Fannst kaldur og hrakinn á gossvæðinu Oddur Ævar Gunnarsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 19. desember 2023 21:08 Þyrla Landhelgisgæslunnar. Vísir/Vilhelm Þyrla Landhelgisgæslunnar auk björgunarsveita var kölluð út fyrr í kvöld til leitar að manni á gossvæðinu sem gaf flugvél sem þar átti leið hjá neyðarmerki. Maðurinn fannst fyrir stundu, kaldur og hrakinn. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir að maðurinn hafi verið á milli Keilis og Kistufells. Hann hafi gefið svokallað SOS-merki og því hafi verið ákveðið að kalla út þyrlu og björgunarsveitir. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið á vettvang. Að sögn Ásgeirs þekkir hann ekki deili á manninum, en upphaflega var talið að um tvo menn væri að ræða. Þá ekki hvort um sé að ræða vísindamenn eða aðra göngumenn. Ens og fram hefur komið er gossvæðið nú lokað almenningi. Merki hugsanlega gefið úr síma Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þónokkuð fjölmennt lið björgunarsveita komið langleiðina upp að Litla hrút. Aðspurður um hvernig SOS-merki hafi verið gefið segir hann það mögulega hafa verið úr síma, hugsanlega með þar til gerðu snjallforriti. „En þá blikkar semsagt ljós með þremur stuttum, þremur löngum og þremur stuttum. Smá pása á milli. Þetta er alþjóðlegt SOS-merki.“ Flugmaður lítillar einkaflugvélar sem flaug yfir svæðið varð var við merkið og lét flugturn vita, sem hafði samband við aðgerðarstjórn á Suðurnesjum. Frost og mikil kæling er á svæðinu að sögn Jóns Þórs, sem hafði ekki frekari upplýsingar um manninn sem eða í hvaða tilgangi hann væri á svæðinu. Uppfært klukkan 21:35: Ásgeir Erlendsson staðfestir í samtali við fréttastofu að maðurinn sé fundinn. Hann var kaldur og hrakinn og er á leið til baka til Reykjavíkur til aðhlynningar. Hann hafði skilið búnaðinn sinn eftir með blikkljósum og þess vegna var í fyrstu haldið að um tvo menn væri að ræða. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir að maðurinn hafi verið á milli Keilis og Kistufells. Hann hafi gefið svokallað SOS-merki og því hafi verið ákveðið að kalla út þyrlu og björgunarsveitir. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið á vettvang. Að sögn Ásgeirs þekkir hann ekki deili á manninum, en upphaflega var talið að um tvo menn væri að ræða. Þá ekki hvort um sé að ræða vísindamenn eða aðra göngumenn. Ens og fram hefur komið er gossvæðið nú lokað almenningi. Merki hugsanlega gefið úr síma Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þónokkuð fjölmennt lið björgunarsveita komið langleiðina upp að Litla hrút. Aðspurður um hvernig SOS-merki hafi verið gefið segir hann það mögulega hafa verið úr síma, hugsanlega með þar til gerðu snjallforriti. „En þá blikkar semsagt ljós með þremur stuttum, þremur löngum og þremur stuttum. Smá pása á milli. Þetta er alþjóðlegt SOS-merki.“ Flugmaður lítillar einkaflugvélar sem flaug yfir svæðið varð var við merkið og lét flugturn vita, sem hafði samband við aðgerðarstjórn á Suðurnesjum. Frost og mikil kæling er á svæðinu að sögn Jóns Þórs, sem hafði ekki frekari upplýsingar um manninn sem eða í hvaða tilgangi hann væri á svæðinu. Uppfært klukkan 21:35: Ásgeir Erlendsson staðfestir í samtali við fréttastofu að maðurinn sé fundinn. Hann var kaldur og hrakinn og er á leið til baka til Reykjavíkur til aðhlynningar. Hann hafði skilið búnaðinn sinn eftir með blikkljósum og þess vegna var í fyrstu haldið að um tvo menn væri að ræða.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira