Málskotsbeiðni hafnað og Björn fær ekki krónu Árni Sæberg skrifar 8. janúar 2024 11:18 Björn Þorláksson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi hjá Umhverfisstofnun. Vísir/Aðsend Málskotsbeiðni Björns Þorlákssonar, í máli sem hann höfðaði á hendur ríkinu vegna uppsagnar hans úr starfi upplýsingafulltrúa Umhverfisstofnunar, hefur verið hafnað. Fræðagarður, stéttarfélag blaðamannsins Björns Þorlákssonar, óskaði eftir áfrýjunarleyfi Hæstaréttar vegna máls sem Björn höfðaði gegn Kjara-og mannauðssýslu ríkisins, eftir að Landsréttur sýknaði ríkið af hluta krafna Björns og vísaði restinni frá héraðsdómi. Björn hóf nýverið störf á Samstöðinni. Hæstiréttur staðfesti úrskurð Landsréttar um frávísun kröfu Björns, vegna ætlaðs tjóns hans af búferlaflutningum frá Akureyri til Reykjavíkur, á þeim grundvelli að hana væri ekki að finna í stefnu málsins fyrir héraðsdómi. Nú hefur Hæstiréttur hafnað beiðni Björns um áfrýjun málsins að öðru leyti og því er málinu endanlega lokið. Starfið lagt niður og annað svipað auglýst mánuði seinna Forsaga málsins er sú að Björn var fyrirvaralaust kallaður á fund með forstjóra stofnunarinnar og mannauðsstjóra í nóvember árið 2020. Honum var þar afhent bréf þar sem honum var tilkynnt um verulegar breytingar á verkefnaskipulagi og áherslum tengdum starfi hans Þá var honum boðið að taka þátt í hæfnismati, sem hann þáði með þeim fyrirvara að það stæðist lög, sem hann efaðist um. Í janúar árið 2021 var Birni síðan tilkynnt að leggja ætti starf upplýsingafulltrúa niður. Um mánuði síðar auglýsti Umhverfisstofnun starf sérfræðings í stafrænni þróun, fræðslu og miðlun til umsóknar. Héraðsdómur gerði ríkinu að greiða Birni 6,8 milljónir króna vegna málsins, þar af þrjár milljónir króna í miskabætur. Þeim dómi var snúið við af Landsrétti. Uppsögnina ekki að rekja til persónu Björns Í dómi Landsréttar er rakið að forstöðumenn ríkisstofnana hafi rúmar heimildir til að taka ákvarðanir um hagræðingu í rekstri og ákvörðun um niðurlagningu á starfi Björns hafi verið tekin í kjölfar heildstæðrar greiningar á því hvernig unnt væri að mæta aðhaldskröfum fyrir Umhverfisstofnun. Þá hafi ákvörðunin þótt hafa byggst á málefnalegu mati og Birni að mati Landsréttar ekki tekist að sýna fram á að uppsögnin hefði verið löngu áformuð eða að hana mætti rekja til persónu hans eða framgöngu í starfi. Væri ákvörðunin því ekki talin ólögmæt, andstæð réttmætisreglu eða meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Ekki verulegt almennt gildi Í ákvörðun Hæstaréttar um málskotsbeiðni Björns segir að hann hafi í fyrsta lagi byggt á því að málið hefði verulegt almennt gildi, meðal annars um túlkun og samspil ákvæða laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins varðandi breytingar á störfum starfsmanns og verksviði annars vegar og hins vegar annarra ákvæða sömu laga um niðurlagningu starfs og uppsögn starfsmanns. Björn hafi talið að dómur Landsréttar fæli í sér nýmæli þar sem vinnuveitanda hafi verið talið heimilt að breyta starfi og segja starfsmanni samhliða upp störfum, án þess að það komi fram í henni að verið sé að segja starfsmanni upp störfum eða leggja niður starf hans. Í öðru lagi hafi Björn byggt á því að málið varði verulega hagsmuni hans þar sem ákvörðunin hefði bakað honum umtalsvert tjón. Í þriðja lagi hafi hann byggt á því að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til, meðal annars þar sem að dómsniðurstaðan samræmist hvorki lögum né dómaframkvæmd á sviði opinbers starfsmannaréttar og að hæglega hefði mátt komast hjá uppsögn leyfisbeiðanda að gættri meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Í niðurstööu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins sé hvorki unnt að líta svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðanda í skilningi laga um meðferð einkamála. Þá verði ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því hafnað. Dómsmál Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Fræðagarður, stéttarfélag blaðamannsins Björns Þorlákssonar, óskaði eftir áfrýjunarleyfi Hæstaréttar vegna máls sem Björn höfðaði gegn Kjara-og mannauðssýslu ríkisins, eftir að Landsréttur sýknaði ríkið af hluta krafna Björns og vísaði restinni frá héraðsdómi. Björn hóf nýverið störf á Samstöðinni. Hæstiréttur staðfesti úrskurð Landsréttar um frávísun kröfu Björns, vegna ætlaðs tjóns hans af búferlaflutningum frá Akureyri til Reykjavíkur, á þeim grundvelli að hana væri ekki að finna í stefnu málsins fyrir héraðsdómi. Nú hefur Hæstiréttur hafnað beiðni Björns um áfrýjun málsins að öðru leyti og því er málinu endanlega lokið. Starfið lagt niður og annað svipað auglýst mánuði seinna Forsaga málsins er sú að Björn var fyrirvaralaust kallaður á fund með forstjóra stofnunarinnar og mannauðsstjóra í nóvember árið 2020. Honum var þar afhent bréf þar sem honum var tilkynnt um verulegar breytingar á verkefnaskipulagi og áherslum tengdum starfi hans Þá var honum boðið að taka þátt í hæfnismati, sem hann þáði með þeim fyrirvara að það stæðist lög, sem hann efaðist um. Í janúar árið 2021 var Birni síðan tilkynnt að leggja ætti starf upplýsingafulltrúa niður. Um mánuði síðar auglýsti Umhverfisstofnun starf sérfræðings í stafrænni þróun, fræðslu og miðlun til umsóknar. Héraðsdómur gerði ríkinu að greiða Birni 6,8 milljónir króna vegna málsins, þar af þrjár milljónir króna í miskabætur. Þeim dómi var snúið við af Landsrétti. Uppsögnina ekki að rekja til persónu Björns Í dómi Landsréttar er rakið að forstöðumenn ríkisstofnana hafi rúmar heimildir til að taka ákvarðanir um hagræðingu í rekstri og ákvörðun um niðurlagningu á starfi Björns hafi verið tekin í kjölfar heildstæðrar greiningar á því hvernig unnt væri að mæta aðhaldskröfum fyrir Umhverfisstofnun. Þá hafi ákvörðunin þótt hafa byggst á málefnalegu mati og Birni að mati Landsréttar ekki tekist að sýna fram á að uppsögnin hefði verið löngu áformuð eða að hana mætti rekja til persónu hans eða framgöngu í starfi. Væri ákvörðunin því ekki talin ólögmæt, andstæð réttmætisreglu eða meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Ekki verulegt almennt gildi Í ákvörðun Hæstaréttar um málskotsbeiðni Björns segir að hann hafi í fyrsta lagi byggt á því að málið hefði verulegt almennt gildi, meðal annars um túlkun og samspil ákvæða laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins varðandi breytingar á störfum starfsmanns og verksviði annars vegar og hins vegar annarra ákvæða sömu laga um niðurlagningu starfs og uppsögn starfsmanns. Björn hafi talið að dómur Landsréttar fæli í sér nýmæli þar sem vinnuveitanda hafi verið talið heimilt að breyta starfi og segja starfsmanni samhliða upp störfum, án þess að það komi fram í henni að verið sé að segja starfsmanni upp störfum eða leggja niður starf hans. Í öðru lagi hafi Björn byggt á því að málið varði verulega hagsmuni hans þar sem ákvörðunin hefði bakað honum umtalsvert tjón. Í þriðja lagi hafi hann byggt á því að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til, meðal annars þar sem að dómsniðurstaðan samræmist hvorki lögum né dómaframkvæmd á sviði opinbers starfsmannaréttar og að hæglega hefði mátt komast hjá uppsögn leyfisbeiðanda að gættri meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Í niðurstööu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins sé hvorki unnt að líta svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðanda í skilningi laga um meðferð einkamála. Þá verði ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því hafnað.
Dómsmál Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent