COP28: Grípum tækifærin! Haraldur Hallgrímsson skrifar 20. desember 2023 08:02 Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP, er orðin stærsta ráðstefna heims á sviði grænna lausna og loftslagsmála. Á meðan leiðtogar ríkja heimsins börðust við að ná viðunandi niðurstöðu þennan hálfa mánuð sem fundurinn stóð, komu tugir þúsunda fulltrúa fyrirtækja, fjárfesta og félagasamtaka saman allt í kringum fundarstaðinn. Þau voru mætt til að læra hvert af öðru, þróa samstarf þvert á landamæri og koma sínum loftslagslausnum á framfæri. Undirritaður átti þess kost að taka þátt í ráðstefnunni í nokkra daga. Það fyllti mig jákvæðni og bjartsýni að eiga þar fjölmarga fundi og taka þátt í málstofum og umræðum með fólki sem brennur allt sem eitt fyrir loftslagsmálunum og grænum orkulausnum. Þegar öllu er á botninn hvolft er það atvinnulífið sem þarf að hrinda verkefnunum í framkvæmd. Mikil eindrægni ríkti um þörfina á að auka framleiðslu á endurnýjanlegum orkugjöfum og bæta orkunýtni til muna. Þau borgi sem menga Ráðstefnan einkenndist enda af mjög skýru ákalli um aðgerðir. Það þarf að draga miklu hraðar úr losun og þar hafa allir hlutverki að gegna - fyrirtæki, fjárfestar, stjórnvöld, almenningur og samfélagið allt. Eitt öflugasta tækið til að ná því fram er sanngjörn skattlagning á losun koldíoxíðs. Þeir sem menga eiga að bera kostnaðinn af því. Ísland stendur að mörgu leyti vel að vígi, enda höfum við þegar farið í gegnum tvenn orkuskipti: húshitun og raflýsingu, sem hérlendis er nær eingöngu knúin endurnýjanlegri orku. Þegar kemur að þriðju orkuskiptunum er leiðin ekki alveg jafn ljós. Lausnirnar eru til Við hjá Landsvirkjun höfum lagt okkur eftir því að fylgjast með tækniþróuninni og á COP28 kom berlega í ljós að orkuskiptalausnir sem voru rétt komnar af hugmyndastigi bara fyrir 2-3 árum eru nú tilbúnar til notkunar á stórum skala. Norðurlöndin eru í forystu í loftslagsmálum og má þar nefna sem dæmi að í Finnlandi einu eru þegar meira en 30 vetnisverkefni í undirbúningi eða komin af stað. Mest af því vetni verður síðan nýtt til framleiðslu rafeldsneytis sem mun knýja þungaflutninga framtíðarinnar, bæði á hafi og landi og á endanum í lofti líka. Þarna þurfa Íslendingar að vera vakandi, gæta að samkeppnishæfni Íslands og hlúa að nýsköpunarverkefnum í orkugeiranum. Samstarfsmöguleikarnir eru jafnframt fjölbreyttir á því sviði og spennandi að sjá hvernig þau mál þróast. Ekki á minni vakt Manni geta auðveldlega fallist hendur þegar horft er á áskoranirnar sem ósjálfbær notkun okkar jarðarbúa á jarðefnaeldsneyti skapa. Þær geta hæglega virst óyfirstíganlegar og því mögulega freistandi að gefast bara upp og láta svartsýnina brjóta niður frumkvæði og metnað. Slíkt viðhorf hefur hins vegar aldrei leyst nein vandamál og þannig hef ég ekki hugsað mér að verja mínum starfsferli. Ég sneri heim af COP28 með auðmýkt í hjarta gagnvart verkefnum framtíðarinnar. Það eru óþrjótandi tækifæri til að gera gagn á þessum vettvangi, nú er það okkar allra að grípa þau. Höfundur er forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP, er orðin stærsta ráðstefna heims á sviði grænna lausna og loftslagsmála. Á meðan leiðtogar ríkja heimsins börðust við að ná viðunandi niðurstöðu þennan hálfa mánuð sem fundurinn stóð, komu tugir þúsunda fulltrúa fyrirtækja, fjárfesta og félagasamtaka saman allt í kringum fundarstaðinn. Þau voru mætt til að læra hvert af öðru, þróa samstarf þvert á landamæri og koma sínum loftslagslausnum á framfæri. Undirritaður átti þess kost að taka þátt í ráðstefnunni í nokkra daga. Það fyllti mig jákvæðni og bjartsýni að eiga þar fjölmarga fundi og taka þátt í málstofum og umræðum með fólki sem brennur allt sem eitt fyrir loftslagsmálunum og grænum orkulausnum. Þegar öllu er á botninn hvolft er það atvinnulífið sem þarf að hrinda verkefnunum í framkvæmd. Mikil eindrægni ríkti um þörfina á að auka framleiðslu á endurnýjanlegum orkugjöfum og bæta orkunýtni til muna. Þau borgi sem menga Ráðstefnan einkenndist enda af mjög skýru ákalli um aðgerðir. Það þarf að draga miklu hraðar úr losun og þar hafa allir hlutverki að gegna - fyrirtæki, fjárfestar, stjórnvöld, almenningur og samfélagið allt. Eitt öflugasta tækið til að ná því fram er sanngjörn skattlagning á losun koldíoxíðs. Þeir sem menga eiga að bera kostnaðinn af því. Ísland stendur að mörgu leyti vel að vígi, enda höfum við þegar farið í gegnum tvenn orkuskipti: húshitun og raflýsingu, sem hérlendis er nær eingöngu knúin endurnýjanlegri orku. Þegar kemur að þriðju orkuskiptunum er leiðin ekki alveg jafn ljós. Lausnirnar eru til Við hjá Landsvirkjun höfum lagt okkur eftir því að fylgjast með tækniþróuninni og á COP28 kom berlega í ljós að orkuskiptalausnir sem voru rétt komnar af hugmyndastigi bara fyrir 2-3 árum eru nú tilbúnar til notkunar á stórum skala. Norðurlöndin eru í forystu í loftslagsmálum og má þar nefna sem dæmi að í Finnlandi einu eru þegar meira en 30 vetnisverkefni í undirbúningi eða komin af stað. Mest af því vetni verður síðan nýtt til framleiðslu rafeldsneytis sem mun knýja þungaflutninga framtíðarinnar, bæði á hafi og landi og á endanum í lofti líka. Þarna þurfa Íslendingar að vera vakandi, gæta að samkeppnishæfni Íslands og hlúa að nýsköpunarverkefnum í orkugeiranum. Samstarfsmöguleikarnir eru jafnframt fjölbreyttir á því sviði og spennandi að sjá hvernig þau mál þróast. Ekki á minni vakt Manni geta auðveldlega fallist hendur þegar horft er á áskoranirnar sem ósjálfbær notkun okkar jarðarbúa á jarðefnaeldsneyti skapa. Þær geta hæglega virst óyfirstíganlegar og því mögulega freistandi að gefast bara upp og láta svartsýnina brjóta niður frumkvæði og metnað. Slíkt viðhorf hefur hins vegar aldrei leyst nein vandamál og þannig hef ég ekki hugsað mér að verja mínum starfsferli. Ég sneri heim af COP28 með auðmýkt í hjarta gagnvart verkefnum framtíðarinnar. Það eru óþrjótandi tækifæri til að gera gagn á þessum vettvangi, nú er það okkar allra að grípa þau. Höfundur er forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun