Oliver lék með ÍA síðast í efstu deild í hitteðfyrra þegar liðið féll niður í næstefstu deild. Eftir fall Skagamanna samdi hann við þáverandi Íslandsmeistara Blika en var á eftir Damir Muminovic og Viktori Erni Margeirssyni í goggunarröðinni er Breiðablik lenti í fjórða sæti deildarinnar í sumar.
ÍA komst aftur upp í fyrstu tilraun og hafa skipti Olivers heim á Skagann, hvar hann er uppalinn, legið í loftinu um hríð.
Gengið var frá samningum í dag og tilkynnt um skiptin á miðlum ÍA.
Oliver var á láni hjá í ÍA sumarið 2022 frá Norrköping en Breiðablik keypti hann í kjölfarið frá Svíþjóð. Hann hefur nú skipt alfarið til ÍA og gerir samning út leiktíðina 2025.