Meirihlutinn ætlar að mismuna börnum í Kópavogi Gunnar Gylfason skrifar 10. desember 2023 14:00 Meirihluti Sjálfstæðis og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Kópavogs áformar að auka álögur á fjölda barnafjölskyldna í bænum með þannig hætti að kostnaður foreldra við þátttöku barna þeirra í íþróttum geti hækkað um tugi prósenta í sumum tilvikum um rúm 40%. Ástæðan er sú að meirihlutinn telur það ekki vera hlutverk bæjarins að borga fyrir frístundavagn fyrir börn í 1.- 4. bekk sem búsetu foreldra sinna vegna þurfa að nota frístundavagninn til að komast á æfingar hjá íþróttafélögum bæjarins að skóla loknum. Frístundavagninn er nauðsyn. Stóru íþróttafélögin þrjú í bænum, Breiðablik, Gerpla og HK hafa síðan 2018 séð um rekstur frístundavagnsins og greitt fyrir hann að stærstum hluta. Það má segja að félögin hafi með þessu hlaupið undir bagga með bænum því bærinn sinnti ekki þessu hlutverki og þörfum barnanna í bænum. Nú er þó svo komið að íþróttafélögin geta ekki staðið undir rekstri þessara almenningssamgangna í bænum og tilkynntu Kópavogsbæ snemmsumars að þau hyggðust hætta rekstri frístundavagnarins og fóru fram á að bærinn tæki við, enda ætti það að vera eðlilegt hlutverk bæjarins. Kópavogsbær ákvað staðsetningu íþróttamannvirkja bæjarins. Frístundaakstur er forsenda þess að nýta megi þessi mannvirki eins vel og kostur er þar sem æfingar hafa geta hafist strax að loknum skóladegi og staðið fram á kvöld. Þá er það ósk foreldra að börnin hafi lokið sínu frístundastarfi þegar vinnudegi foreldra lýkur en með akstrinum má að einhverjum hluta koma til móts við þær kröfur. Samfella í skóla- og frístundastarfi held ég að hafi verið á kosningaloforðalista allra stjórnmálaafla í bænum svo árum eða áratugum skiptir. Þá er það forsenda fyrir því að hægt sé að taka á móti sem flestum börnum sem óska þess að æfa með félögunum að hægt sé að byrja æfingar sem fyrst á daginn. Vinsældir félaganna eru slíkar að nýta þarf alla þá tíma sem gefast í mannvirkjunum til að sem flestir fái æfingar og þjálfun við sitt hæfi eins og kostur er. Meirihlutinn vill láta foreldrana borga. Meirihlutinn í Kópavogi ætlar hins vegar ekki að verða við þessari beiðni íþróttafélaganna og greiða eða sjá um reksturinn heldur fara í vasa foreldra barnanna og áformar þannig að lækka sinn hlut og láta foreldra borga 11.200 krónur á vormisserinu fyrir að börnin þeirra geti nýtt frístundavagninum þegar foreldrarnir eru í vinnunni. Áætlaður heildarkostnaður við frístundaaksturinn á vormisserinu er 20,4 milljónir og áætlar bærinn foreldrar greiði 8,4 milljónir eða rúmlega 40% kostnaðarins. Bæjarsjóður muni hins vegar lækka þá upphæð sem hann greiðir miðað við haustið 2023 um rúma milljón gangi þessar hugmyndir meirihlutans eftir. Félögin þrjú muni svo greiða 3.1 milljónir hvert. Gert upp á milli hverfa. Það að börn geti stundað íþróttir óháð efnahag eða öðrum aðstæðum foreldra er grundvallaratriði. Þá gerir þessi nýji “skattur” sem meirihlutinn vill leggja á greinarmun á íbúum bæjarins eftir bæjarhlutum. Það var jú Kópavogsbær sem ákvað staðsetningu íþróttamannvirkjanna og hann verður þá að sjá til þess að börn komist á æfingar í þeim mannvirkjum óháð búsetu. Foreldrar í þeim hverfum sem eru næst íþróttamannvirkjunum þurfa ekki að greiða þetta gjald en þeir sem búa fjær þurfa að borga. Jöfn staða barna er lykilatriði. Sveitarstjórnir um allt land hafa á undanförnum árum verið að auka stuðning við foreldra og íþróttaiðkun barna þeirra með frístunda- og íþróttastyrkjum og reyna þannig að koma til móts við barnafjölskyldur og draga úr áhrifum efnahagsstöðu foreldra við íþróttaiðkun barna þeirra. Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn í Kópavogi virðast nú hafa snúið af þessari braut og finnst sjálfsagt að foreldrar hlaupi undir bagga með illa reknum bæjarsjóðnum. Við í Samfylkingunni eru algjörlega ósammála þessari nálgun meirihlutans og teljum að frístundaaksturinn ætti að vera allur greiddur af Kópavogsbæ eins og aðrar almenningssamgöngur fyrir börn í bænum og sem hluti af því að búa í barnvænu og íþróttasinnuðu samfélagi þar sem allt er gert til að jafna stöðu barnanna í bænum til íþróttaiðkunar óháð efnahag foreldranna, stöðu eða búsetu. Sjálfstæðis – og Framsóknarmenn eru því miður á annarri skoðun. Höfundur er fulltrúi Samfylkingarinnar í Íþróttaráði Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Sveitarstjórnarmál Íþróttir barna Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Meirihluti Sjálfstæðis og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Kópavogs áformar að auka álögur á fjölda barnafjölskyldna í bænum með þannig hætti að kostnaður foreldra við þátttöku barna þeirra í íþróttum geti hækkað um tugi prósenta í sumum tilvikum um rúm 40%. Ástæðan er sú að meirihlutinn telur það ekki vera hlutverk bæjarins að borga fyrir frístundavagn fyrir börn í 1.- 4. bekk sem búsetu foreldra sinna vegna þurfa að nota frístundavagninn til að komast á æfingar hjá íþróttafélögum bæjarins að skóla loknum. Frístundavagninn er nauðsyn. Stóru íþróttafélögin þrjú í bænum, Breiðablik, Gerpla og HK hafa síðan 2018 séð um rekstur frístundavagnsins og greitt fyrir hann að stærstum hluta. Það má segja að félögin hafi með þessu hlaupið undir bagga með bænum því bærinn sinnti ekki þessu hlutverki og þörfum barnanna í bænum. Nú er þó svo komið að íþróttafélögin geta ekki staðið undir rekstri þessara almenningssamgangna í bænum og tilkynntu Kópavogsbæ snemmsumars að þau hyggðust hætta rekstri frístundavagnarins og fóru fram á að bærinn tæki við, enda ætti það að vera eðlilegt hlutverk bæjarins. Kópavogsbær ákvað staðsetningu íþróttamannvirkja bæjarins. Frístundaakstur er forsenda þess að nýta megi þessi mannvirki eins vel og kostur er þar sem æfingar hafa geta hafist strax að loknum skóladegi og staðið fram á kvöld. Þá er það ósk foreldra að börnin hafi lokið sínu frístundastarfi þegar vinnudegi foreldra lýkur en með akstrinum má að einhverjum hluta koma til móts við þær kröfur. Samfella í skóla- og frístundastarfi held ég að hafi verið á kosningaloforðalista allra stjórnmálaafla í bænum svo árum eða áratugum skiptir. Þá er það forsenda fyrir því að hægt sé að taka á móti sem flestum börnum sem óska þess að æfa með félögunum að hægt sé að byrja æfingar sem fyrst á daginn. Vinsældir félaganna eru slíkar að nýta þarf alla þá tíma sem gefast í mannvirkjunum til að sem flestir fái æfingar og þjálfun við sitt hæfi eins og kostur er. Meirihlutinn vill láta foreldrana borga. Meirihlutinn í Kópavogi ætlar hins vegar ekki að verða við þessari beiðni íþróttafélaganna og greiða eða sjá um reksturinn heldur fara í vasa foreldra barnanna og áformar þannig að lækka sinn hlut og láta foreldra borga 11.200 krónur á vormisserinu fyrir að börnin þeirra geti nýtt frístundavagninum þegar foreldrarnir eru í vinnunni. Áætlaður heildarkostnaður við frístundaaksturinn á vormisserinu er 20,4 milljónir og áætlar bærinn foreldrar greiði 8,4 milljónir eða rúmlega 40% kostnaðarins. Bæjarsjóður muni hins vegar lækka þá upphæð sem hann greiðir miðað við haustið 2023 um rúma milljón gangi þessar hugmyndir meirihlutans eftir. Félögin þrjú muni svo greiða 3.1 milljónir hvert. Gert upp á milli hverfa. Það að börn geti stundað íþróttir óháð efnahag eða öðrum aðstæðum foreldra er grundvallaratriði. Þá gerir þessi nýji “skattur” sem meirihlutinn vill leggja á greinarmun á íbúum bæjarins eftir bæjarhlutum. Það var jú Kópavogsbær sem ákvað staðsetningu íþróttamannvirkjanna og hann verður þá að sjá til þess að börn komist á æfingar í þeim mannvirkjum óháð búsetu. Foreldrar í þeim hverfum sem eru næst íþróttamannvirkjunum þurfa ekki að greiða þetta gjald en þeir sem búa fjær þurfa að borga. Jöfn staða barna er lykilatriði. Sveitarstjórnir um allt land hafa á undanförnum árum verið að auka stuðning við foreldra og íþróttaiðkun barna þeirra með frístunda- og íþróttastyrkjum og reyna þannig að koma til móts við barnafjölskyldur og draga úr áhrifum efnahagsstöðu foreldra við íþróttaiðkun barna þeirra. Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn í Kópavogi virðast nú hafa snúið af þessari braut og finnst sjálfsagt að foreldrar hlaupi undir bagga með illa reknum bæjarsjóðnum. Við í Samfylkingunni eru algjörlega ósammála þessari nálgun meirihlutans og teljum að frístundaaksturinn ætti að vera allur greiddur af Kópavogsbæ eins og aðrar almenningssamgöngur fyrir börn í bænum og sem hluti af því að búa í barnvænu og íþróttasinnuðu samfélagi þar sem allt er gert til að jafna stöðu barnanna í bænum til íþróttaiðkunar óháð efnahag foreldranna, stöðu eða búsetu. Sjálfstæðis – og Framsóknarmenn eru því miður á annarri skoðun. Höfundur er fulltrúi Samfylkingarinnar í Íþróttaráði Kópavogs.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun