Undrandi á tillögum Bjarna sem gangi gegn öllum hefðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. desember 2023 21:01 Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor kveðst undrandi á útspili Bjarna, sem hefur lagt til að fyrrverandi aðstoðarmaður hans og ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu verði skipuð sendiherrar. Vísir/Vilhelm Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði kveðst undrandi yfir tillögum Bjarna Benediktssonar um að Svanhildur Hólm Valsdóttir og Guðmundur Árnason verði skipuð sendiherrar. Tillögur Bjarna hafa vakið talsverða athygli. Svanhildur var um árabil aðstoðarmaður Bjarna, en þar áður var hún framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Bjarni hefur nú lagt til að hún verði skipuð til fimm ára sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Þá leggur hann til að Guðmundur, sem hefur verið ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu allan þann tíma sem Bjarni hefur verið fjármálaráðherra, verði skipaður sendiherra í Róm. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Bjarni það mikinn feng fyrir utanríkisþjónustuna að fá fyrrverandi aðstoðarmann hans og ráðuneytisstjóra til starfa í utanríkisþjónustunni. Ólafur neitar því ekki en segir margt óvenjulegt við tillögur Bjarna. „Ég er alveg sammála því sem Bjarni segir, að þarna er um að ræða tvo einstaklinga sem eru mjög hæfir og ég er í sjálfu sér ekkert í neinum vafa um það að þau muni standa sig mjög vel sem sendiherrar,“ sagði Ólafur í myndveri Stöðvar 2 í kvöld. Bjarni hafi hins vegar gengið algjörlega gegn meginhefðum um skipun sendiherra sem hafi verið við lýði á Íslandi í áratugi. „Flestir sendiherrar hafa verið skipaðir úr tvennum herbúðum. Annars vegar eru það svokallaðir career-sendiherrar, þeir sem hafa verið í utanríkisþjónustunni og unnið sig upp. Hins vegar hafa verið pólitískir sendiherrar, en þeir hafa fyrst og fremst verið gamlir flokksforingjar og ráðherrar, og stöku þingmaður.“ Það að leita út fyrir þessa tvo hópa gangi gegn ríkjandi hefðum, þó undantekningar hafi verið gerðar frá þessum meginstraumum. „Langstærsta undantekningin var hjá Davíð Oddssyni, þegar hann var utanríkisráðherra í eitt ár í lok síns ráðherraferils.“ Þá hafi Davíð skipað á annan tug sendiherra, svo gott sem á einu bretti, þrátt fyrir að lítil þörf væri á þeim. „Margir þessara sendiherra virtust fjarri því að uppfylla þessar hefðbundnu hæfniskröfur annars vegar um career-diplómata og hins vegar um að stjórnmálamennirnir sem komi inn séu foringjar með mikla reynslu,“ sagði Ólafur. Ólíklegt að málið styrki stjórnin Hann sagði eðlilegt að stjórnarandstaðan gagnrýndi tillögur Bjarna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírötum er á meðal þeirra sem hafa gert það, en í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði hún ákvörðun Bjarna orka tvímælis og sagðist telja að hann þyrfti að svara fyrir hana í þinginu. „Stuðningur við stjórnina meðal almennings hefur verið mjög lítill og allir þrír stjórnarflokkarnir hafa tapað miklu fylgi. Mér finnst ákaflega ólíklegt að þessi gjörningur Bjarna muni styrkja stjórnina og ekki heldur stjórnarflokkana meðal almennings,“ sagði Ólafur. Hann sagði það mikla framför þegar Guðlaugur Þór Þórðarson, sem þá var utanríkisráðherra, beitti sér fyrir breytingu laganna sem skipanir sendiherra hvíla á. „Þar var ákveðið að skilja eftir ákveðna glufu, þar sem ég held að hugsunin hafi fyrst og fremst verið sú að gamlir og reyndir stjórnmálaforingjar gætu komið þarna inn. Ég er ekki viss um hvort það þurfi að breyta lögunum, en það er sjálfsagt að velta því fyrir sér í framhaldinu,“ sagði Ólafur að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Alþingi Sendiráð Íslands Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Tillögur Bjarna hafa vakið talsverða athygli. Svanhildur var um árabil aðstoðarmaður Bjarna, en þar áður var hún framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Bjarni hefur nú lagt til að hún verði skipuð til fimm ára sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Þá leggur hann til að Guðmundur, sem hefur verið ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu allan þann tíma sem Bjarni hefur verið fjármálaráðherra, verði skipaður sendiherra í Róm. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Bjarni það mikinn feng fyrir utanríkisþjónustuna að fá fyrrverandi aðstoðarmann hans og ráðuneytisstjóra til starfa í utanríkisþjónustunni. Ólafur neitar því ekki en segir margt óvenjulegt við tillögur Bjarna. „Ég er alveg sammála því sem Bjarni segir, að þarna er um að ræða tvo einstaklinga sem eru mjög hæfir og ég er í sjálfu sér ekkert í neinum vafa um það að þau muni standa sig mjög vel sem sendiherrar,“ sagði Ólafur í myndveri Stöðvar 2 í kvöld. Bjarni hafi hins vegar gengið algjörlega gegn meginhefðum um skipun sendiherra sem hafi verið við lýði á Íslandi í áratugi. „Flestir sendiherrar hafa verið skipaðir úr tvennum herbúðum. Annars vegar eru það svokallaðir career-sendiherrar, þeir sem hafa verið í utanríkisþjónustunni og unnið sig upp. Hins vegar hafa verið pólitískir sendiherrar, en þeir hafa fyrst og fremst verið gamlir flokksforingjar og ráðherrar, og stöku þingmaður.“ Það að leita út fyrir þessa tvo hópa gangi gegn ríkjandi hefðum, þó undantekningar hafi verið gerðar frá þessum meginstraumum. „Langstærsta undantekningin var hjá Davíð Oddssyni, þegar hann var utanríkisráðherra í eitt ár í lok síns ráðherraferils.“ Þá hafi Davíð skipað á annan tug sendiherra, svo gott sem á einu bretti, þrátt fyrir að lítil þörf væri á þeim. „Margir þessara sendiherra virtust fjarri því að uppfylla þessar hefðbundnu hæfniskröfur annars vegar um career-diplómata og hins vegar um að stjórnmálamennirnir sem komi inn séu foringjar með mikla reynslu,“ sagði Ólafur. Ólíklegt að málið styrki stjórnin Hann sagði eðlilegt að stjórnarandstaðan gagnrýndi tillögur Bjarna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírötum er á meðal þeirra sem hafa gert það, en í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði hún ákvörðun Bjarna orka tvímælis og sagðist telja að hann þyrfti að svara fyrir hana í þinginu. „Stuðningur við stjórnina meðal almennings hefur verið mjög lítill og allir þrír stjórnarflokkarnir hafa tapað miklu fylgi. Mér finnst ákaflega ólíklegt að þessi gjörningur Bjarna muni styrkja stjórnina og ekki heldur stjórnarflokkana meðal almennings,“ sagði Ólafur. Hann sagði það mikla framför þegar Guðlaugur Þór Þórðarson, sem þá var utanríkisráðherra, beitti sér fyrir breytingu laganna sem skipanir sendiherra hvíla á. „Þar var ákveðið að skilja eftir ákveðna glufu, þar sem ég held að hugsunin hafi fyrst og fremst verið sú að gamlir og reyndir stjórnmálaforingjar gætu komið þarna inn. Ég er ekki viss um hvort það þurfi að breyta lögunum, en það er sjálfsagt að velta því fyrir sér í framhaldinu,“ sagði Ólafur að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Alþingi Sendiráð Íslands Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira