? „Auðvitað vona ég að það verði sem fyrst en ég held að það verði allavega einhverjar vikur í það. Ætli það verði nokkuð fyrr en eftir áramót í fyrsta lagi, ég geri ekki ráð fyrir því.“ Áttirðu von á því að þið gætuð opnað búðina svona fljótt aftur? „Nei, þetta er náttúrulega búinn að vera mikill tilfinningarússíbani og maður er búinn að fara upp og niður og út um allt í að velta vöngum yfir þessu. Ég átti svo sem ekki von á því en það er gaman að vera kominn hingað aftur.“ Ertu eitthvað stressaður að vera hérna núna? „Nei, alls ekki. Alls ekki. Eins og ég sagði, við höfum ekki fundið einn einasta skjálfta síðan við komum. Við erum búnir að vera að flækjast hérna af og til undanfarna daga og við höfum ekki fundið neitt. Það er bara góð tilfinning að vera kominn hingað aftur.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira