Segir lægðina standa stutt yfir og spáir snjó um helgina Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. desember 2023 22:03 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Vísir/Arnar Gular viðvaranir skella á í nótt og lægðir ganga yfir landið nú í aðdraganda jóla. Veðurfræðingur segir að óveðrið verði yfirstaðið við fótferðartíma í fyrramálið. Þá spáir hann norðanátt með kólnandi veðri um jólin. Fréttamaður kíkti út í Kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræddi við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing um veðrið næstu daga. „Lægðin er á Grænlandshafi og hún er dálítið djúp, ein sú dýpsta sem við höfum séð í haust,“ segir Einar. Hann segir lægðina þó hafa farið mildum höndum um okkur hingað til, þýtt sé og hiti yfir frostmarki um allt land. Í nótt segir Einar lægðina koma til með að slengja inn suðvestan- og vestanstreng og þá nái vindur stormstyrk á suðurlandi og vesturlandi. „Það stendur nú stutt yfir. Það má reikna með að það snjói eða geri hríð á hærri fjallvegum eins og á Hellisheiðinni en það verður slydda og rigning á láglendinu,“ segir Einar. Hann segir að óveðrið verði yfirstaðið á höfuðborgarsvæðinu við fótaferðartíma í fyrramálið. „Þannig að morgunumferðin, hún sleppur. Og síðan má gera ráð fyrir því að hún kólni hægt og bítandi á morgun og geri snjóföl aðfaranótt föstudags, mjög víða á landinu.“ Hvernig verður með ferðalög milli landshluta, eigum við von á hálku? „Það verður hálka yfir fjallvegi á morgun og síðar á láglendi sem fylgir svona éljagangi, einkum um vestanvert landið. Norðurlandið sleppur nú betur,“ segir Einar. Hann segir að ný lægðarbylgja sé væntanleg á föstudag og þá muni snjóinn taka upp mjög fljótt. Geturðu eitthvað sagt okkur um jólaveðrið? „Það kemur til með að snjóa núna um helgina. Þann snjó tekur alla vega upp aftur. Það er ekki gott að segja til hvað gerist fyrir jólin en spárnar eru að hallast að því að um jólin snúist hann í norðanátt með kólnandi veðri,“ segir Einar. Veður Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Fréttamaður kíkti út í Kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræddi við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing um veðrið næstu daga. „Lægðin er á Grænlandshafi og hún er dálítið djúp, ein sú dýpsta sem við höfum séð í haust,“ segir Einar. Hann segir lægðina þó hafa farið mildum höndum um okkur hingað til, þýtt sé og hiti yfir frostmarki um allt land. Í nótt segir Einar lægðina koma til með að slengja inn suðvestan- og vestanstreng og þá nái vindur stormstyrk á suðurlandi og vesturlandi. „Það stendur nú stutt yfir. Það má reikna með að það snjói eða geri hríð á hærri fjallvegum eins og á Hellisheiðinni en það verður slydda og rigning á láglendinu,“ segir Einar. Hann segir að óveðrið verði yfirstaðið á höfuðborgarsvæðinu við fótaferðartíma í fyrramálið. „Þannig að morgunumferðin, hún sleppur. Og síðan má gera ráð fyrir því að hún kólni hægt og bítandi á morgun og geri snjóföl aðfaranótt föstudags, mjög víða á landinu.“ Hvernig verður með ferðalög milli landshluta, eigum við von á hálku? „Það verður hálka yfir fjallvegi á morgun og síðar á láglendi sem fylgir svona éljagangi, einkum um vestanvert landið. Norðurlandið sleppur nú betur,“ segir Einar. Hann segir að ný lægðarbylgja sé væntanleg á föstudag og þá muni snjóinn taka upp mjög fljótt. Geturðu eitthvað sagt okkur um jólaveðrið? „Það kemur til með að snjóa núna um helgina. Þann snjó tekur alla vega upp aftur. Það er ekki gott að segja til hvað gerist fyrir jólin en spárnar eru að hallast að því að um jólin snúist hann í norðanátt með kólnandi veðri,“ segir Einar.
Veður Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira