COP28: Grípum tækifærin! Haraldur Hallgrímsson skrifar 20. desember 2023 08:02 Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP, er orðin stærsta ráðstefna heims á sviði grænna lausna og loftslagsmála. Á meðan leiðtogar ríkja heimsins börðust við að ná viðunandi niðurstöðu þennan hálfa mánuð sem fundurinn stóð, komu tugir þúsunda fulltrúa fyrirtækja, fjárfesta og félagasamtaka saman allt í kringum fundarstaðinn. Þau voru mætt til að læra hvert af öðru, þróa samstarf þvert á landamæri og koma sínum loftslagslausnum á framfæri. Undirritaður átti þess kost að taka þátt í ráðstefnunni í nokkra daga. Það fyllti mig jákvæðni og bjartsýni að eiga þar fjölmarga fundi og taka þátt í málstofum og umræðum með fólki sem brennur allt sem eitt fyrir loftslagsmálunum og grænum orkulausnum. Þegar öllu er á botninn hvolft er það atvinnulífið sem þarf að hrinda verkefnunum í framkvæmd. Mikil eindrægni ríkti um þörfina á að auka framleiðslu á endurnýjanlegum orkugjöfum og bæta orkunýtni til muna. Þau borgi sem menga Ráðstefnan einkenndist enda af mjög skýru ákalli um aðgerðir. Það þarf að draga miklu hraðar úr losun og þar hafa allir hlutverki að gegna - fyrirtæki, fjárfestar, stjórnvöld, almenningur og samfélagið allt. Eitt öflugasta tækið til að ná því fram er sanngjörn skattlagning á losun koldíoxíðs. Þeir sem menga eiga að bera kostnaðinn af því. Ísland stendur að mörgu leyti vel að vígi, enda höfum við þegar farið í gegnum tvenn orkuskipti: húshitun og raflýsingu, sem hérlendis er nær eingöngu knúin endurnýjanlegri orku. Þegar kemur að þriðju orkuskiptunum er leiðin ekki alveg jafn ljós. Lausnirnar eru til Við hjá Landsvirkjun höfum lagt okkur eftir því að fylgjast með tækniþróuninni og á COP28 kom berlega í ljós að orkuskiptalausnir sem voru rétt komnar af hugmyndastigi bara fyrir 2-3 árum eru nú tilbúnar til notkunar á stórum skala. Norðurlöndin eru í forystu í loftslagsmálum og má þar nefna sem dæmi að í Finnlandi einu eru þegar meira en 30 vetnisverkefni í undirbúningi eða komin af stað. Mest af því vetni verður síðan nýtt til framleiðslu rafeldsneytis sem mun knýja þungaflutninga framtíðarinnar, bæði á hafi og landi og á endanum í lofti líka. Þarna þurfa Íslendingar að vera vakandi, gæta að samkeppnishæfni Íslands og hlúa að nýsköpunarverkefnum í orkugeiranum. Samstarfsmöguleikarnir eru jafnframt fjölbreyttir á því sviði og spennandi að sjá hvernig þau mál þróast. Ekki á minni vakt Manni geta auðveldlega fallist hendur þegar horft er á áskoranirnar sem ósjálfbær notkun okkar jarðarbúa á jarðefnaeldsneyti skapa. Þær geta hæglega virst óyfirstíganlegar og því mögulega freistandi að gefast bara upp og láta svartsýnina brjóta niður frumkvæði og metnað. Slíkt viðhorf hefur hins vegar aldrei leyst nein vandamál og þannig hef ég ekki hugsað mér að verja mínum starfsferli. Ég sneri heim af COP28 með auðmýkt í hjarta gagnvart verkefnum framtíðarinnar. Það eru óþrjótandi tækifæri til að gera gagn á þessum vettvangi, nú er það okkar allra að grípa þau. Höfundur er forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP, er orðin stærsta ráðstefna heims á sviði grænna lausna og loftslagsmála. Á meðan leiðtogar ríkja heimsins börðust við að ná viðunandi niðurstöðu þennan hálfa mánuð sem fundurinn stóð, komu tugir þúsunda fulltrúa fyrirtækja, fjárfesta og félagasamtaka saman allt í kringum fundarstaðinn. Þau voru mætt til að læra hvert af öðru, þróa samstarf þvert á landamæri og koma sínum loftslagslausnum á framfæri. Undirritaður átti þess kost að taka þátt í ráðstefnunni í nokkra daga. Það fyllti mig jákvæðni og bjartsýni að eiga þar fjölmarga fundi og taka þátt í málstofum og umræðum með fólki sem brennur allt sem eitt fyrir loftslagsmálunum og grænum orkulausnum. Þegar öllu er á botninn hvolft er það atvinnulífið sem þarf að hrinda verkefnunum í framkvæmd. Mikil eindrægni ríkti um þörfina á að auka framleiðslu á endurnýjanlegum orkugjöfum og bæta orkunýtni til muna. Þau borgi sem menga Ráðstefnan einkenndist enda af mjög skýru ákalli um aðgerðir. Það þarf að draga miklu hraðar úr losun og þar hafa allir hlutverki að gegna - fyrirtæki, fjárfestar, stjórnvöld, almenningur og samfélagið allt. Eitt öflugasta tækið til að ná því fram er sanngjörn skattlagning á losun koldíoxíðs. Þeir sem menga eiga að bera kostnaðinn af því. Ísland stendur að mörgu leyti vel að vígi, enda höfum við þegar farið í gegnum tvenn orkuskipti: húshitun og raflýsingu, sem hérlendis er nær eingöngu knúin endurnýjanlegri orku. Þegar kemur að þriðju orkuskiptunum er leiðin ekki alveg jafn ljós. Lausnirnar eru til Við hjá Landsvirkjun höfum lagt okkur eftir því að fylgjast með tækniþróuninni og á COP28 kom berlega í ljós að orkuskiptalausnir sem voru rétt komnar af hugmyndastigi bara fyrir 2-3 árum eru nú tilbúnar til notkunar á stórum skala. Norðurlöndin eru í forystu í loftslagsmálum og má þar nefna sem dæmi að í Finnlandi einu eru þegar meira en 30 vetnisverkefni í undirbúningi eða komin af stað. Mest af því vetni verður síðan nýtt til framleiðslu rafeldsneytis sem mun knýja þungaflutninga framtíðarinnar, bæði á hafi og landi og á endanum í lofti líka. Þarna þurfa Íslendingar að vera vakandi, gæta að samkeppnishæfni Íslands og hlúa að nýsköpunarverkefnum í orkugeiranum. Samstarfsmöguleikarnir eru jafnframt fjölbreyttir á því sviði og spennandi að sjá hvernig þau mál þróast. Ekki á minni vakt Manni geta auðveldlega fallist hendur þegar horft er á áskoranirnar sem ósjálfbær notkun okkar jarðarbúa á jarðefnaeldsneyti skapa. Þær geta hæglega virst óyfirstíganlegar og því mögulega freistandi að gefast bara upp og láta svartsýnina brjóta niður frumkvæði og metnað. Slíkt viðhorf hefur hins vegar aldrei leyst nein vandamál og þannig hef ég ekki hugsað mér að verja mínum starfsferli. Ég sneri heim af COP28 með auðmýkt í hjarta gagnvart verkefnum framtíðarinnar. Það eru óþrjótandi tækifæri til að gera gagn á þessum vettvangi, nú er það okkar allra að grípa þau. Höfundur er forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun