Ungu mennirnir tryggðu City fullt hús stiga Smári Jökull Jónsson skrifar 13. desember 2023 19:40 Hinn norski Oscar Bobb fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/Getty Manchester City lauk keppni í G-riðli Meistaradeildar Evrópu með fullt hús stiga eftir 3-2 sigur á Rauðu Stjörnunni í kvöld. Tveir ungir leikmenn City sáu um markaskorun liðsins. Fyrir leikinn í kvöld hafði Manchester City unnið alla fimm leiki sína í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og átti því möguleika á að klára riðilinn með fullt hús stiga. Rauða Stjarnan var hins vegar í neðsta sætinu og átti ekki möguleika á að koma sér þaðan. Hinir tvítugu Micah Hamilton og Oscar Bobb fengu báðir tækifærið í byrjunarliði City í kvöld og nýttu það heldur betur vel. Hamilton braut ísinn í leiknum með marki á 19. mínútu og Bobb kom City í 2-0 með marki á 62. mínútu. 8 - Manchester City have become the first English club to win eight consecutive European Cup/UEFA Champions League matches. Frontier. pic.twitter.com/6ay0Ewpki4— OptaJoe (@OptaJoe) December 13, 2023 In-Boem Hwang minnkaði muninn fyrir serbneska liðið á 78. mínútu en Kalvin Philips innsiglaði sigur City á 85. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Philips fékk tækifæri í byrjunarliðinu í kvöld en hann hefur verið orðaður við fjölmörg lið á síðustu vikum. Aleksandar Katai minnkaði muninn undir lokin en lengra komust heimamenn ekki. Lokatölur í kvöld 3-2 og City lýkur því keppni með átján stig en Rauða Stjarnan aðeins eitt. Í hinum leik riðilsins vann RB Leipzig sigur á Young Boys frá Sviss en leikið var í Austurríki. Öll mörkin komu á fimm mínútna kafla í upphafi síðari hálfleik. Benjamin Sesko kom Leipzig í 1-0 en Ebrima Colley jafnaði tveimur mínútum síðar. Hinn sænski Emil Forsberg kom hins vegar Leipzig í 2-1 forystu strax í kjölfarið og það reyndist sigurmarkið. Leipzig var búið að tryggja sér annað sæti riðilsins fyrir tímabilið og lauk keppni með tólf stig. Young Boys endaði í þriðja sætinu og fer í umspil um sæti í Evrópudeildinni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Manchester City lauk keppni í G-riðli Meistaradeildar Evrópu með fullt hús stiga eftir 3-2 sigur á Rauðu Stjörnunni í kvöld. Tveir ungir leikmenn City sáu um markaskorun liðsins. Fyrir leikinn í kvöld hafði Manchester City unnið alla fimm leiki sína í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og átti því möguleika á að klára riðilinn með fullt hús stiga. Rauða Stjarnan var hins vegar í neðsta sætinu og átti ekki möguleika á að koma sér þaðan. Hinir tvítugu Micah Hamilton og Oscar Bobb fengu báðir tækifærið í byrjunarliði City í kvöld og nýttu það heldur betur vel. Hamilton braut ísinn í leiknum með marki á 19. mínútu og Bobb kom City í 2-0 með marki á 62. mínútu. 8 - Manchester City have become the first English club to win eight consecutive European Cup/UEFA Champions League matches. Frontier. pic.twitter.com/6ay0Ewpki4— OptaJoe (@OptaJoe) December 13, 2023 In-Boem Hwang minnkaði muninn fyrir serbneska liðið á 78. mínútu en Kalvin Philips innsiglaði sigur City á 85. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Philips fékk tækifæri í byrjunarliðinu í kvöld en hann hefur verið orðaður við fjölmörg lið á síðustu vikum. Aleksandar Katai minnkaði muninn undir lokin en lengra komust heimamenn ekki. Lokatölur í kvöld 3-2 og City lýkur því keppni með átján stig en Rauða Stjarnan aðeins eitt. Í hinum leik riðilsins vann RB Leipzig sigur á Young Boys frá Sviss en leikið var í Austurríki. Öll mörkin komu á fimm mínútna kafla í upphafi síðari hálfleik. Benjamin Sesko kom Leipzig í 1-0 en Ebrima Colley jafnaði tveimur mínútum síðar. Hinn sænski Emil Forsberg kom hins vegar Leipzig í 2-1 forystu strax í kjölfarið og það reyndist sigurmarkið. Leipzig var búið að tryggja sér annað sæti riðilsins fyrir tímabilið og lauk keppni með tólf stig. Young Boys endaði í þriðja sætinu og fer í umspil um sæti í Evrópudeildinni.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti