Gos í Grímsvötnum líklega í vændum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. janúar 2024 12:02 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir helst undrandi á því að Grímsvötn séu ekki búin að gjósa. Vísir/Arnar Búast má við gosi í Grímsvötnum á næstu dögum eða vikum að mati eldfjallafræðings. Fluglitakóði yfir eldstöðinni var færður á gult í gær vegna óvenjulegrar skjálftahrinu en gosmökkurinn gæti haft áhrif á flugumferð. Á einni klukkustund síðdegis í gær mældust sex skjálftar sem voru yfir einum á stærð í Grímsvötnum. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, telur eldstöðina vera að undirbúa gos. „Maður er kannski bara mest undrandi á því að það skuli ekki vera búið að gjósa því að í venjulegu árferði eru Grímsvötn að gjósa einu sinni á tíu ára fresti og jafnvel oftar en síðasta gos var árið 2011. Það var reyndar óvenju stórt þannig að það hefur kannski tekið aðeins lengri tíma að fylla á tankin.“ Skjálftahrinan sé vísbending um að kvika sé komin á hreyfingu og þá megi búast við gosi hvenær sem er. „Ég held dagar og kannski vikur en ekki mikið meira. En ég á nú ekki von á því að Grímsvötn komi með stórt gos. Þetta eru yfirleitt frekar lítil gos. Byrja með sæmilegu afli og geta búið til gosmökk sem fer jafnvel upp í þrettán kílómetra hæð en á næstu þremur til fjórum dögum fjarar það út og gjóskufallið er að mestu leyti bundið við jökulinn,“ segir Þorvaldur. Það ógni því hvorki byggð né innviðum. „En gosmökkurinn getur nú náð upp í tíu til þrettán kílómetra hæð og þá ertu kominn í flughæðina þannig að það þarf náttúrulega að vara flugvélar við yfirvofandi hættu sem getur stafað af gosi í Grímsvötnum.“ Hann segir lítið að frétta af Reykjanesi en að smávægileg skjálftavirkni sé við Trölladyngju og Sundhnúka; landrisið haldi áfram. „Það hefur hægst pínulítið á því en það gerðist líka fyrir síðasta gos. Þannig það getur kannski farið að draga til tíðinda núna á næstunni,“ segir Þorvaldur. Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Skaftárhreppur Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Á einni klukkustund síðdegis í gær mældust sex skjálftar sem voru yfir einum á stærð í Grímsvötnum. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, telur eldstöðina vera að undirbúa gos. „Maður er kannski bara mest undrandi á því að það skuli ekki vera búið að gjósa því að í venjulegu árferði eru Grímsvötn að gjósa einu sinni á tíu ára fresti og jafnvel oftar en síðasta gos var árið 2011. Það var reyndar óvenju stórt þannig að það hefur kannski tekið aðeins lengri tíma að fylla á tankin.“ Skjálftahrinan sé vísbending um að kvika sé komin á hreyfingu og þá megi búast við gosi hvenær sem er. „Ég held dagar og kannski vikur en ekki mikið meira. En ég á nú ekki von á því að Grímsvötn komi með stórt gos. Þetta eru yfirleitt frekar lítil gos. Byrja með sæmilegu afli og geta búið til gosmökk sem fer jafnvel upp í þrettán kílómetra hæð en á næstu þremur til fjórum dögum fjarar það út og gjóskufallið er að mestu leyti bundið við jökulinn,“ segir Þorvaldur. Það ógni því hvorki byggð né innviðum. „En gosmökkurinn getur nú náð upp í tíu til þrettán kílómetra hæð og þá ertu kominn í flughæðina þannig að það þarf náttúrulega að vara flugvélar við yfirvofandi hættu sem getur stafað af gosi í Grímsvötnum.“ Hann segir lítið að frétta af Reykjanesi en að smávægileg skjálftavirkni sé við Trölladyngju og Sundhnúka; landrisið haldi áfram. „Það hefur hægst pínulítið á því en það gerðist líka fyrir síðasta gos. Þannig það getur kannski farið að draga til tíðinda núna á næstunni,“ segir Þorvaldur.
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Skaftárhreppur Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira