Diljá Ýr kom inn í leik kvöldsins með sjálfstraustið í botni eftir að skora sigurmark Íslands í 2-1 sigri á Wales í Þjóðadeild UEFA á dögunum og vera svo í byrjunarliðinu þegar Ísland lagði Danmörku nokkrum dögum síðar.
Landsliðskonan kom Leuven yfir undir lok fyrri hálfleiks og gulltryggði svo sigurinn með öðru marki sínu og þriðja marki Leuven á 87. mínútu. Lokatölur 4-0 þar sem Diljá Ýr skoraði tvö og hin hollenska Nikee Van Dijk gerði hin tvö mörk liðsins.
Leuven er sem fyrr á toppi deildarinnar, nú með 28 stig að loknum 11 leikjum.