Hættir hjá Geislavörnum eftir 38 ára starf Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2023 11:02 Sigurður M. Magnússon tók við blómvendi á síðasta starfsdegi sínum hjá Geislavörnum í morgun. Stjr Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna, lætur af störfum í dag. Hann hefur stýrt stofnuninni í 38 ár. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kvaddi Sigurð með blómvendi og kökuboði við þessi tímamót þar sem Sigurður rifjaði upp farinn veg í viðburðaríku starfi á sviði geislavarna sem spannar meira en fjóra áratugi. Sagt er frá þessu á vef stjórnarráðsins. Nýr forstjóri stofnunarinnar er Elísabet Dolinda Ólafsdóttir. Fram kemur að fyrsta íslenska löggjöfin um geislavarnir; lög um öryggisráðstafanir gegn jónandi geislun frá geislavirkum efnum eða geislatækjum, hafi samþykkt á Alþingi árið 1962. Í kjölfarið hafi dómsmálaráðherra skipað nefnd að tillögu landlæknis um framkvæmd laganna. „Geislavarnastarfið var framan af nátengt röntgendeild Landspítala, enda umsvifin mest þar á þessu sviði við röntgenrannsóknir og geislalækningar. Með lögum nr. 50/1982 var Hollustuvernd ríkisins falið að annast geislavarnir og gilti það fyrirkomulag til ársins 1986 þegar Geislavarnir ríkisins voru settar á fót sem sjálfstæð lögbundin stofnun, undir yfirstjórn heilbrigðismálaráðherra, með lögum nr. 117/1985. Sigurður M. Magnússon var skipaður af Ragnhildi Helgadóttur heilbrigðisráðherra til að veita Geislavörnum ríkisins forstöðu með skipunarbréfi sem tók gildi 1. janúar 1986. Hann hefur því leitt stofnunina og starfsemi hennar frá upphafi í samræmi við þau einföldu en skýru skilaboð sem fram komu í skipunarbréfi hans, um að halda stjórnskipunarlög ríkisins og vinna störf sín af árvekni og trúmennsku. Sigurður og Willum Þór í morgun.Stjr Trúnaðarstörf á alþjóðavettvangi Undir stjórn Sigurðar hefur stofnunin verið í fararbroddi í rekstri ríkisstofnana og notið virðingar á alþjóðavettvangi. Sigurður hefur alla tíð lagt ríka áherslu á alþjóðlegt samstarf sem hefur átt þátt í því að skapa stofnuninni sterkan starfsgrundvöll. Í embættistíð sinni hefur Sigurður m.a. gegn stöðu formanns stjórnar Samtaka evrópskra geislavarnastofnana (HERCA) í 6 ár, hann var í nokkur ár forseti Norræna geislavarnafélagsins (NSFS) og í mörg ár stjórnarformaður Norrænna kjarnaöryggisrannsókna (NKS). Árið 2015 hlaut Sigurður Bo Lindell verðlaun NSFS fyrir mikilvægt framlag til geislavarna á norrænum og alþjóðlegum vettvangi um langan tíma. Þá hefur hann verið formaður geislavarnanefndar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA), virkur stjórnarmaður í Alþjóðageislavarnasamtökunum (IRPA) auk þess að hafa sinnt margvíslegum trúnaðarstörfum, m.a. fyrir Alþjóðageislavarnaráðið (ICRP), Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og Kjarnorkumálastofnun OECD (NEA),“ segir á vef stjórnarráðsins. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tímamót Heilbrigðismál Tengdar fréttir Í forstjórastól eftir að hafa setið í öllum mögulegum stólum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað Elísabetu Dolindu Ólafsdóttur forstjóra Geislavarna ríkisins frá 1. desember næstkomandi. Frá árinu 2016 hefur hún gegnt starfi aðstoðarforstjóra stofnunarinnar samhliða hlutverkum gæðastjóra og starfsmannastjóra. 18. október 2023 16:22 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Sjá meira
Sagt er frá þessu á vef stjórnarráðsins. Nýr forstjóri stofnunarinnar er Elísabet Dolinda Ólafsdóttir. Fram kemur að fyrsta íslenska löggjöfin um geislavarnir; lög um öryggisráðstafanir gegn jónandi geislun frá geislavirkum efnum eða geislatækjum, hafi samþykkt á Alþingi árið 1962. Í kjölfarið hafi dómsmálaráðherra skipað nefnd að tillögu landlæknis um framkvæmd laganna. „Geislavarnastarfið var framan af nátengt röntgendeild Landspítala, enda umsvifin mest þar á þessu sviði við röntgenrannsóknir og geislalækningar. Með lögum nr. 50/1982 var Hollustuvernd ríkisins falið að annast geislavarnir og gilti það fyrirkomulag til ársins 1986 þegar Geislavarnir ríkisins voru settar á fót sem sjálfstæð lögbundin stofnun, undir yfirstjórn heilbrigðismálaráðherra, með lögum nr. 117/1985. Sigurður M. Magnússon var skipaður af Ragnhildi Helgadóttur heilbrigðisráðherra til að veita Geislavörnum ríkisins forstöðu með skipunarbréfi sem tók gildi 1. janúar 1986. Hann hefur því leitt stofnunina og starfsemi hennar frá upphafi í samræmi við þau einföldu en skýru skilaboð sem fram komu í skipunarbréfi hans, um að halda stjórnskipunarlög ríkisins og vinna störf sín af árvekni og trúmennsku. Sigurður og Willum Þór í morgun.Stjr Trúnaðarstörf á alþjóðavettvangi Undir stjórn Sigurðar hefur stofnunin verið í fararbroddi í rekstri ríkisstofnana og notið virðingar á alþjóðavettvangi. Sigurður hefur alla tíð lagt ríka áherslu á alþjóðlegt samstarf sem hefur átt þátt í því að skapa stofnuninni sterkan starfsgrundvöll. Í embættistíð sinni hefur Sigurður m.a. gegn stöðu formanns stjórnar Samtaka evrópskra geislavarnastofnana (HERCA) í 6 ár, hann var í nokkur ár forseti Norræna geislavarnafélagsins (NSFS) og í mörg ár stjórnarformaður Norrænna kjarnaöryggisrannsókna (NKS). Árið 2015 hlaut Sigurður Bo Lindell verðlaun NSFS fyrir mikilvægt framlag til geislavarna á norrænum og alþjóðlegum vettvangi um langan tíma. Þá hefur hann verið formaður geislavarnanefndar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA), virkur stjórnarmaður í Alþjóðageislavarnasamtökunum (IRPA) auk þess að hafa sinnt margvíslegum trúnaðarstörfum, m.a. fyrir Alþjóðageislavarnaráðið (ICRP), Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og Kjarnorkumálastofnun OECD (NEA),“ segir á vef stjórnarráðsins.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tímamót Heilbrigðismál Tengdar fréttir Í forstjórastól eftir að hafa setið í öllum mögulegum stólum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað Elísabetu Dolindu Ólafsdóttur forstjóra Geislavarna ríkisins frá 1. desember næstkomandi. Frá árinu 2016 hefur hún gegnt starfi aðstoðarforstjóra stofnunarinnar samhliða hlutverkum gæðastjóra og starfsmannastjóra. 18. október 2023 16:22 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Sjá meira
Í forstjórastól eftir að hafa setið í öllum mögulegum stólum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað Elísabetu Dolindu Ólafsdóttur forstjóra Geislavarna ríkisins frá 1. desember næstkomandi. Frá árinu 2016 hefur hún gegnt starfi aðstoðarforstjóra stofnunarinnar samhliða hlutverkum gæðastjóra og starfsmannastjóra. 18. október 2023 16:22