Íhuga að fara fyrir dómstóla fái SVEIT ekki sæti við borðið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. janúar 2024 13:01 Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri SVEIT segir óþolandi ástand að SA taki sér bessaleyfi að semja fyrir veitingageirann. Vísir Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir fráleitt að samtökin fái ekki sæti við borðið í yfirstandandi kjaraviðræðum. Félagsmenn samtakanna skapi hátt í sex þúsund störf á veitingamarkaði en fái ekkert um kjarasamninga að segja. „SVEIT hefur þetta umboð til að semja um kjarasamninga fyrir sína félagsmenn, sem eru 170 og skapa 5.500, eða um helming allra starfa á veitingamarkaði. Okkur finnst auðvitað ekki standast neina skoðun, og í raun vera galið að fá ekki að taka þátt í kjaraviðræðum, og ættum í raun að leiða kjaraviðræður fyrir störf í greininni ef allt væri rétt,“ segir Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Samtökin eigi erfitt með að samþykkja að Samtök atvinnulífsins, sem SVEIT er ekki hluti af, taki sér það vald að semja fyrir alla greinina. „Við samþykkjum það ekki og segjum því, og stöndum fast í lappirnar, að Samtök Atvinnulífsins semja ekki fyrir félagsmenn SVEIT.“ Hann segir erfitt að heyra talað um þjóðarsátt þegar ekki allir fá sæti við borðið. Þar að auki hafi SVEIT litla hugmynd um hvað sé verið að semja um. „Við erum algjörlega í myrkrinu. Við þurfum auðvitað að leiða þessar viðræður því það er neyðarástand í greininni, eins og við höfum bent á og hefur verið fjallað um ítrekað. Launahlutfallið er komið í 50 prósent, og við höfum séð marga veitingamenn neyðast til að loka vegna ástandsins, fleiri en í Covid. Nú er kominn tími til að þeir sem bera ábyrgð á þessu ástandi reyni að vera hluti af lausninni,“ segir Aðalgeir. Veitingageirinn beri ekki mikið traust til SA og hafi því stofnað SVEIT, sem sé orðið þreytt á því að SA taki sér vald til að semja fyrir öll störf. „Þau bera ábyrgð á þessari stöðu sem greinin er í,“ segir Aðalgeir. „Við erum hvergi nærri hætt og áskiljum okkur rétt að leita réttar okkar ef fram hjá okkur er áfram litið.“ Þannig að þið mynduð fara jafnvel með málið fyrir dómstóla? „Já, við munum alla vega alvarlega íhuga það. Ég held að það sé kannski rétta leiðin því þetta er ekki réttlátt að halda okkur svona frá viðræðum þegar við ættum í raun að leiða þær.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Veitingastaðir Tengdar fréttir Yfirstandandi kjaraviðræður og þjóðarsátt – fyrir suma Legið hefur fyrir um langt skeið að Samtök atvinnulífsins (SA) fara ekki með umboð þeirra 170 fyrirtækja sem eru aðildarfélög Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT). Félagsmenn SVEIT búa til um 5.500 störf á veitingamarkaði og fráleitt að hefðir eða reglur annarra hagsmunafélaga haldi SVEIT frá kjaraviðræðum og kalli það þjóðarsátt. 9. janúar 2024 10:30 Viðhorfið yrði annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir bagalegt að stéttarfélög virðist geta valið viðsemjendur og segir að viðhorfið yrði væntanlega annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag. Hann segir þungbært að fyrirtæki á veitingamarkaði þurfi að lúta kjarasamningi sem þau hafi ekki nokkra aðkomu að. 9. mars 2023 13:00 Telja sig óbundin af verkbanni SA Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, hafa tilkynnt Samtökum atvinnulífsins um að fyrirtæki innan vébanda þeirra telji sig óbundin af ákvörðun SA um að setja verkbann á félagsmenn Eflingar. 22. febrúar 2023 18:30 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
„SVEIT hefur þetta umboð til að semja um kjarasamninga fyrir sína félagsmenn, sem eru 170 og skapa 5.500, eða um helming allra starfa á veitingamarkaði. Okkur finnst auðvitað ekki standast neina skoðun, og í raun vera galið að fá ekki að taka þátt í kjaraviðræðum, og ættum í raun að leiða kjaraviðræður fyrir störf í greininni ef allt væri rétt,“ segir Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Samtökin eigi erfitt með að samþykkja að Samtök atvinnulífsins, sem SVEIT er ekki hluti af, taki sér það vald að semja fyrir alla greinina. „Við samþykkjum það ekki og segjum því, og stöndum fast í lappirnar, að Samtök Atvinnulífsins semja ekki fyrir félagsmenn SVEIT.“ Hann segir erfitt að heyra talað um þjóðarsátt þegar ekki allir fá sæti við borðið. Þar að auki hafi SVEIT litla hugmynd um hvað sé verið að semja um. „Við erum algjörlega í myrkrinu. Við þurfum auðvitað að leiða þessar viðræður því það er neyðarástand í greininni, eins og við höfum bent á og hefur verið fjallað um ítrekað. Launahlutfallið er komið í 50 prósent, og við höfum séð marga veitingamenn neyðast til að loka vegna ástandsins, fleiri en í Covid. Nú er kominn tími til að þeir sem bera ábyrgð á þessu ástandi reyni að vera hluti af lausninni,“ segir Aðalgeir. Veitingageirinn beri ekki mikið traust til SA og hafi því stofnað SVEIT, sem sé orðið þreytt á því að SA taki sér vald til að semja fyrir öll störf. „Þau bera ábyrgð á þessari stöðu sem greinin er í,“ segir Aðalgeir. „Við erum hvergi nærri hætt og áskiljum okkur rétt að leita réttar okkar ef fram hjá okkur er áfram litið.“ Þannig að þið mynduð fara jafnvel með málið fyrir dómstóla? „Já, við munum alla vega alvarlega íhuga það. Ég held að það sé kannski rétta leiðin því þetta er ekki réttlátt að halda okkur svona frá viðræðum þegar við ættum í raun að leiða þær.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Veitingastaðir Tengdar fréttir Yfirstandandi kjaraviðræður og þjóðarsátt – fyrir suma Legið hefur fyrir um langt skeið að Samtök atvinnulífsins (SA) fara ekki með umboð þeirra 170 fyrirtækja sem eru aðildarfélög Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT). Félagsmenn SVEIT búa til um 5.500 störf á veitingamarkaði og fráleitt að hefðir eða reglur annarra hagsmunafélaga haldi SVEIT frá kjaraviðræðum og kalli það þjóðarsátt. 9. janúar 2024 10:30 Viðhorfið yrði annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir bagalegt að stéttarfélög virðist geta valið viðsemjendur og segir að viðhorfið yrði væntanlega annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag. Hann segir þungbært að fyrirtæki á veitingamarkaði þurfi að lúta kjarasamningi sem þau hafi ekki nokkra aðkomu að. 9. mars 2023 13:00 Telja sig óbundin af verkbanni SA Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, hafa tilkynnt Samtökum atvinnulífsins um að fyrirtæki innan vébanda þeirra telji sig óbundin af ákvörðun SA um að setja verkbann á félagsmenn Eflingar. 22. febrúar 2023 18:30 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Yfirstandandi kjaraviðræður og þjóðarsátt – fyrir suma Legið hefur fyrir um langt skeið að Samtök atvinnulífsins (SA) fara ekki með umboð þeirra 170 fyrirtækja sem eru aðildarfélög Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT). Félagsmenn SVEIT búa til um 5.500 störf á veitingamarkaði og fráleitt að hefðir eða reglur annarra hagsmunafélaga haldi SVEIT frá kjaraviðræðum og kalli það þjóðarsátt. 9. janúar 2024 10:30
Viðhorfið yrði annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir bagalegt að stéttarfélög virðist geta valið viðsemjendur og segir að viðhorfið yrði væntanlega annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag. Hann segir þungbært að fyrirtæki á veitingamarkaði þurfi að lúta kjarasamningi sem þau hafi ekki nokkra aðkomu að. 9. mars 2023 13:00
Telja sig óbundin af verkbanni SA Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, hafa tilkynnt Samtökum atvinnulífsins um að fyrirtæki innan vébanda þeirra telji sig óbundin af ákvörðun SA um að setja verkbann á félagsmenn Eflingar. 22. febrúar 2023 18:30