Fyrsta geimskot nýrrar eldflaugar heppnaðist Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2024 16:57 Fyrsta geimskot Vulcan eldflaugarinnar heppnaðist vel. United Launch Alliance Ný eldflaug bar í nótt fyrsta tunglfarið frá Bandaríkjunum út í geim frá árinu 1972. Eldflaugin ber nafnið Vulcan og er þróuð af starfsmönnum United Launch Alliance, sem er samstarfsverkefni Boeing og Lockheed Martin, en geimskotið heppnaðist fullkomlega. Villa kom þó upp í lendingarfarinu. Lendingarfarið, sem ber nafnið Peregrine, var framleitt af starfsmönnum fyrirtækisins Astrobotic en í yfirlýsingum þaðan segir að ekki hafi tekist að snúa geimfarinu að sólinni svo sólarsellur þess nýti ljósið þaðan sem best. Verið er að vinan í vandamálinu en talið er að það megi rekja til hreyfla geimfarsins. Reynist það rétt er ólíklegt að hægt verði að lenda farinu á tunglinu án lausnar. Starfsmenn Astrobotic hafa tíma til að finna þá lausn en Peregrine á ekki að lenda á tunglinu fyrr en 23. febrúar. Update #2 on Peregrine Mission One: pic.twitter.com/hS5QsAihh4— Astrobotic (@astrobotic) January 8, 2024 Framleiðsla Peregrine var að miklu leyti fjármögnuð af Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA). Verkefnið er eitt af um tíu sem stofnunin hefur fjármagna og er ætlað að koma lendingarförum til tunglsins á næstu árum. Í frétt Ars Technica segir að markmiði sé að byggja fjölbreyttar leiðir til að koma farmi og lendingarförum til tunglsins. Þessi leið felur í sér mun minni kostnað fyrir NASA en meiri áhættu. Öðru lendingarfari sem tengist þessu verkefni gæti verið skotið út í geim á Falcon 9 eldflaug frá SpaceX í næsta mánuði. Vulcan eldflaugin mun þó hafa staðið sig með prýðum og kom Peregrine á rétta braut til tunglsins. Forsvarsmenn ULA vonast til þess að eldflaugin geti leyst hinar eldri en áreiðanlegu Atlas V og Delta IV eldflaugar og hafa þeir gert samninga um rúmlega sjötíu geimskot með þessum eldflaugum. Sjá má geimskotið í nótt í spilaranum hér að neðan. Þar af eru 38 geimskot fyrir Amazon en þar á bæ er unnið að því að koma upp neti smárra samskiptagervihnatta á braut um jörðu. Í heildina eiga gervihnettirnir að vera 3.236 talsins og eiga þeir að geta veitt fólki aðgang að netinu. ULA hefur skotið 155 eldflaugum út í geim og er með hundrað prósent nýtingu, ef svo má segja. Ekkert geimskotanna hefur misheppnast. Þessi áreiðanleiki hefur þó ekki dugað til við að halda markaðsstöðu fyrirtækisins á markaði geimferða. MISSION SUCCESS! ULA's #VulcanRocket successfully performed its #Cert1 flight test today! Thank you to the engineers, technicians and teammates across the nation who designed, built and launched this versatile new rocket. ULA success #159.https://t.co/JRNjxSQtlZ pic.twitter.com/KQbKg04nLY— ULA (@ulalaunch) January 8, 2024 Vilja saxa á forskot SpaceX Fyrirtækið SpaceX hefur náð töluvert stórri sneið af þeim markaði á undanförnum árum með Falcon 9 eldflaugunum. Þær eru þróaðar til að senda farm á braut um jörðu og snúa aftur til jarðar og lenda í heilu lagi. Þetta felur í sér að SpaceX getur komið farmi á braut um jörðu með minni tilkostnaði en önnur fyrirtæki, þar sem ekki þarf að smíða heila eldflaug fyrir hvert geimskot. Áreiðanleiki eldflauga SpaceX hefur batnað jafnt og þétt á undanförnum árum. Á síðasta ári skutu starfsmenn SpaceX 96 eldflaugum út í geim og ekkert þeirra misheppnaðist. Önnur bandarísk reyndu átján sinnum að skjóta eldflaugum út í geim en fimm tilraunir misheppnuðust, samkvæmt yfirliti miðilsins NSF. ULA á þrjú af þeim geimskotum sem heppnuðust. Á vef SpaceX segir að fyrirtækið hafi skotið 298 eldflaugum út í geim. 262 þeirra lentu aftur á jörðinni og af þessum 298 geimskotum var 233 sinnum notast við eldflaug sem hafði flogið áður. Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Villa kom þó upp í lendingarfarinu. Lendingarfarið, sem ber nafnið Peregrine, var framleitt af starfsmönnum fyrirtækisins Astrobotic en í yfirlýsingum þaðan segir að ekki hafi tekist að snúa geimfarinu að sólinni svo sólarsellur þess nýti ljósið þaðan sem best. Verið er að vinan í vandamálinu en talið er að það megi rekja til hreyfla geimfarsins. Reynist það rétt er ólíklegt að hægt verði að lenda farinu á tunglinu án lausnar. Starfsmenn Astrobotic hafa tíma til að finna þá lausn en Peregrine á ekki að lenda á tunglinu fyrr en 23. febrúar. Update #2 on Peregrine Mission One: pic.twitter.com/hS5QsAihh4— Astrobotic (@astrobotic) January 8, 2024 Framleiðsla Peregrine var að miklu leyti fjármögnuð af Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA). Verkefnið er eitt af um tíu sem stofnunin hefur fjármagna og er ætlað að koma lendingarförum til tunglsins á næstu árum. Í frétt Ars Technica segir að markmiði sé að byggja fjölbreyttar leiðir til að koma farmi og lendingarförum til tunglsins. Þessi leið felur í sér mun minni kostnað fyrir NASA en meiri áhættu. Öðru lendingarfari sem tengist þessu verkefni gæti verið skotið út í geim á Falcon 9 eldflaug frá SpaceX í næsta mánuði. Vulcan eldflaugin mun þó hafa staðið sig með prýðum og kom Peregrine á rétta braut til tunglsins. Forsvarsmenn ULA vonast til þess að eldflaugin geti leyst hinar eldri en áreiðanlegu Atlas V og Delta IV eldflaugar og hafa þeir gert samninga um rúmlega sjötíu geimskot með þessum eldflaugum. Sjá má geimskotið í nótt í spilaranum hér að neðan. Þar af eru 38 geimskot fyrir Amazon en þar á bæ er unnið að því að koma upp neti smárra samskiptagervihnatta á braut um jörðu. Í heildina eiga gervihnettirnir að vera 3.236 talsins og eiga þeir að geta veitt fólki aðgang að netinu. ULA hefur skotið 155 eldflaugum út í geim og er með hundrað prósent nýtingu, ef svo má segja. Ekkert geimskotanna hefur misheppnast. Þessi áreiðanleiki hefur þó ekki dugað til við að halda markaðsstöðu fyrirtækisins á markaði geimferða. MISSION SUCCESS! ULA's #VulcanRocket successfully performed its #Cert1 flight test today! Thank you to the engineers, technicians and teammates across the nation who designed, built and launched this versatile new rocket. ULA success #159.https://t.co/JRNjxSQtlZ pic.twitter.com/KQbKg04nLY— ULA (@ulalaunch) January 8, 2024 Vilja saxa á forskot SpaceX Fyrirtækið SpaceX hefur náð töluvert stórri sneið af þeim markaði á undanförnum árum með Falcon 9 eldflaugunum. Þær eru þróaðar til að senda farm á braut um jörðu og snúa aftur til jarðar og lenda í heilu lagi. Þetta felur í sér að SpaceX getur komið farmi á braut um jörðu með minni tilkostnaði en önnur fyrirtæki, þar sem ekki þarf að smíða heila eldflaug fyrir hvert geimskot. Áreiðanleiki eldflauga SpaceX hefur batnað jafnt og þétt á undanförnum árum. Á síðasta ári skutu starfsmenn SpaceX 96 eldflaugum út í geim og ekkert þeirra misheppnaðist. Önnur bandarísk reyndu átján sinnum að skjóta eldflaugum út í geim en fimm tilraunir misheppnuðust, samkvæmt yfirliti miðilsins NSF. ULA á þrjú af þeim geimskotum sem heppnuðust. Á vef SpaceX segir að fyrirtækið hafi skotið 298 eldflaugum út í geim. 262 þeirra lentu aftur á jörðinni og af þessum 298 geimskotum var 233 sinnum notast við eldflaug sem hafði flogið áður.
Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira