„Van Gogh-stjórinn“ tilbúinn að láta „Taívan“ af hendi Jón Þór Stefánsson skrifar 29. nóvember 2023 07:01 Taívan-eyjan er við strendur Dubai, í eyjaklasa sem á að líkja eftir heimskorti, þó það sjáist líklega ekki á þessari mynd. Þess má geta að Íslands-eyja er ekki í klasanum. EPA Sakborningur í umfangsmiklu dómsmáli á Ítalíu hefur boðið stjórnvöldum landsins eyju sem hann á við strönd Dubai, stærstu borgar Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Það gerir hann í von um að fá vægari dóm. Nafn mannsins er Raffaele Imperiale og hann er grunaður um að hafa staðið í innflutningi á fíkniefnum, sérstaklega kókaíni frá Perú, en því er haldið fram að starfsemi hans hafi verið ein sú umfangsmesta í heimi. The Guardian fjallar um málið, en Raffaele er sagður eiga yfir höfði sér tæplega fimmtán ára dóm. Réttarhöld í máli hans og tuttugu annara standa nú yfir í Napólí-borg. Raffaele er sagður hafa verið samstarfsfús yfirvöldum. Til að mynda gaf hann lögreglu tvö málverk, eftir hollenska listmálarann Vincent Van Gogh, árið 2016. Hann hafði haft þau til sýnis á heimili sínu í Dubai, en nú er þau komin á vegg Van Gogh-safnsins í Amsterdam. Um er að ræða málverkin Congregation Leaving the Reformed Church in Nuene frá 1884 og View of the Sea at Scheveningen frá 1882. Málverkunum hafði verið stolið úr listasafni í Amsterdam árið 2002. Fyrir vikið hlaut Raffaele viðurnefnið „Van Gogh-stjórinn“. Ekki nóg með það heldur býður hann nú yfirvöldum eyju, líkt og áður segir. Um er að ræða eyju sem er í manngerðum eyjaklasa við strendur Dubai. Eyjaklasinn heitir Heimurinn, en eyjunum er gert að líka eftir heimskorti. Eyja Raffaele stendur fyrir Taívan á heimskortinu, enda heitir eyjan það sama. Hún er verðmetin á níu til tólf milljarða íslenskra króna. Raffaele vonast eftir því að fá vægari dóm fyrir vikið. Saksóknari segir að nú sé boð hans til skoðunar, en ljóst sé að tilraun hans til málamiðlunar sé einlæg. Ítalía Sameinuðu arabísku furstadæmin Holland Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Nafn mannsins er Raffaele Imperiale og hann er grunaður um að hafa staðið í innflutningi á fíkniefnum, sérstaklega kókaíni frá Perú, en því er haldið fram að starfsemi hans hafi verið ein sú umfangsmesta í heimi. The Guardian fjallar um málið, en Raffaele er sagður eiga yfir höfði sér tæplega fimmtán ára dóm. Réttarhöld í máli hans og tuttugu annara standa nú yfir í Napólí-borg. Raffaele er sagður hafa verið samstarfsfús yfirvöldum. Til að mynda gaf hann lögreglu tvö málverk, eftir hollenska listmálarann Vincent Van Gogh, árið 2016. Hann hafði haft þau til sýnis á heimili sínu í Dubai, en nú er þau komin á vegg Van Gogh-safnsins í Amsterdam. Um er að ræða málverkin Congregation Leaving the Reformed Church in Nuene frá 1884 og View of the Sea at Scheveningen frá 1882. Málverkunum hafði verið stolið úr listasafni í Amsterdam árið 2002. Fyrir vikið hlaut Raffaele viðurnefnið „Van Gogh-stjórinn“. Ekki nóg með það heldur býður hann nú yfirvöldum eyju, líkt og áður segir. Um er að ræða eyju sem er í manngerðum eyjaklasa við strendur Dubai. Eyjaklasinn heitir Heimurinn, en eyjunum er gert að líka eftir heimskorti. Eyja Raffaele stendur fyrir Taívan á heimskortinu, enda heitir eyjan það sama. Hún er verðmetin á níu til tólf milljarða íslenskra króna. Raffaele vonast eftir því að fá vægari dóm fyrir vikið. Saksóknari segir að nú sé boð hans til skoðunar, en ljóst sé að tilraun hans til málamiðlunar sé einlæg.
Ítalía Sameinuðu arabísku furstadæmin Holland Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira