Að draga lærdóm af PISA Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 7. desember 2023 13:00 Fólk er alls staðar fólk, við erum öll eins þótt menning, uppeldi og fleiri félagslegir þættir móti okkur hvert og eitt. Það er enginn eðlismunur á fólki eftir því hvar það fæðist. Þetta segi ég vegna niðurstaðna PISA könnunarinnar sem verða reglulega að þrætuepli í samfélaginu. Einhverjum finnst við eiga að taka upp skólakerfi Finna, aðrir láta eins og leti yngri kynslóða sé um að kenna og enn önnur láta eins og könnunin sé þvættingur. Hvert í sínu horni reynum við að útskýra lakari árangur íslenskra skólabarna í samanburði við nágrannaþjóðir okkar. Ekki úrtak heldur öll Könnunin er gerð á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, og mælir lesskilning 15 ára nemenda og læsi þeirra á stærðfræði og náttúruvísindi. Í grófum dráttum er hugmyndin að mála upp mynd af stöðu skólakerfisins eins og hún er í hverju landi fyrir sig með tilliti til þessara þátta. Hér á landi fara öll börn í gegnum könnunina. Víðast hvar annars staðar er könnunin ekki framkvæmd með þeim hætti, enda myndu niðurstöðurnar skipta milljónum og mögulega varpa öðru og raunsærra ljósi á stöðuna í þeim löndum. Niðurstöður könnunarinnar eru hins vegar ekki birtar skólastjórnendum hvers skóla fyrir sig, þær eru unnar hjá Menntamálastofnun og nýtast þar af leiðandi ekki sem verkfæri til framfara innan einstakra skóla. Greina þarf niðurstöðurnar nánar Okkur skortir amboð til að greina niðurstöðurnar niður á hvern skóla fyrir sig. Með þeim hætti gætum við séð hvað er virka og hvað ekki. Staðreyndin er nefnilega sú að skólar er ólíkir og innan þeirra mikil fjölbreytni. Ekki er þó þar með sagt að öll sagan sé sögð, þvert á móti. Kennara skortir matstæki til að bera saman við önnur meðaltöl og hafa sömuleiðis mikið frelsi til að meta hæfniviðmiði út frá aðalnámskrá. Námsefni er þess vegna ekki samrýmt á milli skóla. Á íslensku verður að finna svar Ljóst er að þau viðfangsefni sem íslenskir grunnskólar standa frammi fyrir eru marglaga og flókin viðureignar. Ekki síst þess vegna gætu upplýsingar, af þessu tagi sem glöggva stöðu mála nýst skólunum til að átta sig betur á stöðunni innan dyra, og það tel ég þá vilja. Hér má til dæmis víkja að stöðu íslenskunnar sem er forsenda læsis og þar af leiðandi undirstaða mæliþáttanna. Þar er ekki eingöngu hægt að benda á skólana, stuðningur við barnabókaútgáfu, textun og talsetning á efni sem er ætlað börnum og almenn hvatning til lestrar á íslensku með og fyrir börn myndi breyta miklu. Hvernig sem stendur á lakari árangri íslenskra skólabarna á þessum mælikvarða er því ekki um að kenna að Íslendingar séu upp til hópa lakari námsmenn meðal frændþjóða okkar. Við þurfum við að staldra við og skoða kerfin okkar af kostgæfni til að átta okkur á ástæðum þess að okkur gengur síður en við sjálf vildum. Sömuleiðis þurfum við að komast að rót þess að ólæsi sé að breiðast út á meðal ungmenna. Engin kynslóð á það skilið að sitja eftir með þeim hætti. Lausnin er örugglega margþætt og flókin og á rætur víða í samfélaginu og þróun þess. Könnunin birtir okkur nokkur teikn um félagslega gliðnun í samfélaginu og aukna stéttaskiptingu. Hér er brýnt að vera á varðbergi því ekkert samfélag nýtur góðs af slíkri þróun. Það er lykilatriði að styðja sérstaklega við börn af erlendu bergi brotin varðandi lestur og skilning á íslensku og einnig að hlú að þeim börnum sem af félagslegum ástæðum dragast aftur úr í námi. Þá er einnig brýnt að kanna umhverfið inni í skólastofunni, fjölda barna í bekkjum, og aðstæður til einbeitingar. Það skiptir máli að börnum líði vel Það er mikilvægt bæði í skólanum og heimafyrir að lesa saman og eiga stund þar sem nemendur hlusta, setja sig í spor annarra, velta fyrir sér orðum og læra ný. Það er eitt og annað sem slíkar stundir leiða til og gerast ekki með lestri í einrúmi en skipta miklu máli og auka til muna lesskilning og fjölga samverustundum. Færni einstaklingsins þarf að miða að því sem gagnast í nútímasamfélagi eins og gagnrýnni hugsun, sköpun, samvinnu, tjáningu, sjálfstæði og svo margt annað sem þjálfar m.a. lykilhæfni og læsi. Ekkert eitt svar er til við þeirri niðurstöðu sem við blasir en brýnt að fara vel í saumana á umhverfi barna og ungmenna með það að markmiði að bæta námsumhverfi þeirra og skilyrði til framtíðar. Hér má að lokum benda á eina niðurstöðu PISA könnunarinnar sem er Íslandi til sóma. Hérlendis líður börnum almennt vel í skólanum. Og þegar upp er staðið skiptir það kannski mestu máli fyrir framtíðina. Höfundur er þingmaður VG og formaður velferðarnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri græn PISA-könnun Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Fólk er alls staðar fólk, við erum öll eins þótt menning, uppeldi og fleiri félagslegir þættir móti okkur hvert og eitt. Það er enginn eðlismunur á fólki eftir því hvar það fæðist. Þetta segi ég vegna niðurstaðna PISA könnunarinnar sem verða reglulega að þrætuepli í samfélaginu. Einhverjum finnst við eiga að taka upp skólakerfi Finna, aðrir láta eins og leti yngri kynslóða sé um að kenna og enn önnur láta eins og könnunin sé þvættingur. Hvert í sínu horni reynum við að útskýra lakari árangur íslenskra skólabarna í samanburði við nágrannaþjóðir okkar. Ekki úrtak heldur öll Könnunin er gerð á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, og mælir lesskilning 15 ára nemenda og læsi þeirra á stærðfræði og náttúruvísindi. Í grófum dráttum er hugmyndin að mála upp mynd af stöðu skólakerfisins eins og hún er í hverju landi fyrir sig með tilliti til þessara þátta. Hér á landi fara öll börn í gegnum könnunina. Víðast hvar annars staðar er könnunin ekki framkvæmd með þeim hætti, enda myndu niðurstöðurnar skipta milljónum og mögulega varpa öðru og raunsærra ljósi á stöðuna í þeim löndum. Niðurstöður könnunarinnar eru hins vegar ekki birtar skólastjórnendum hvers skóla fyrir sig, þær eru unnar hjá Menntamálastofnun og nýtast þar af leiðandi ekki sem verkfæri til framfara innan einstakra skóla. Greina þarf niðurstöðurnar nánar Okkur skortir amboð til að greina niðurstöðurnar niður á hvern skóla fyrir sig. Með þeim hætti gætum við séð hvað er virka og hvað ekki. Staðreyndin er nefnilega sú að skólar er ólíkir og innan þeirra mikil fjölbreytni. Ekki er þó þar með sagt að öll sagan sé sögð, þvert á móti. Kennara skortir matstæki til að bera saman við önnur meðaltöl og hafa sömuleiðis mikið frelsi til að meta hæfniviðmiði út frá aðalnámskrá. Námsefni er þess vegna ekki samrýmt á milli skóla. Á íslensku verður að finna svar Ljóst er að þau viðfangsefni sem íslenskir grunnskólar standa frammi fyrir eru marglaga og flókin viðureignar. Ekki síst þess vegna gætu upplýsingar, af þessu tagi sem glöggva stöðu mála nýst skólunum til að átta sig betur á stöðunni innan dyra, og það tel ég þá vilja. Hér má til dæmis víkja að stöðu íslenskunnar sem er forsenda læsis og þar af leiðandi undirstaða mæliþáttanna. Þar er ekki eingöngu hægt að benda á skólana, stuðningur við barnabókaútgáfu, textun og talsetning á efni sem er ætlað börnum og almenn hvatning til lestrar á íslensku með og fyrir börn myndi breyta miklu. Hvernig sem stendur á lakari árangri íslenskra skólabarna á þessum mælikvarða er því ekki um að kenna að Íslendingar séu upp til hópa lakari námsmenn meðal frændþjóða okkar. Við þurfum við að staldra við og skoða kerfin okkar af kostgæfni til að átta okkur á ástæðum þess að okkur gengur síður en við sjálf vildum. Sömuleiðis þurfum við að komast að rót þess að ólæsi sé að breiðast út á meðal ungmenna. Engin kynslóð á það skilið að sitja eftir með þeim hætti. Lausnin er örugglega margþætt og flókin og á rætur víða í samfélaginu og þróun þess. Könnunin birtir okkur nokkur teikn um félagslega gliðnun í samfélaginu og aukna stéttaskiptingu. Hér er brýnt að vera á varðbergi því ekkert samfélag nýtur góðs af slíkri þróun. Það er lykilatriði að styðja sérstaklega við börn af erlendu bergi brotin varðandi lestur og skilning á íslensku og einnig að hlú að þeim börnum sem af félagslegum ástæðum dragast aftur úr í námi. Þá er einnig brýnt að kanna umhverfið inni í skólastofunni, fjölda barna í bekkjum, og aðstæður til einbeitingar. Það skiptir máli að börnum líði vel Það er mikilvægt bæði í skólanum og heimafyrir að lesa saman og eiga stund þar sem nemendur hlusta, setja sig í spor annarra, velta fyrir sér orðum og læra ný. Það er eitt og annað sem slíkar stundir leiða til og gerast ekki með lestri í einrúmi en skipta miklu máli og auka til muna lesskilning og fjölga samverustundum. Færni einstaklingsins þarf að miða að því sem gagnast í nútímasamfélagi eins og gagnrýnni hugsun, sköpun, samvinnu, tjáningu, sjálfstæði og svo margt annað sem þjálfar m.a. lykilhæfni og læsi. Ekkert eitt svar er til við þeirri niðurstöðu sem við blasir en brýnt að fara vel í saumana á umhverfi barna og ungmenna með það að markmiði að bæta námsumhverfi þeirra og skilyrði til framtíðar. Hér má að lokum benda á eina niðurstöðu PISA könnunarinnar sem er Íslandi til sóma. Hérlendis líður börnum almennt vel í skólanum. Og þegar upp er staðið skiptir það kannski mestu máli fyrir framtíðina. Höfundur er þingmaður VG og formaður velferðarnefndar.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun