Brunavarnir Suðurnesja sendu tvo sjúkrabíla og slökkviliðsbíl á staðinn.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum segir að Reykjanesbrautin sé lokuð umferð með akstursstefnu til vesturs frá Fitjum að Grænásbrekku. Gera megi ráð fyrir því að vegkaflinn verði lokaður í nokkrar klukkustundir. Umferð er beint inn í Njarðvík eða Ásbrú.