Ef ekki aðgerðir nú þá hvenær? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 12. desember 2023 11:00 Það er með lífsins ólíkindum, að á meðan hér renna, til einskis, þúsundir megawatta til sjávar dag hvern, að á Alþingi Íslendinga sé nú verið að setja neyðarlög um orkuskömmtun í landinu. Orkuskömmtun sem neyðir sjávarútvegsfyrirtæki á Austfjörðum og víðar, sem á umliðnum árum hafa fjárfest fyrir tugi milljarða í nýjum fiskiskipum sem menga minna, til þess að fjárfesta í þúsundum lítra af olíu og í búnaði til þess að brenna olíu til orkuöflunar, til þess að halda dampi í vinnslunni. Orkuskömmtunin gæti svo síðar leitt til þess að álverin þurfi að draga úr framleiðslugetu sinni sem að hafa mun veruleg áhrif á gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins. Þjóðarbúið mun svo auðvitað líka þurfa að eyða, að óþörfu ómældum gjaldeyri til olíukaupa. Við þetta bætast svo árleg olíukaup Orkubús Vestfjarða til þess að tryggja Vestfirðingum næga raforku yfir veturinn. Á meðan hjalar svo forsætisráðherra þjóðarinnar á ráðstefnu í Dubai um kolefnishlutlaust Ísland 2040 eða 2050. Þessi orkuskortur er auðvitað mannana verk og því auðvitað mannana verk losa okkur úr viðjum orkuskortsins. Það segir sig auðvitað sjálft að viðverandi orkuskortur og árlegar skammtanir á orku draga verulega úr þrótti atvinnu og athafnalífs okkar Íslendinga. Öll áform um aukna atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun, sem nauðsynlegt er að ráðast í á næstu misserum og árum, eru í besta falli draumar sem aldrei verða að veruleika við núverandi ástand. Hvernig eigum við annars, án aukinnar verðmætasköpunnar að geta haldið hér úti þokkalegu heilbrigðiskerfi, útskrifað fleiri lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk, haldið hér úti menntakerfi sem mætir þörfum nútíðar og framtíðar og ráðist hér í nauðsynlegar samgöngubætur, ásamt öllu því sem hér þarf að bæta. Í núgildandi rammaáætlun, sem tók heil níu ár, sökum tafaleikja afturhaldsaflana, að koma á koppinn, eru virkjunaráform upp á 1200 megawött í nýtingarflokki. Enginn þessara virkjunakosta væri kominn í nýtingarflokk, ef það væri glapræði eða óðs manns æði að nýta hann. Samþykkt rammaáætlunar er mögulega það eina jákvæða sem hægt er að segja um stöðuna. En áætlunin er samt, engu að síður, gersamlega gagnslaust plagg, ef ekkert er gert með hana og Stóra Stopp í orkuuppbyggingu verður hér viðvarandi eitthvað lengur. Það er útséð með það að núverandi ríkisstjórn muni gera nokkuð svo einhverju nemi til þess að bæta úr því ófremdarástandi, sem ekki bara stefnir í, heldur er viðvarandi og komið til að vera um ókomna tíð, ef menn ætla bara að humma þetta ástand af sér. Þar sem ríkisstjórnin virðist ætla að vera með öllu óhæf til að leiða okkur út úr þessum vanda, þarf hér Alþingi að grípa inn í og setja lög sem grisja verulega þennan gríðarlega reglugerða og leyfisveitingafrumskóg sem mætir þeim er reisa vill virkjun er afkastar meiru en 10 megawöttum. Enda á þessi hamlandi frumskógur sér stoð í lögum sem vel er hægt að breyta eða fella úr gildi, á sama hátt og þeim var komið á, á sínum tíma. Boltinn er hjá Alþingi, þar sem ríkisstjórnin vill ekki sjá hann eða snerta. Víkja þarf með lögum, tímabundið eða til framtíðar, úr vegi öllu því sem hindrar eðlilega orkuuppbyggingu í landinu. Það mætti kalla það neyðaraðgerðir um að auka raforkuframleiðslu í landinu. Tíminn til þess er núna. Það má vel vera að það hrikti í stjórnarsamstarfinu, fari Alþingi í þessa vegferð. Menn fari að tala um að það ábyrgðarhluti að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu út af málinu. En það er í sjálfu sér enn meiri ábyrgðarhluti að halda hér úti verklítilli ríkisstjórn, sem vanhæf er með öllu til þess að stuðla að eðlilegri og sjálfsagðri uppbygginu innviða og orkuframleiðslu. Kosti það stjórnarslit að leysa þennan vanda, þá er það gjaldið fyrir lausn hans. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Orkumál Landsvirkjun Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það er með lífsins ólíkindum, að á meðan hér renna, til einskis, þúsundir megawatta til sjávar dag hvern, að á Alþingi Íslendinga sé nú verið að setja neyðarlög um orkuskömmtun í landinu. Orkuskömmtun sem neyðir sjávarútvegsfyrirtæki á Austfjörðum og víðar, sem á umliðnum árum hafa fjárfest fyrir tugi milljarða í nýjum fiskiskipum sem menga minna, til þess að fjárfesta í þúsundum lítra af olíu og í búnaði til þess að brenna olíu til orkuöflunar, til þess að halda dampi í vinnslunni. Orkuskömmtunin gæti svo síðar leitt til þess að álverin þurfi að draga úr framleiðslugetu sinni sem að hafa mun veruleg áhrif á gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins. Þjóðarbúið mun svo auðvitað líka þurfa að eyða, að óþörfu ómældum gjaldeyri til olíukaupa. Við þetta bætast svo árleg olíukaup Orkubús Vestfjarða til þess að tryggja Vestfirðingum næga raforku yfir veturinn. Á meðan hjalar svo forsætisráðherra þjóðarinnar á ráðstefnu í Dubai um kolefnishlutlaust Ísland 2040 eða 2050. Þessi orkuskortur er auðvitað mannana verk og því auðvitað mannana verk losa okkur úr viðjum orkuskortsins. Það segir sig auðvitað sjálft að viðverandi orkuskortur og árlegar skammtanir á orku draga verulega úr þrótti atvinnu og athafnalífs okkar Íslendinga. Öll áform um aukna atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun, sem nauðsynlegt er að ráðast í á næstu misserum og árum, eru í besta falli draumar sem aldrei verða að veruleika við núverandi ástand. Hvernig eigum við annars, án aukinnar verðmætasköpunnar að geta haldið hér úti þokkalegu heilbrigðiskerfi, útskrifað fleiri lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk, haldið hér úti menntakerfi sem mætir þörfum nútíðar og framtíðar og ráðist hér í nauðsynlegar samgöngubætur, ásamt öllu því sem hér þarf að bæta. Í núgildandi rammaáætlun, sem tók heil níu ár, sökum tafaleikja afturhaldsaflana, að koma á koppinn, eru virkjunaráform upp á 1200 megawött í nýtingarflokki. Enginn þessara virkjunakosta væri kominn í nýtingarflokk, ef það væri glapræði eða óðs manns æði að nýta hann. Samþykkt rammaáætlunar er mögulega það eina jákvæða sem hægt er að segja um stöðuna. En áætlunin er samt, engu að síður, gersamlega gagnslaust plagg, ef ekkert er gert með hana og Stóra Stopp í orkuuppbyggingu verður hér viðvarandi eitthvað lengur. Það er útséð með það að núverandi ríkisstjórn muni gera nokkuð svo einhverju nemi til þess að bæta úr því ófremdarástandi, sem ekki bara stefnir í, heldur er viðvarandi og komið til að vera um ókomna tíð, ef menn ætla bara að humma þetta ástand af sér. Þar sem ríkisstjórnin virðist ætla að vera með öllu óhæf til að leiða okkur út úr þessum vanda, þarf hér Alþingi að grípa inn í og setja lög sem grisja verulega þennan gríðarlega reglugerða og leyfisveitingafrumskóg sem mætir þeim er reisa vill virkjun er afkastar meiru en 10 megawöttum. Enda á þessi hamlandi frumskógur sér stoð í lögum sem vel er hægt að breyta eða fella úr gildi, á sama hátt og þeim var komið á, á sínum tíma. Boltinn er hjá Alþingi, þar sem ríkisstjórnin vill ekki sjá hann eða snerta. Víkja þarf með lögum, tímabundið eða til framtíðar, úr vegi öllu því sem hindrar eðlilega orkuuppbyggingu í landinu. Það mætti kalla það neyðaraðgerðir um að auka raforkuframleiðslu í landinu. Tíminn til þess er núna. Það má vel vera að það hrikti í stjórnarsamstarfinu, fari Alþingi í þessa vegferð. Menn fari að tala um að það ábyrgðarhluti að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu út af málinu. En það er í sjálfu sér enn meiri ábyrgðarhluti að halda hér úti verklítilli ríkisstjórn, sem vanhæf er með öllu til þess að stuðla að eðlilegri og sjálfsagðri uppbygginu innviða og orkuframleiðslu. Kosti það stjórnarslit að leysa þennan vanda, þá er það gjaldið fyrir lausn hans. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun