Til hvers eru markmið? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar 20. desember 2023 11:01 Undanfarna daga og vikur hef ég lesið yfir umhverfismatsskýrslu Vegagerðinnar vegna færslu hringvegar um Mýrdal sem nú er í kynningu. Þar leggur Vegagerðin til leið norðan við Víkurþorp, svokallaðan valkost 4, vitandi það að sú leið komi ekki til greina hjá Mýrdalshreppi. Nýr láglendisvegur um Mýrdal með jarðgöngum í gegnum Reynisfjall er á aðalskipulagi Mýrdalshrepps. Áður lengra er haldið er fróðlegt að lesa yfir þá punkta sem Vegagerðin hefur í huga við val á fyrsta kosti. Þeir eru: Markmið framkvæmdarinnar og lögbundið hlutverk Vegagerðarinnar. Kröfur um vegtækni og umferðaröryggi samkvæmt vegahandbók og norskum leiðbeiningum um jarðgangagerð. Umhverfis- og samfélagssjónarmið. Stefnumörkun í aðalskipulagi Mýrdalshrepps og samgönguáætlun. Kostnaður. Þegar litið er í matsáætlun Vegagerðarinnar frá árinu 2021 kemur meðal annars fram „að ein megin forsenda framkvæmdarinnar sé að gera veginn að greiðfærum láglendisvegi“. Þar er jafnframt sagt svo frá að „stefnt er að því að vegurinn verði greiðfær og öruggur láglendisvegur“ Þá er einnig gott að minna sig á þau markmið sem Vegagerðin setur fram vegna framkvæmdarinnar: Greiðfærni á veturna fyrir alla umferð og vöruflutninga. Umferðaröryggi (lega vegarins) með bættum vegtæknilegum eiginleikum (sjónlengdir, beygjur, halli, fækkun vegtenginga) Þjóðvegur út fyrir þéttbýli sem bætir öryggi og hljóðvist í þéttbýli. Stytting hringvegar. Andstaðan við þessa framkvæmd út frá umhverfisverndarsjónarmiðum er mikil. Sumir vilja meina að svona framkvæmd sé úrelt hugsun nú til dags. Mér þykir hins vegar rétt að velta því upp að árið 2024 er það algjörlega í takti við nútímann að fara í slíkar framkvæmdir. Framkvæmd sem miðar að því að auka greiðfærni og umferðaröryggi til muna. Allt í okkar samfélagi í dag miðar að því að tryggja öryggi sem best. Sama hvort það sé á vinnustaðnum, í frístundum eða þegar við nýtum okkur samgöngur. Í umferðaröryggismati sem unnið var samhliða umhverfismatsskýrslunni kemur fram að valkostur 1 (nýr láglendisvegur og jarðgöng) „sé æskilegastur hvað varðar umferðaröryggi“. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að þeir kostir sem fela í sér jarðgöng koma best út með tilliti til öryggis og greiðfærni. Út frá þessum upplýsingum er um að gera að spyrja sig, hver er tilgangurinn með því að breyta veglínum og byggja upp vegi? Er það ekki til þess að auka umferðaröryggi? Þess vegna þykir mér afar erfitt að skilja hvernig er hægt að líta framhjá jafn borðliggjandi leið og nýr láglendisvegur um Mýrdal og jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru. Það hins vegar gerir Vegagerð ríkisins. Eftir lestur skýrslunnar mátti ég til með að lesa yfir markmið og stefnur Vegagerðarinnar. Ein af stefnum Vegagerðarinnar er eðlilega „Öruggar samgöngur“. Þar segir: „Við uppbyggingu og þróun samgöngukerfisins eru greiðar samgöngur og öryggi einstaklinga forgangsatriði svo ekki komi til alvarlegra slysa.“ Miðað við þessa stefnu hefði manni þótt eðlilegast að öruggasti og greiðfærasti kosturinn væri valinn. Til að fá innsýn hverskonar farartálmi vegurinn við Reynisfjall er, í samanburði við aðra hluta hringvegarins í Mýrdal sem liggja um láglendi, er gott að lesa kaflann um vetrarþjónustu. Þar segir að 75% kostnaðar vegna snjómoksturs á kaflanum frá Vík og að Jökulsá á Sólheimasandi fari í veginn við Reynisfjall. Þar segir einnig „við Reynisfjall eru krefjandi aðstæður í vetrarþjónustu vegna hæðar yfir sjávarmáli og leiðin upp yfir fjallið er brött, sérstaklega að vestanverðu þar sem bratti er 12%. Flatar og sléttar láglendisleiðir í kring eru í engri líkingu við aðstæður við Reynisfjall“. Á veginum við Reynisfjall eru einnig fjölmörg dæmi um það að vindur valdi usla. Það þekki ég sjálfur en ég hef tvisvar sinnum á minni lífsleið verið farþegi í bíl sem hafnar utanvegar, í bæði skiptin var það á veginum við Reynisfjall vegna hálku og vinds. Ég velti fyrir mér hvar við ætlum að draga mörkin? Er náttúran verðmætari en bætt umferðaröryggi? Gott dæmi um veg sem byggður hefur verið upp á umdeildum stað er vegurinn um Teigsskóg. Þar var vandað sérstaklega til verka og var lagt upp með að minnka umhverfisáhrif framkvæmdanna eins og hægt var. Eða eins og segir í frétt Vegagerðarinnar „helst þannig að við getum séð fyrir okkur að vegurinn hafi nánast dottið af himnum ofan“. Ég hef hvergi orðið var við háværar gagnrýnisraddir eftir opnum vegarins um Teigsskóg, samt var búið að deila um það þarfa mál í tugi ára. Vandað er til verka við frágang vega og á að vera hægt að gera það í sátt og samlyndi við umhverfið þó að raskið verði alltaf eitthvað. Teigsskógur er gott dæmi um það og nýr láglendisvegur í Mýrdal með jarðgöngum í gegnum Reynisfjall verður það vonandi líka. Þó að Vegagerðin reyni að rökstyðja leiðarval sitt í umhverfismatsskýrslunni á ég afar erfitt með að skilja hvernig hægt var að fá þessa niðurstöðu. Það er eitt og sér nóg að lesa í gegnum markmið framkvæmdarinnar og þau sjónarmið sem Vegagerðin tekur tillit til við val á fyrsta kosti til að sjá hversu furðulegt leiðarval þeirra er. Sú leið sem kemur best út hvað varðar umferðaröryggi og greiðfærni er ekki valin. Ekki nóg með það að Vegagerðin fari gegn eigin markmiðum við val á leið þá fer hún sem fyrr segir einnig gegn vilja Mýrdalshrepps og velur leið sem þeir vita að kemur ekki til greina hjá sveitarfélaginu. Samt er tekið fram að þeir horfi til „stefnumörkunar í aðalskipulagi Mýrdalshrepps og samgönguáætlunar“ við val á fyrsta kosti. Höfundur er 23 ára fæddur og uppalinn Mýrdælingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mýrdalshreppur Samgöngur Vegagerð Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga og vikur hef ég lesið yfir umhverfismatsskýrslu Vegagerðinnar vegna færslu hringvegar um Mýrdal sem nú er í kynningu. Þar leggur Vegagerðin til leið norðan við Víkurþorp, svokallaðan valkost 4, vitandi það að sú leið komi ekki til greina hjá Mýrdalshreppi. Nýr láglendisvegur um Mýrdal með jarðgöngum í gegnum Reynisfjall er á aðalskipulagi Mýrdalshrepps. Áður lengra er haldið er fróðlegt að lesa yfir þá punkta sem Vegagerðin hefur í huga við val á fyrsta kosti. Þeir eru: Markmið framkvæmdarinnar og lögbundið hlutverk Vegagerðarinnar. Kröfur um vegtækni og umferðaröryggi samkvæmt vegahandbók og norskum leiðbeiningum um jarðgangagerð. Umhverfis- og samfélagssjónarmið. Stefnumörkun í aðalskipulagi Mýrdalshrepps og samgönguáætlun. Kostnaður. Þegar litið er í matsáætlun Vegagerðarinnar frá árinu 2021 kemur meðal annars fram „að ein megin forsenda framkvæmdarinnar sé að gera veginn að greiðfærum láglendisvegi“. Þar er jafnframt sagt svo frá að „stefnt er að því að vegurinn verði greiðfær og öruggur láglendisvegur“ Þá er einnig gott að minna sig á þau markmið sem Vegagerðin setur fram vegna framkvæmdarinnar: Greiðfærni á veturna fyrir alla umferð og vöruflutninga. Umferðaröryggi (lega vegarins) með bættum vegtæknilegum eiginleikum (sjónlengdir, beygjur, halli, fækkun vegtenginga) Þjóðvegur út fyrir þéttbýli sem bætir öryggi og hljóðvist í þéttbýli. Stytting hringvegar. Andstaðan við þessa framkvæmd út frá umhverfisverndarsjónarmiðum er mikil. Sumir vilja meina að svona framkvæmd sé úrelt hugsun nú til dags. Mér þykir hins vegar rétt að velta því upp að árið 2024 er það algjörlega í takti við nútímann að fara í slíkar framkvæmdir. Framkvæmd sem miðar að því að auka greiðfærni og umferðaröryggi til muna. Allt í okkar samfélagi í dag miðar að því að tryggja öryggi sem best. Sama hvort það sé á vinnustaðnum, í frístundum eða þegar við nýtum okkur samgöngur. Í umferðaröryggismati sem unnið var samhliða umhverfismatsskýrslunni kemur fram að valkostur 1 (nýr láglendisvegur og jarðgöng) „sé æskilegastur hvað varðar umferðaröryggi“. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að þeir kostir sem fela í sér jarðgöng koma best út með tilliti til öryggis og greiðfærni. Út frá þessum upplýsingum er um að gera að spyrja sig, hver er tilgangurinn með því að breyta veglínum og byggja upp vegi? Er það ekki til þess að auka umferðaröryggi? Þess vegna þykir mér afar erfitt að skilja hvernig er hægt að líta framhjá jafn borðliggjandi leið og nýr láglendisvegur um Mýrdal og jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru. Það hins vegar gerir Vegagerð ríkisins. Eftir lestur skýrslunnar mátti ég til með að lesa yfir markmið og stefnur Vegagerðarinnar. Ein af stefnum Vegagerðarinnar er eðlilega „Öruggar samgöngur“. Þar segir: „Við uppbyggingu og þróun samgöngukerfisins eru greiðar samgöngur og öryggi einstaklinga forgangsatriði svo ekki komi til alvarlegra slysa.“ Miðað við þessa stefnu hefði manni þótt eðlilegast að öruggasti og greiðfærasti kosturinn væri valinn. Til að fá innsýn hverskonar farartálmi vegurinn við Reynisfjall er, í samanburði við aðra hluta hringvegarins í Mýrdal sem liggja um láglendi, er gott að lesa kaflann um vetrarþjónustu. Þar segir að 75% kostnaðar vegna snjómoksturs á kaflanum frá Vík og að Jökulsá á Sólheimasandi fari í veginn við Reynisfjall. Þar segir einnig „við Reynisfjall eru krefjandi aðstæður í vetrarþjónustu vegna hæðar yfir sjávarmáli og leiðin upp yfir fjallið er brött, sérstaklega að vestanverðu þar sem bratti er 12%. Flatar og sléttar láglendisleiðir í kring eru í engri líkingu við aðstæður við Reynisfjall“. Á veginum við Reynisfjall eru einnig fjölmörg dæmi um það að vindur valdi usla. Það þekki ég sjálfur en ég hef tvisvar sinnum á minni lífsleið verið farþegi í bíl sem hafnar utanvegar, í bæði skiptin var það á veginum við Reynisfjall vegna hálku og vinds. Ég velti fyrir mér hvar við ætlum að draga mörkin? Er náttúran verðmætari en bætt umferðaröryggi? Gott dæmi um veg sem byggður hefur verið upp á umdeildum stað er vegurinn um Teigsskóg. Þar var vandað sérstaklega til verka og var lagt upp með að minnka umhverfisáhrif framkvæmdanna eins og hægt var. Eða eins og segir í frétt Vegagerðarinnar „helst þannig að við getum séð fyrir okkur að vegurinn hafi nánast dottið af himnum ofan“. Ég hef hvergi orðið var við háværar gagnrýnisraddir eftir opnum vegarins um Teigsskóg, samt var búið að deila um það þarfa mál í tugi ára. Vandað er til verka við frágang vega og á að vera hægt að gera það í sátt og samlyndi við umhverfið þó að raskið verði alltaf eitthvað. Teigsskógur er gott dæmi um það og nýr láglendisvegur í Mýrdal með jarðgöngum í gegnum Reynisfjall verður það vonandi líka. Þó að Vegagerðin reyni að rökstyðja leiðarval sitt í umhverfismatsskýrslunni á ég afar erfitt með að skilja hvernig hægt var að fá þessa niðurstöðu. Það er eitt og sér nóg að lesa í gegnum markmið framkvæmdarinnar og þau sjónarmið sem Vegagerðin tekur tillit til við val á fyrsta kosti til að sjá hversu furðulegt leiðarval þeirra er. Sú leið sem kemur best út hvað varðar umferðaröryggi og greiðfærni er ekki valin. Ekki nóg með það að Vegagerðin fari gegn eigin markmiðum við val á leið þá fer hún sem fyrr segir einnig gegn vilja Mýrdalshrepps og velur leið sem þeir vita að kemur ekki til greina hjá sveitarfélaginu. Samt er tekið fram að þeir horfi til „stefnumörkunar í aðalskipulagi Mýrdalshrepps og samgönguáætlunar“ við val á fyrsta kosti. Höfundur er 23 ára fæddur og uppalinn Mýrdælingur.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun