Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að útkallið hafi komið rétt fyrir miðnætti en um hafi verið ræða 54 manna rútu annars vegar og 34 manna hins vegar.
„Þær gátu ekki haldið áfram og var sendur talsverður fjöldi bíla úr bænum sem ferjaði fólkið í Mosfellsbæ þar sem farþegar voru svo fluttir áfram. Þessu verkefni var lokið á öðrum tímanum í nótt. Þetta gerðist þar sem Eyrarfjallsvegur kemur niður á Hvalfjarðarveg.“
Jón Þór segir að ekki hafi þurft að kalla út björgunarsveitir á Austurlandi í gærkvöldi eða nótt en óvissustig er þar í gildi vegna ofanflóðahættu og hættustig á Seyðisfirði.