Að draga lærdóm af PISA Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 7. desember 2023 13:00 Fólk er alls staðar fólk, við erum öll eins þótt menning, uppeldi og fleiri félagslegir þættir móti okkur hvert og eitt. Það er enginn eðlismunur á fólki eftir því hvar það fæðist. Þetta segi ég vegna niðurstaðna PISA könnunarinnar sem verða reglulega að þrætuepli í samfélaginu. Einhverjum finnst við eiga að taka upp skólakerfi Finna, aðrir láta eins og leti yngri kynslóða sé um að kenna og enn önnur láta eins og könnunin sé þvættingur. Hvert í sínu horni reynum við að útskýra lakari árangur íslenskra skólabarna í samanburði við nágrannaþjóðir okkar. Ekki úrtak heldur öll Könnunin er gerð á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, og mælir lesskilning 15 ára nemenda og læsi þeirra á stærðfræði og náttúruvísindi. Í grófum dráttum er hugmyndin að mála upp mynd af stöðu skólakerfisins eins og hún er í hverju landi fyrir sig með tilliti til þessara þátta. Hér á landi fara öll börn í gegnum könnunina. Víðast hvar annars staðar er könnunin ekki framkvæmd með þeim hætti, enda myndu niðurstöðurnar skipta milljónum og mögulega varpa öðru og raunsærra ljósi á stöðuna í þeim löndum. Niðurstöður könnunarinnar eru hins vegar ekki birtar skólastjórnendum hvers skóla fyrir sig, þær eru unnar hjá Menntamálastofnun og nýtast þar af leiðandi ekki sem verkfæri til framfara innan einstakra skóla. Greina þarf niðurstöðurnar nánar Okkur skortir amboð til að greina niðurstöðurnar niður á hvern skóla fyrir sig. Með þeim hætti gætum við séð hvað er virka og hvað ekki. Staðreyndin er nefnilega sú að skólar er ólíkir og innan þeirra mikil fjölbreytni. Ekki er þó þar með sagt að öll sagan sé sögð, þvert á móti. Kennara skortir matstæki til að bera saman við önnur meðaltöl og hafa sömuleiðis mikið frelsi til að meta hæfniviðmiði út frá aðalnámskrá. Námsefni er þess vegna ekki samrýmt á milli skóla. Á íslensku verður að finna svar Ljóst er að þau viðfangsefni sem íslenskir grunnskólar standa frammi fyrir eru marglaga og flókin viðureignar. Ekki síst þess vegna gætu upplýsingar, af þessu tagi sem glöggva stöðu mála nýst skólunum til að átta sig betur á stöðunni innan dyra, og það tel ég þá vilja. Hér má til dæmis víkja að stöðu íslenskunnar sem er forsenda læsis og þar af leiðandi undirstaða mæliþáttanna. Þar er ekki eingöngu hægt að benda á skólana, stuðningur við barnabókaútgáfu, textun og talsetning á efni sem er ætlað börnum og almenn hvatning til lestrar á íslensku með og fyrir börn myndi breyta miklu. Hvernig sem stendur á lakari árangri íslenskra skólabarna á þessum mælikvarða er því ekki um að kenna að Íslendingar séu upp til hópa lakari námsmenn meðal frændþjóða okkar. Við þurfum við að staldra við og skoða kerfin okkar af kostgæfni til að átta okkur á ástæðum þess að okkur gengur síður en við sjálf vildum. Sömuleiðis þurfum við að komast að rót þess að ólæsi sé að breiðast út á meðal ungmenna. Engin kynslóð á það skilið að sitja eftir með þeim hætti. Lausnin er örugglega margþætt og flókin og á rætur víða í samfélaginu og þróun þess. Könnunin birtir okkur nokkur teikn um félagslega gliðnun í samfélaginu og aukna stéttaskiptingu. Hér er brýnt að vera á varðbergi því ekkert samfélag nýtur góðs af slíkri þróun. Það er lykilatriði að styðja sérstaklega við börn af erlendu bergi brotin varðandi lestur og skilning á íslensku og einnig að hlú að þeim börnum sem af félagslegum ástæðum dragast aftur úr í námi. Þá er einnig brýnt að kanna umhverfið inni í skólastofunni, fjölda barna í bekkjum, og aðstæður til einbeitingar. Það skiptir máli að börnum líði vel Það er mikilvægt bæði í skólanum og heimafyrir að lesa saman og eiga stund þar sem nemendur hlusta, setja sig í spor annarra, velta fyrir sér orðum og læra ný. Það er eitt og annað sem slíkar stundir leiða til og gerast ekki með lestri í einrúmi en skipta miklu máli og auka til muna lesskilning og fjölga samverustundum. Færni einstaklingsins þarf að miða að því sem gagnast í nútímasamfélagi eins og gagnrýnni hugsun, sköpun, samvinnu, tjáningu, sjálfstæði og svo margt annað sem þjálfar m.a. lykilhæfni og læsi. Ekkert eitt svar er til við þeirri niðurstöðu sem við blasir en brýnt að fara vel í saumana á umhverfi barna og ungmenna með það að markmiði að bæta námsumhverfi þeirra og skilyrði til framtíðar. Hér má að lokum benda á eina niðurstöðu PISA könnunarinnar sem er Íslandi til sóma. Hérlendis líður börnum almennt vel í skólanum. Og þegar upp er staðið skiptir það kannski mestu máli fyrir framtíðina. Höfundur er þingmaður VG og formaður velferðarnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri græn PISA-könnun Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fólk er alls staðar fólk, við erum öll eins þótt menning, uppeldi og fleiri félagslegir þættir móti okkur hvert og eitt. Það er enginn eðlismunur á fólki eftir því hvar það fæðist. Þetta segi ég vegna niðurstaðna PISA könnunarinnar sem verða reglulega að þrætuepli í samfélaginu. Einhverjum finnst við eiga að taka upp skólakerfi Finna, aðrir láta eins og leti yngri kynslóða sé um að kenna og enn önnur láta eins og könnunin sé þvættingur. Hvert í sínu horni reynum við að útskýra lakari árangur íslenskra skólabarna í samanburði við nágrannaþjóðir okkar. Ekki úrtak heldur öll Könnunin er gerð á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, og mælir lesskilning 15 ára nemenda og læsi þeirra á stærðfræði og náttúruvísindi. Í grófum dráttum er hugmyndin að mála upp mynd af stöðu skólakerfisins eins og hún er í hverju landi fyrir sig með tilliti til þessara þátta. Hér á landi fara öll börn í gegnum könnunina. Víðast hvar annars staðar er könnunin ekki framkvæmd með þeim hætti, enda myndu niðurstöðurnar skipta milljónum og mögulega varpa öðru og raunsærra ljósi á stöðuna í þeim löndum. Niðurstöður könnunarinnar eru hins vegar ekki birtar skólastjórnendum hvers skóla fyrir sig, þær eru unnar hjá Menntamálastofnun og nýtast þar af leiðandi ekki sem verkfæri til framfara innan einstakra skóla. Greina þarf niðurstöðurnar nánar Okkur skortir amboð til að greina niðurstöðurnar niður á hvern skóla fyrir sig. Með þeim hætti gætum við séð hvað er virka og hvað ekki. Staðreyndin er nefnilega sú að skólar er ólíkir og innan þeirra mikil fjölbreytni. Ekki er þó þar með sagt að öll sagan sé sögð, þvert á móti. Kennara skortir matstæki til að bera saman við önnur meðaltöl og hafa sömuleiðis mikið frelsi til að meta hæfniviðmiði út frá aðalnámskrá. Námsefni er þess vegna ekki samrýmt á milli skóla. Á íslensku verður að finna svar Ljóst er að þau viðfangsefni sem íslenskir grunnskólar standa frammi fyrir eru marglaga og flókin viðureignar. Ekki síst þess vegna gætu upplýsingar, af þessu tagi sem glöggva stöðu mála nýst skólunum til að átta sig betur á stöðunni innan dyra, og það tel ég þá vilja. Hér má til dæmis víkja að stöðu íslenskunnar sem er forsenda læsis og þar af leiðandi undirstaða mæliþáttanna. Þar er ekki eingöngu hægt að benda á skólana, stuðningur við barnabókaútgáfu, textun og talsetning á efni sem er ætlað börnum og almenn hvatning til lestrar á íslensku með og fyrir börn myndi breyta miklu. Hvernig sem stendur á lakari árangri íslenskra skólabarna á þessum mælikvarða er því ekki um að kenna að Íslendingar séu upp til hópa lakari námsmenn meðal frændþjóða okkar. Við þurfum við að staldra við og skoða kerfin okkar af kostgæfni til að átta okkur á ástæðum þess að okkur gengur síður en við sjálf vildum. Sömuleiðis þurfum við að komast að rót þess að ólæsi sé að breiðast út á meðal ungmenna. Engin kynslóð á það skilið að sitja eftir með þeim hætti. Lausnin er örugglega margþætt og flókin og á rætur víða í samfélaginu og þróun þess. Könnunin birtir okkur nokkur teikn um félagslega gliðnun í samfélaginu og aukna stéttaskiptingu. Hér er brýnt að vera á varðbergi því ekkert samfélag nýtur góðs af slíkri þróun. Það er lykilatriði að styðja sérstaklega við börn af erlendu bergi brotin varðandi lestur og skilning á íslensku og einnig að hlú að þeim börnum sem af félagslegum ástæðum dragast aftur úr í námi. Þá er einnig brýnt að kanna umhverfið inni í skólastofunni, fjölda barna í bekkjum, og aðstæður til einbeitingar. Það skiptir máli að börnum líði vel Það er mikilvægt bæði í skólanum og heimafyrir að lesa saman og eiga stund þar sem nemendur hlusta, setja sig í spor annarra, velta fyrir sér orðum og læra ný. Það er eitt og annað sem slíkar stundir leiða til og gerast ekki með lestri í einrúmi en skipta miklu máli og auka til muna lesskilning og fjölga samverustundum. Færni einstaklingsins þarf að miða að því sem gagnast í nútímasamfélagi eins og gagnrýnni hugsun, sköpun, samvinnu, tjáningu, sjálfstæði og svo margt annað sem þjálfar m.a. lykilhæfni og læsi. Ekkert eitt svar er til við þeirri niðurstöðu sem við blasir en brýnt að fara vel í saumana á umhverfi barna og ungmenna með það að markmiði að bæta námsumhverfi þeirra og skilyrði til framtíðar. Hér má að lokum benda á eina niðurstöðu PISA könnunarinnar sem er Íslandi til sóma. Hérlendis líður börnum almennt vel í skólanum. Og þegar upp er staðið skiptir það kannski mestu máli fyrir framtíðina. Höfundur er þingmaður VG og formaður velferðarnefndar.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun