„Þetta snýst bara um skynsemi“ Jón Þór Stefánsson skrifar 13. desember 2023 20:45 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, líkir ástandinu við lélega bíómynd. Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair og stjórnarmaður í Samtökum atvinnulífsins, segir verkfall flugumferðarstjóra, sem hefst á ný í nótt, búa til aðstæður sem minni á lélega bíómynd. „Til skemmri tíma eru áhrifin veruleg. Á morgun eru sex flugumferðarstjórar að loka landinu í nótt og á morgun. Þetta hefur áhrif á sextíu flugferðir hjá okkur og um það bil 8300 farþega, sem eru flestir að leið að hitta ástvini og fjölskyldu, eða á leið í langþráð frí sem er kannski búið að safna fyrir allt árið. Þetta hefur veruleg á þetta fólk.“ Bogi segir tímasetninguna „hrikalega óheppilega“ rétt fyrir jól og eftir áskoranir á borð við Covid, erfiðleika á Reykjanesbrautinni, og jarðhræringar á Reykjanesskaga. Aðspurður um hver beri ábyrgð á deilunni viðurkennir Bogi að það séu samningsaðilar. „En við erum stödd á Íslandi í dag, og það er ákveðið ástand á Íslandi. Það er mjög há verðbólga og háir vextir. Við viljum öll komast úr þeirri stöðu. Við komumst ekki úr henni nema fyrirtækin ráði við launahækkanir, að þær séu ekki umfram framleiðni þeirra. Þetta snýst bara um skynsemi.“ Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Félag íslenskra flugumferðastjóra krefðist 25 prósenta launahækkunar. Arnar Hjálmsson, formaður félagsins, hafnaði því í samtali við fréttastofu. „Við erum ekki að biðja um 25 prósent launahækkun. Það getur vel verið að SA geti leikið sér að þessum tölum eins og þeir vilja, og fengið út 25 prósent með því að leggja þær allar saman,“ sagði Arnar Bogi virðist lesa úr þessum ummælum að kröfurnar væru um það bil 25 prósent launahækkun, og segir að kerfið ráði ekki við slíka hækkun. „Þetta er fáránleg staða að vera í núna, eftir allt sem á undan er gengið.“ Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Icelandair Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
„Til skemmri tíma eru áhrifin veruleg. Á morgun eru sex flugumferðarstjórar að loka landinu í nótt og á morgun. Þetta hefur áhrif á sextíu flugferðir hjá okkur og um það bil 8300 farþega, sem eru flestir að leið að hitta ástvini og fjölskyldu, eða á leið í langþráð frí sem er kannski búið að safna fyrir allt árið. Þetta hefur veruleg á þetta fólk.“ Bogi segir tímasetninguna „hrikalega óheppilega“ rétt fyrir jól og eftir áskoranir á borð við Covid, erfiðleika á Reykjanesbrautinni, og jarðhræringar á Reykjanesskaga. Aðspurður um hver beri ábyrgð á deilunni viðurkennir Bogi að það séu samningsaðilar. „En við erum stödd á Íslandi í dag, og það er ákveðið ástand á Íslandi. Það er mjög há verðbólga og háir vextir. Við viljum öll komast úr þeirri stöðu. Við komumst ekki úr henni nema fyrirtækin ráði við launahækkanir, að þær séu ekki umfram framleiðni þeirra. Þetta snýst bara um skynsemi.“ Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Félag íslenskra flugumferðastjóra krefðist 25 prósenta launahækkunar. Arnar Hjálmsson, formaður félagsins, hafnaði því í samtali við fréttastofu. „Við erum ekki að biðja um 25 prósent launahækkun. Það getur vel verið að SA geti leikið sér að þessum tölum eins og þeir vilja, og fengið út 25 prósent með því að leggja þær allar saman,“ sagði Arnar Bogi virðist lesa úr þessum ummælum að kröfurnar væru um það bil 25 prósent launahækkun, og segir að kerfið ráði ekki við slíka hækkun. „Þetta er fáránleg staða að vera í núna, eftir allt sem á undan er gengið.“
Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Icelandair Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda