Risaleikur Anthony Davis skilaði Lakers fyrsta bikarmeistaratitlinum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. desember 2023 09:30 Leikmenn Los Angeles Lakers fögnuðu fyrsta deildarbikarmeistaratitli í sögu NBA-deildarinnar í nótt. Ethan Miller/Getty Images Anthony Davis átti sannkallaðan stórleik er Los Angeles Lakers varð fyrsta liðið til að vinna deildarbikarmeistaratitilinn í sögu NBA-deildarinnar. Lakers og Indiana Pacers áttust við í úrslitum deildarbikarsins í Las Vegas í nótt og voru það leikmenn Los Angeles Lakers sem fögnuðu að lokum 14 stiga sigri 123-109. Lakers hafði yfirhöndina frá upphafi leiks og leiddu með fimm stigum að loknum fyrsta leikhluta. Munurinn hélst sá sami út hálfleikinn og Lakers fór með fimm stiga forskot inn í hálfleikinn, staðan 65-60. Liðið jók svo forskot sitt jafnt og þétt í síðari hálfleik og vann að lokum sögulegan 14 stiga sigur, 123-109. Anthony Davis átti eins og áður segir risaleik fyrir Lakers og skoraði 41 stig fyrir liðið. Hann tók einnig 20 fráköst, gaf fimm stoðsendingar og varði fjögur skot. Þeir Tyrese Haliburton og Bennedict Mathurin voru atkvæðamestir í liði Pacers með 20 stig hvor. Season-high in scoring. Season-high in rebounding. ANTHONY. DAVIS. pic.twitter.com/2riI8JmFsy— Los Angeles Lakers (@Lakers) December 10, 2023 LeBron valinn verðmætastur Þá sýndi hinn margreyndi LeBron James að hann er enn í fullu fjöri. Þessi 38 ára gamli leikmaður skilaði 24 stigum, 11 fráköstum og fjórum stoðsendingum í leik næturinnar og var að lokum útnefndur mikilvægasti leikmaður mótsins, eða MVP (e. Most Valuable Player). Hann skilaði að meðaltali 26,2 stigum í leikjunum sjö í keppninni, átta fráköstum og 7,6 stoðsendingum. „Það er alltaf hægt að bæta einhver met, en það að vera fyrstur til að gera eitthvað er eitthvað sem verður aldrei bætt,“ sagði LeBron James eftir leikinn í nótt. „Við erum fyrstu bikarmeistararnir og það verður aldrei toppað. Það er frábært að geta gert þetta með svona sögufrægu liði og enn betra að gera þetta með svona frábærum, fyndnum, ákveðnum og metnaðarfullum samherjum.“ MOST VALUABLE PLAYER 🏆LeBron James is named the first-ever NBA In-Season Tournament MVP! pic.twitter.com/cHcCxaRPLw— NBA on TNT (@NBAonTNT) December 10, 2023 NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Lakers og Indiana Pacers áttust við í úrslitum deildarbikarsins í Las Vegas í nótt og voru það leikmenn Los Angeles Lakers sem fögnuðu að lokum 14 stiga sigri 123-109. Lakers hafði yfirhöndina frá upphafi leiks og leiddu með fimm stigum að loknum fyrsta leikhluta. Munurinn hélst sá sami út hálfleikinn og Lakers fór með fimm stiga forskot inn í hálfleikinn, staðan 65-60. Liðið jók svo forskot sitt jafnt og þétt í síðari hálfleik og vann að lokum sögulegan 14 stiga sigur, 123-109. Anthony Davis átti eins og áður segir risaleik fyrir Lakers og skoraði 41 stig fyrir liðið. Hann tók einnig 20 fráköst, gaf fimm stoðsendingar og varði fjögur skot. Þeir Tyrese Haliburton og Bennedict Mathurin voru atkvæðamestir í liði Pacers með 20 stig hvor. Season-high in scoring. Season-high in rebounding. ANTHONY. DAVIS. pic.twitter.com/2riI8JmFsy— Los Angeles Lakers (@Lakers) December 10, 2023 LeBron valinn verðmætastur Þá sýndi hinn margreyndi LeBron James að hann er enn í fullu fjöri. Þessi 38 ára gamli leikmaður skilaði 24 stigum, 11 fráköstum og fjórum stoðsendingum í leik næturinnar og var að lokum útnefndur mikilvægasti leikmaður mótsins, eða MVP (e. Most Valuable Player). Hann skilaði að meðaltali 26,2 stigum í leikjunum sjö í keppninni, átta fráköstum og 7,6 stoðsendingum. „Það er alltaf hægt að bæta einhver met, en það að vera fyrstur til að gera eitthvað er eitthvað sem verður aldrei bætt,“ sagði LeBron James eftir leikinn í nótt. „Við erum fyrstu bikarmeistararnir og það verður aldrei toppað. Það er frábært að geta gert þetta með svona sögufrægu liði og enn betra að gera þetta með svona frábærum, fyndnum, ákveðnum og metnaðarfullum samherjum.“ MOST VALUABLE PLAYER 🏆LeBron James is named the first-ever NBA In-Season Tournament MVP! pic.twitter.com/cHcCxaRPLw— NBA on TNT (@NBAonTNT) December 10, 2023
NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira