Forystuærin Flugfreyja í uppáhaldi hjá Guðna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. nóvember 2023 19:56 Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra er mikill áhugamaður um íslensku sauðkindina, ekki síst forystuféð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forystuærin Flugfreyja er í miklu uppáhaldi hjá Guðna Ágústssyni, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, sem á hana. Flugfreyja á þrjú lömb, sem bera öll nöfn bresku konungsfjölskyldunnar eða Karl, Camilla og Díana. Fréttamaður hitti Guðna og forystuféð hans í fjárhúsi í Flóanum. Guðni er með forystuféð sitt á bænum Stóru Reykjum í Flóahreppi þar sem fer vel um það. Guðni er mikill áhugamaður um íslensku sauðkinda og ekki síst forystufé, sem hann segir algjörlega magnað. Hann er með nöfn á fénu sínu eins og góðum fjárbónda sæmir. „Hér er hún Flugfreyja, hún er mikil forystuær ættuð frá Ytra Álandi og Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Hún er svo mögnuð forystukind að hún er eins og bestu víkingaforingjar eða stjórnmálaforingjar eða verkalýðsforingjar. Hún kemur með hjörðina þegar smalað er og fer fyrir henni,“ segir Guðni og heldur áfram. „Hún bar þremur lömbum, þessum á krýningardegi Karls konungs Bretlands en hann fæddist fyrstur, mórauður með krúnu og heitir Karl. Svo er það svört gimbur með hvíta krúnu og heitir hún Camilla og svo kom hún Díana í restina.“ Flugfreyja með lömbin sín þrjú í fjárhúsinu á Stóru Reykjum í Flóahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú hefur alltaf gaman af sauðfénu? „Já, já, gríðarlega gaman og það er gaman að eiga kindur.“ Guðni segir forystuær mjög merkilegar. „Þær eru náttúrulega eitthvað annað, alvöru forystuær eru eitthvað annað, þær hafa mannsvit og björguðu smölunum hér í gegnum veðrin og hjörðinni og þær sýna þetta sama eðli í dag,“ segir Guðni Ágústsson. Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Sjá meira
Guðni er með forystuféð sitt á bænum Stóru Reykjum í Flóahreppi þar sem fer vel um það. Guðni er mikill áhugamaður um íslensku sauðkinda og ekki síst forystufé, sem hann segir algjörlega magnað. Hann er með nöfn á fénu sínu eins og góðum fjárbónda sæmir. „Hér er hún Flugfreyja, hún er mikil forystuær ættuð frá Ytra Álandi og Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Hún er svo mögnuð forystukind að hún er eins og bestu víkingaforingjar eða stjórnmálaforingjar eða verkalýðsforingjar. Hún kemur með hjörðina þegar smalað er og fer fyrir henni,“ segir Guðni og heldur áfram. „Hún bar þremur lömbum, þessum á krýningardegi Karls konungs Bretlands en hann fæddist fyrstur, mórauður með krúnu og heitir Karl. Svo er það svört gimbur með hvíta krúnu og heitir hún Camilla og svo kom hún Díana í restina.“ Flugfreyja með lömbin sín þrjú í fjárhúsinu á Stóru Reykjum í Flóahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú hefur alltaf gaman af sauðfénu? „Já, já, gríðarlega gaman og það er gaman að eiga kindur.“ Guðni segir forystuær mjög merkilegar. „Þær eru náttúrulega eitthvað annað, alvöru forystuær eru eitthvað annað, þær hafa mannsvit og björguðu smölunum hér í gegnum veðrin og hjörðinni og þær sýna þetta sama eðli í dag,“ segir Guðni Ágústsson.
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Sjá meira