Gervigreind og hröð og hæg hugsun Þorsteinn Siglaugsson skrifar 28. nóvember 2023 20:01 Samkvæmt gervigreindarbloggaranum Alberto Romero var upphafið að þeirri atburðarás sem átti sér stað innan OpenAI fyrirtækisins, sem þróar ChatGPT mállíkanið, fyrir um 10 dögum síðan líklega tengt ágreiningi varðandi nýja Q* (Q-Star) líkanið sem er talið geta leyst flókin stærðfræðileg vandamál, eitthvað sem núverandi stóru tungumálalíkön geta ekki gert. Forstjórinn, Sam Altman, var fyrst rekinn af stjórninni, en ráðinn aftur fáum dögum síðar og nánast öllum stjórnarmönnum skipt út. Að mati Romerosendurspeglar þessi atburður djúpstæðan ágreining milli yfirlýsts markmiðs fyrirtækisins um að þróa örugga gervigreind sem gagnast öllu mannkyni og þeirrar almennu stefnu tæknifyrirtækja að vera í fremstu röð á sínu sviði við þróun og markaðssetningu nýjunga. Þetta er kannski dæmigert fyrir það sem getur gerst þegar fyrirtæki setur sér mótsagnakennd markmið. Hvað er Q* líkanið? Fyrir nokkrum dögum birti Andrej Karpathy, sérfræðingur hjá OpenAI, myndband þar sem hann útskýrir stóru tungumálalíkönin, hvað þau eru, hvernig þau virka og hvernig þau kunna að þróast. Þetta myndband er eiginlega skylduáhorf fyrir alla sem vilja fá greinargott yfirlit yfir þessa nýju tækni. Meðal annars ræðir Karpathy Q* líkanið og mikilvægi þess. Hann lýsir getu þess með því að vísa til aðgreiningar Daniels Kahnemann milli hraðrar og hægrar hugsunar, eða þess sem hann nefnir "System 1" og "System 2" hugsun. Dæmi um "System 1" hugsun er þegar við leggjum saman tvo og tvo. Við svörum strax, notum upplýsingar sem eru til staðar í huga okkar, í skammtímaminninu. En ef dæmið er 24*47 er, geta fæstokkar svarað strax. Við þurfum að fara í "System 2", "hægu" hugsunina til þess. Eins og Karpathy útskýrir, færir Q* verkefnið stórt tungumálalíkan yfir á stig "System 2" hugsunar. Þetta er mikil framför í getu slíks líkans og markvert skref í átt að svonefndri almennri gervigreind, líkani sem stendur okkur langtum framar í getu til rökhugsunar. Það hljómar ekki ósennilega að ótti við afleiðingar þessarar þróunar og vantraust á áætlunum Altmansum hana hafi legið að baki ákvörðun stjórnarinnar. Það sem stjórnin virðist hins vegar ekki hafa áttað sig á er að á endanum býr þekkingin sem knýr fyrirtækið í hugum starfsmanna og stjórnenda, og ný tækni, hversu ógnvekjandi sem hún kann að virðast, gufar ekki upp, sama hvað stjórn eins fyrirtækis ákveður, jafnvel þótt ákvörðunin leiddi til upplausnar fyrirtækisins. Hvernig getum við brugðist við? Stóru mállíkönin munu halda áfram að þróast ogbreyta lífi okkar og við höfum aðeins séð glitta í blátoppinn á þeim ísjaka. Fram að þessu hafa líkönin aðeins verið fær um "System 1" hugsun, og samt hef ég sannreynt að þau hafa nú þegar umtalsverða getu til að meta jafnvel flóknar röklegar greiningar. Fljótlega verður þessi geta langtum meiri. Hvernig getum við brugðist við? Einu raunhæfu viðbrögðin eru þau að við gerum okkar besta til að efla okkar eigin hugsun og nýtum þessa nýju tækni til þess: Við verðum að styrkja okkar eigin málskilning og tjáningarhæfni eins og kostur er. Við verðum að efla okkar eigin getu til gagnrýninnar hugsunar. Við verðum að þjálfa okkur markvisst í samskiptum við mállíkönin. Þetta gerir enginn fyrir okkur. Við verðum að gera það sjálf, hvert og eitt. Það er verkefnið framundan. Höfundur er ráðgjafi og stjórnendaþjálfari, https://thinksharper.net. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Siglaugsson Gervigreind Tækni Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Samkvæmt gervigreindarbloggaranum Alberto Romero var upphafið að þeirri atburðarás sem átti sér stað innan OpenAI fyrirtækisins, sem þróar ChatGPT mállíkanið, fyrir um 10 dögum síðan líklega tengt ágreiningi varðandi nýja Q* (Q-Star) líkanið sem er talið geta leyst flókin stærðfræðileg vandamál, eitthvað sem núverandi stóru tungumálalíkön geta ekki gert. Forstjórinn, Sam Altman, var fyrst rekinn af stjórninni, en ráðinn aftur fáum dögum síðar og nánast öllum stjórnarmönnum skipt út. Að mati Romerosendurspeglar þessi atburður djúpstæðan ágreining milli yfirlýsts markmiðs fyrirtækisins um að þróa örugga gervigreind sem gagnast öllu mannkyni og þeirrar almennu stefnu tæknifyrirtækja að vera í fremstu röð á sínu sviði við þróun og markaðssetningu nýjunga. Þetta er kannski dæmigert fyrir það sem getur gerst þegar fyrirtæki setur sér mótsagnakennd markmið. Hvað er Q* líkanið? Fyrir nokkrum dögum birti Andrej Karpathy, sérfræðingur hjá OpenAI, myndband þar sem hann útskýrir stóru tungumálalíkönin, hvað þau eru, hvernig þau virka og hvernig þau kunna að þróast. Þetta myndband er eiginlega skylduáhorf fyrir alla sem vilja fá greinargott yfirlit yfir þessa nýju tækni. Meðal annars ræðir Karpathy Q* líkanið og mikilvægi þess. Hann lýsir getu þess með því að vísa til aðgreiningar Daniels Kahnemann milli hraðrar og hægrar hugsunar, eða þess sem hann nefnir "System 1" og "System 2" hugsun. Dæmi um "System 1" hugsun er þegar við leggjum saman tvo og tvo. Við svörum strax, notum upplýsingar sem eru til staðar í huga okkar, í skammtímaminninu. En ef dæmið er 24*47 er, geta fæstokkar svarað strax. Við þurfum að fara í "System 2", "hægu" hugsunina til þess. Eins og Karpathy útskýrir, færir Q* verkefnið stórt tungumálalíkan yfir á stig "System 2" hugsunar. Þetta er mikil framför í getu slíks líkans og markvert skref í átt að svonefndri almennri gervigreind, líkani sem stendur okkur langtum framar í getu til rökhugsunar. Það hljómar ekki ósennilega að ótti við afleiðingar þessarar þróunar og vantraust á áætlunum Altmansum hana hafi legið að baki ákvörðun stjórnarinnar. Það sem stjórnin virðist hins vegar ekki hafa áttað sig á er að á endanum býr þekkingin sem knýr fyrirtækið í hugum starfsmanna og stjórnenda, og ný tækni, hversu ógnvekjandi sem hún kann að virðast, gufar ekki upp, sama hvað stjórn eins fyrirtækis ákveður, jafnvel þótt ákvörðunin leiddi til upplausnar fyrirtækisins. Hvernig getum við brugðist við? Stóru mállíkönin munu halda áfram að þróast ogbreyta lífi okkar og við höfum aðeins séð glitta í blátoppinn á þeim ísjaka. Fram að þessu hafa líkönin aðeins verið fær um "System 1" hugsun, og samt hef ég sannreynt að þau hafa nú þegar umtalsverða getu til að meta jafnvel flóknar röklegar greiningar. Fljótlega verður þessi geta langtum meiri. Hvernig getum við brugðist við? Einu raunhæfu viðbrögðin eru þau að við gerum okkar besta til að efla okkar eigin hugsun og nýtum þessa nýju tækni til þess: Við verðum að styrkja okkar eigin málskilning og tjáningarhæfni eins og kostur er. Við verðum að efla okkar eigin getu til gagnrýninnar hugsunar. Við verðum að þjálfa okkur markvisst í samskiptum við mállíkönin. Þetta gerir enginn fyrir okkur. Við verðum að gera það sjálf, hvert og eitt. Það er verkefnið framundan. Höfundur er ráðgjafi og stjórnendaþjálfari, https://thinksharper.net.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun