Robbie Keane rauk úr viðtali eftir leikinn gegn Breiðablik Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. nóvember 2023 17:17 Robbie Keane, þjálfari Maccabi Tel Aviv, á hliðarlínunni í leik dagsins. vísir / anton brink Maccabi Tel Aviv sótti 2-1 sigur gegn Breiðablik í 5. umferð riðlakeppni Sambands-deildarinnar. Írska knattspyrnugoðsögnin Robbie Keane þjálfar liðið og gaf sig til tals við undirritaðan strax að leik loknum en rauk út þegar talið barst að ísraelska fánanum sem leikmaður liðsins flaggaði við fögnuð opnunarmarksins. Þrátt fyrir tap hafði Breiðablik yfirhöndina lengst af í leiknum en mörkin stóðu á sér, klaufaleg mistök í öftustu línu leiddu svo til tveggja marka frá gestunum sem dugði þeim til sigurs. „Sannfærandi sigur. Maður þarf að vinna leikinn, frammistaðan var fín á köflum. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur, gott lið með mikla breidd og þeir veita öllum samkeppni. Það hefur líka margt gengið á þannig að ég gef leikmönnum hrós fyrir. Mér fannst við sannarlega eiga sigurinn skilið.“ Eins og Robbie sagði gekk margt á í aðdraganda leiks og á meðan honum stóð. UEFA tók á þriðjudag þá ákvörðun að leikurinn yrði spilaður kl. 13:00 á Kópavogsvelli í stað 20:00 á Laugardalsvelli eins og upphaflega stóð til. „Það líkar engum við að spila á gervigrasi, sem leikmaður viltu auðvitað vera á grasi en ákvörðunin var tekin, við kvörtum ekki og ég sagði leikmönnum bara að halda áfram að spila sinn leik og sækja úrslit. Ég er mjög ánægður með liðið og viðhorfið, þetta hafði engin áhrif á okkur.“ Fjöldi fólks kom svo saman til mótmæla fyrir utan Kópavogsvöll, palestínskum fánum var flaggað og stuðningssöngva fyrir frjálsa Palestínu mátti heyra allan leikinn. Þegar Maccabi Tel Aviv skoraði fyrsta mark leiksins ákvað Dan Biton, með aðstoð þjálfarateymisins, að flagga ísraelska fánanum að mótmælendum og stuðningsmönnum Breiðabliks. Biton fékk svo að líta gult spjald eftir atvikið. Klippa: Robbie Keane eftir Blikaleikinn Breiðablik hefur haft það í hávegum að halda pólitíkinni utan vallarins og tóku enga afstöðu í málinu fyrir leik eða á meðan honum stóð. Blaðamaður spurði því Robbie Keane hvers vegna leikmaður og þjálfari liðsins hafi ákveðið að færa pólitíkina inn á völlinn. „Þú getur talað við leikmanninn. Þetta var leikmaðurinn“ greip Keane þá inn í áður en blaðamaður gat klárað spurninguna. Fagnið umrædda.Vísir/Anton Brink Blaðamaður benti þá á að sem þjálfari liðsins væri hann í forsvari fyrir það sem gerist á meðan leik stendur og að það hafi verið meðlimur í þjálfarateymi hans sem rétti Biton fánann. „Þú verður bara að tala við leikmanninn og félagið um þetta mál. Ég get hinsvegar sagt að það eru allskyns hlutir utan vallar, en sem atvinnumenn er einbeitingin okkar á leiknum. Takk“ sagði Robbie og rauk burt áður en blaðamaður kom fleiri spurningum að. Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Sambandsdeild Evrópu Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Breiðablik Tengdar fréttir Markaskorarinn ögraði með ísraelska fánanum Dan Biton, leikmaður Maccabi Tel Aviv, fagnaði marki sínu gegn Breiðabliki í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli með ísraelska fánann. 30. nóvember 2023 14:27 Hiti milli stuðningsmanna Ísraels og Palestínu á Kópavogsvelli Stuðningsmenn Palestínu annars vegar og Ísraelsríkis hins vegar eru samankomnir við Kópavogsvöll vegna leiks Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu. 30. nóvember 2023 13:25 Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Þrátt fyrir tap hafði Breiðablik yfirhöndina lengst af í leiknum en mörkin stóðu á sér, klaufaleg mistök í öftustu línu leiddu svo til tveggja marka frá gestunum sem dugði þeim til sigurs. „Sannfærandi sigur. Maður þarf að vinna leikinn, frammistaðan var fín á köflum. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur, gott lið með mikla breidd og þeir veita öllum samkeppni. Það hefur líka margt gengið á þannig að ég gef leikmönnum hrós fyrir. Mér fannst við sannarlega eiga sigurinn skilið.“ Eins og Robbie sagði gekk margt á í aðdraganda leiks og á meðan honum stóð. UEFA tók á þriðjudag þá ákvörðun að leikurinn yrði spilaður kl. 13:00 á Kópavogsvelli í stað 20:00 á Laugardalsvelli eins og upphaflega stóð til. „Það líkar engum við að spila á gervigrasi, sem leikmaður viltu auðvitað vera á grasi en ákvörðunin var tekin, við kvörtum ekki og ég sagði leikmönnum bara að halda áfram að spila sinn leik og sækja úrslit. Ég er mjög ánægður með liðið og viðhorfið, þetta hafði engin áhrif á okkur.“ Fjöldi fólks kom svo saman til mótmæla fyrir utan Kópavogsvöll, palestínskum fánum var flaggað og stuðningssöngva fyrir frjálsa Palestínu mátti heyra allan leikinn. Þegar Maccabi Tel Aviv skoraði fyrsta mark leiksins ákvað Dan Biton, með aðstoð þjálfarateymisins, að flagga ísraelska fánanum að mótmælendum og stuðningsmönnum Breiðabliks. Biton fékk svo að líta gult spjald eftir atvikið. Klippa: Robbie Keane eftir Blikaleikinn Breiðablik hefur haft það í hávegum að halda pólitíkinni utan vallarins og tóku enga afstöðu í málinu fyrir leik eða á meðan honum stóð. Blaðamaður spurði því Robbie Keane hvers vegna leikmaður og þjálfari liðsins hafi ákveðið að færa pólitíkina inn á völlinn. „Þú getur talað við leikmanninn. Þetta var leikmaðurinn“ greip Keane þá inn í áður en blaðamaður gat klárað spurninguna. Fagnið umrædda.Vísir/Anton Brink Blaðamaður benti þá á að sem þjálfari liðsins væri hann í forsvari fyrir það sem gerist á meðan leik stendur og að það hafi verið meðlimur í þjálfarateymi hans sem rétti Biton fánann. „Þú verður bara að tala við leikmanninn og félagið um þetta mál. Ég get hinsvegar sagt að það eru allskyns hlutir utan vallar, en sem atvinnumenn er einbeitingin okkar á leiknum. Takk“ sagði Robbie og rauk burt áður en blaðamaður kom fleiri spurningum að. Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan.
Sambandsdeild Evrópu Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Breiðablik Tengdar fréttir Markaskorarinn ögraði með ísraelska fánanum Dan Biton, leikmaður Maccabi Tel Aviv, fagnaði marki sínu gegn Breiðabliki í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli með ísraelska fánann. 30. nóvember 2023 14:27 Hiti milli stuðningsmanna Ísraels og Palestínu á Kópavogsvelli Stuðningsmenn Palestínu annars vegar og Ísraelsríkis hins vegar eru samankomnir við Kópavogsvöll vegna leiks Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu. 30. nóvember 2023 13:25 Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Markaskorarinn ögraði með ísraelska fánanum Dan Biton, leikmaður Maccabi Tel Aviv, fagnaði marki sínu gegn Breiðabliki í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli með ísraelska fánann. 30. nóvember 2023 14:27
Hiti milli stuðningsmanna Ísraels og Palestínu á Kópavogsvelli Stuðningsmenn Palestínu annars vegar og Ísraelsríkis hins vegar eru samankomnir við Kópavogsvöll vegna leiks Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu. 30. nóvember 2023 13:25
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti