Veit oftast hvenær íbúar á Höfn eiga afmæli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. janúar 2024 20:30 Amor Joy er mjög ánægð með að búa á Höfn og hrósar samfélaginu þar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eigandi blóma- og gjafavörubúðar á Höfn í Hornafirði reynir að passa alltaf upp á að vita hvenær íbúar svæðisins eiga afmæli því þá á hún von á brosandi fólki inn í búðina til að versla fyrir afmælisbarnið. Þá er sérstök grös fyrir ketti mjög vinsæl í búðinni. Amor blóma- og gjafavörubúð er vinsæl verslun á Höfn í Hornafirði og eina búð sinnar tegundar á staðnum. Eigandi hennar, Amor Joy, sem er frá Filippseyjum er bráðhress og skemmtileg en hún hefur búið á Íslandi í 18 ár. Hún segist vita nákvæmlega hvenær íbúar á Höfn og í sveitunum þar í kring eiga afmæli því þá er alltaf von á viðskiptum. „Maður veit ýmislegt sko,” segir Amor Joy skellihlæjandi. Og er ekki gaman að eiga svona blómabúð? „Það er mjög gaman, þetta er náttúrulega draumur, það er kannski erfitt stundum en þetta er bara gaman.” Hún segist hafa rekið búðina í þrjú ár og það hafi bara gengið nokkuð vel. En hvernig líkar Amor Joy að búa á Höfn? „Hér er mjög, mjög gott að búa á Höfn. Bara rólegt umhverfi og ekkert vesen.” Amor Joy Pepito Mantillam, eigandi Amor blóma- og gjafavörubúðarinnar á Höfn í Hornafirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Amor Joy talar góða íslensku. Já, er það ekki, ef maður þarf að flytja í annað land þá verður maður að læra tungumálið til að komast inn í samfélagið.” Og Amor Joy er með sérstök grös fyrir ketti í búðinni. „Þetta eru kattargrös, sem eru fyrir fólk sem er með ketti, sem mega ekki fara út. Kisurnar liggja á og við grösin og borða þau líka, þetta er frábær og vinsæl vara”, segir Amor Joy. Og kattargrösin eru vinsæl í búðinni hjá Amor Joy.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða búðarinnar Sveitarfélagið Hornafjörður Verslun Blóm Innflytjendamál Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Amor blóma- og gjafavörubúð er vinsæl verslun á Höfn í Hornafirði og eina búð sinnar tegundar á staðnum. Eigandi hennar, Amor Joy, sem er frá Filippseyjum er bráðhress og skemmtileg en hún hefur búið á Íslandi í 18 ár. Hún segist vita nákvæmlega hvenær íbúar á Höfn og í sveitunum þar í kring eiga afmæli því þá er alltaf von á viðskiptum. „Maður veit ýmislegt sko,” segir Amor Joy skellihlæjandi. Og er ekki gaman að eiga svona blómabúð? „Það er mjög gaman, þetta er náttúrulega draumur, það er kannski erfitt stundum en þetta er bara gaman.” Hún segist hafa rekið búðina í þrjú ár og það hafi bara gengið nokkuð vel. En hvernig líkar Amor Joy að búa á Höfn? „Hér er mjög, mjög gott að búa á Höfn. Bara rólegt umhverfi og ekkert vesen.” Amor Joy Pepito Mantillam, eigandi Amor blóma- og gjafavörubúðarinnar á Höfn í Hornafirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Amor Joy talar góða íslensku. Já, er það ekki, ef maður þarf að flytja í annað land þá verður maður að læra tungumálið til að komast inn í samfélagið.” Og Amor Joy er með sérstök grös fyrir ketti í búðinni. „Þetta eru kattargrös, sem eru fyrir fólk sem er með ketti, sem mega ekki fara út. Kisurnar liggja á og við grösin og borða þau líka, þetta er frábær og vinsæl vara”, segir Amor Joy. Og kattargrösin eru vinsæl í búðinni hjá Amor Joy.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða búðarinnar
Sveitarfélagið Hornafjörður Verslun Blóm Innflytjendamál Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira