Fótbolti

Mellberg verður ekki næsti lands­liðs­þjálfari Sví­þjóðar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Olof Mellberg var einn besti varnarmaður sem Svíþjóð hefur alið.
Olof Mellberg var einn besti varnarmaður sem Svíþjóð hefur alið. Vísir/Getty Images

Sænska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Olof Mellberg verði ekki næsti þjálfara karlalandsliðsins en það virtist nær staðfest fyrir ekki svo löngu síðan.

Svíar eru enn í leit að eftirmanni Janne Andersson sem hætti með liðið fyrir ekki svo löngu síðan. Miðlar í Svíþjóð greindu frá því að fyrrum landsliðsmaðurinn Mellberg væri að taka við liðinu en hann spilaði á sínum tíma 117 landsleiki.

Síðan Mellberg lagði skóna á hilluna hefur hann þjálfað IF Brommapojkarna, Fremad Amager og Helsingborg. Hann var ráðinn til Brommapojkarna á nýjan leik fyrir skemmstu en hann tók við sem aðalþjálfari þann 1. janúar síðastliðinn.

Í dag, mánudag, var tilkynnt að Mellberg yrði áfram hjá Brommapojkarna og sænska knattspyrnusambandið er því enn í leit að eftirmanni Janne.

Kim Kallström, fyrrverandi landsliðsmaður Svíþjóðar, var nýverið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá sænska sambandinu og hann segir það gríðarlega mikilvægt að sambandið finni rétta aðilann í verkið þegar sænski miðillinn SVT óskaði eftir viðbrögðum.

Svíar fara á ekki EM sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar eftir að lenda í 3. sæti F-riðils með aðeins 10 stig í 8 leikjum. Belgía vann riðilinn og Austurríki endaði í 2. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×