Kristrún leggur ekki áherslu á Evrópusambandið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. desember 2023 14:31 Kristrún að hlusta á Sigurjón Erlingsson í ræðustól á fundinum á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Samfylkingarinnar segir það skipta meira máli að komast til valda í málaflokkum, sem er 70 til 80 prósent sátt um frekar en að keyra á málaflokka, sem kljúfa þjóðina eins og að ganga í Evrópusambandið. Eins og fram hefur komið er Samfylkingin á miklu flugi í landsstjórnmálunum enda sýna kannanir að hún sé langstærsti flokkur landsins með um 28% atkvæða yrði kosið nú. Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins er hlynnt inngöngu í Evrópusambandið en setur það alls ekki, sem forgangsmál ef marka má orð hennar á opnum fundi Samfylkingarinnar í Árborg, sem haldin var á Selfossi. „Ég er hlynnt sjálf Evrópusambands inngöngu en mér finnst skipta meira máli að við komumst til valda og framkvæmum í málaflokkum, sem er kannski 70 til 80 prósent sátt um frekar en að keyra á málaflokka, sem kljúfa þjóðina. Og ég veit að það finnst ekki öllum auðvelt að heyra þetta en mér finnst bara mín ábyrgð vera meiri en svo ég velji bara þá málaflokka, sem ég vil eða flokkurinn vill í smáatriðum, þetta er enn þá á stefnuskrá flokksins, þetta er enn þá markmið en ég væri líka að lofa upp í ermina á mér ef ég væri að halda því fram að til dæmis væri fram undan í stjórnarsamstarfi þar sem væri meirihluti fyrir þessu, ég er ekkert endilega viss um að svo sé,“ sagði Kristrún. Kristrún bætti svo við að það væru margir nýir jafnaðarmenn gengnir til liðs við Samfylkinguna en séu efasemdarmenn um Evrópusambandið og hún segist virða þá skoðun. „Og það er ekki þannig að við göngum inn í Evrópusambandið og tökum upp evru og þá lækki bara hér vextir og allt verði þægilegt, það virkar ekki þannig,“ sagði hún á fundinum á Selfossi. „Ég er hlynnt sjálf Evrópusambands inngöngu en mér finnst skipta meira máli að við komumst til valda og framkvæmum í málaflokkum, sem er kannski 70 til 80 prósent sátt um frekar en að keyra á málaflokka, sem kljúfa þjóðina“, sagði Kristrún meðal annars á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Samfylkingin Alþingi Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Eins og fram hefur komið er Samfylkingin á miklu flugi í landsstjórnmálunum enda sýna kannanir að hún sé langstærsti flokkur landsins með um 28% atkvæða yrði kosið nú. Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins er hlynnt inngöngu í Evrópusambandið en setur það alls ekki, sem forgangsmál ef marka má orð hennar á opnum fundi Samfylkingarinnar í Árborg, sem haldin var á Selfossi. „Ég er hlynnt sjálf Evrópusambands inngöngu en mér finnst skipta meira máli að við komumst til valda og framkvæmum í málaflokkum, sem er kannski 70 til 80 prósent sátt um frekar en að keyra á málaflokka, sem kljúfa þjóðina. Og ég veit að það finnst ekki öllum auðvelt að heyra þetta en mér finnst bara mín ábyrgð vera meiri en svo ég velji bara þá málaflokka, sem ég vil eða flokkurinn vill í smáatriðum, þetta er enn þá á stefnuskrá flokksins, þetta er enn þá markmið en ég væri líka að lofa upp í ermina á mér ef ég væri að halda því fram að til dæmis væri fram undan í stjórnarsamstarfi þar sem væri meirihluti fyrir þessu, ég er ekkert endilega viss um að svo sé,“ sagði Kristrún. Kristrún bætti svo við að það væru margir nýir jafnaðarmenn gengnir til liðs við Samfylkinguna en séu efasemdarmenn um Evrópusambandið og hún segist virða þá skoðun. „Og það er ekki þannig að við göngum inn í Evrópusambandið og tökum upp evru og þá lækki bara hér vextir og allt verði þægilegt, það virkar ekki þannig,“ sagði hún á fundinum á Selfossi. „Ég er hlynnt sjálf Evrópusambands inngöngu en mér finnst skipta meira máli að við komumst til valda og framkvæmum í málaflokkum, sem er kannski 70 til 80 prósent sátt um frekar en að keyra á málaflokka, sem kljúfa þjóðina“, sagði Kristrún meðal annars á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Samfylkingin Alþingi Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira