„Jörðin bara opnast undir fótum hans“ Margrét Björk Jónsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 10. janúar 2024 19:06 Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir Karlmanns sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í dag er enn leitað. Aðstæður í bænum eru sagðar hættulegar fyrir björgunarfólk. Lögreglustjóri á Suðurnesjum lýsir slysinu þannig að jörðin hafi opnast undan manninum og hann hafi ekki ráðið við aðstæður. Hans verði leitað í alla nótt gerist þess þörf. Lögreglu barst tilkynning á ellefta tímanum í morgun þess efnis að maður sem hafði verið við störf við jarðvegsvinnu á svæðinu hafi fallið ofan í sprungu sem myndaðist þegar jörð gaf sig undan vinnutæki. Enginn sjónarvottur var að slysinu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að verkefnið sem unnið var að hafi verið að fylla í sprungu við hús sem sendur við Vesturhóp í Grindavík með það að markmiði að tryggja öryggi umhverfisins og hússins sem stóð við sprunguna. Þá segir að verkefnið hafi tengst vinnu við tjónamat og öryggisaðgerðir í tengslum við það á vegum Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Sprungan er sögð mjög djúp en fram hefur komið í fréttum undanfarnar vikur að sumar sprungur og holur eftir skjálftana í Grindavík í nóvember séu 25-30 metrar á dýpt. Þær nái niður á grunnvatn. Fréttamaður lýsir aðstæðum á vettvangi sem erfiðum, auk mikils myrkurs hefur rigning og rok gert vart við sig. „Við komum til með að halda leit áfram þar til við finnum manninn,“ sagði Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Verið sé að tryggja vinnuaðstæður björgunarliðs og að þeirri vinnu lokinni hefjist björgunarstörf. Björgunarlið muni leita í alla nótt gerist þess þörf. Sprungan sé mjög djúp að sögn Úlfars. „Hverfur ofan í sprunguna“ Úlfar ítrekar að um ræði mjög sérstakar aðstæður og varhugavert sé að vera í bænum. „Hér erum við að tala um hörmulegt vinnuslys og sá sem lendir í þessu slysi hefur ekki ráðið við aðstæður. Jörðin bara opnast undir fótum hans og hann hverfur ofan í sprunguna.“ Mun þetta breyta einhverju varðandi aðgengi fólks að bænum? „Þetta hefur í för með sér, eðlilega, að strax í fyrramálið munum við fara yfir verklag og öryggi hvað varðar þessa vinnu. Við erum búin að vera í þessari vinnu í ansi langan tíma og okkur hefur gengið vel en við munum fara yfir okkar verkferla strax í fyrramálið.“ Úlfar segir viðbragðsaðila hafa brugðist mjög skjótt við. Þá segir hann hafa verið eðlilegt að frestaíbúafundi Grindvíkinga sem átti að fara fram í dag. „Við erum að tala um hörmulegan atburð. Við erum að leita að manni hér ofan í sprungu.“ Verkfæri mannsins sem var við jarðvegsvinnu fannst í sprungunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var búið að fylla upp í sprunguna og verið að nota jarðvegsþjappara á yfirborðinu þegar slysið varð. Fréttin hefur verið uppfærð. Grindavík Lögreglumál Björgunarsveitir Féll í sprungu í Grindavík Tengdar fréttir Stefna á að fara aftur niður sprunguna í kvöld Björgunaraðilar í Grindavík stefna að því að senda björgunarmenn niður sprungu í Grindavík á nýjan leik í leit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprunguna í morgun. Maðurinn hafði verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. 10. janúar 2024 18:01 Fresta íbúafundi vegna leitarinnar Grindavíkurbær hefur ákveðið að fresta íbúafundi sem var á dagskrá á morgun. Ástæðan er sögð „hörmulegt slys“ sem átti sér stað í dag. 10. janúar 2024 16:13 Leita manns sem talinn er hafa fallið í sprungu í Grindavík Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum leita nú manns sem talinn er að hafi fallið ofan í sprungu í Grindavík. Lögreglustjóri segir manninn hafa verið að störfum við að fylla í sprunguna. Enginn sjónarvottur hafi verið að atvikinu en grunur þó vaknað um slysið. 10. janúar 2024 11:32 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning á ellefta tímanum í morgun þess efnis að maður sem hafði verið við störf við jarðvegsvinnu á svæðinu hafi fallið ofan í sprungu sem myndaðist þegar jörð gaf sig undan vinnutæki. Enginn sjónarvottur var að slysinu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að verkefnið sem unnið var að hafi verið að fylla í sprungu við hús sem sendur við Vesturhóp í Grindavík með það að markmiði að tryggja öryggi umhverfisins og hússins sem stóð við sprunguna. Þá segir að verkefnið hafi tengst vinnu við tjónamat og öryggisaðgerðir í tengslum við það á vegum Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Sprungan er sögð mjög djúp en fram hefur komið í fréttum undanfarnar vikur að sumar sprungur og holur eftir skjálftana í Grindavík í nóvember séu 25-30 metrar á dýpt. Þær nái niður á grunnvatn. Fréttamaður lýsir aðstæðum á vettvangi sem erfiðum, auk mikils myrkurs hefur rigning og rok gert vart við sig. „Við komum til með að halda leit áfram þar til við finnum manninn,“ sagði Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Verið sé að tryggja vinnuaðstæður björgunarliðs og að þeirri vinnu lokinni hefjist björgunarstörf. Björgunarlið muni leita í alla nótt gerist þess þörf. Sprungan sé mjög djúp að sögn Úlfars. „Hverfur ofan í sprunguna“ Úlfar ítrekar að um ræði mjög sérstakar aðstæður og varhugavert sé að vera í bænum. „Hér erum við að tala um hörmulegt vinnuslys og sá sem lendir í þessu slysi hefur ekki ráðið við aðstæður. Jörðin bara opnast undir fótum hans og hann hverfur ofan í sprunguna.“ Mun þetta breyta einhverju varðandi aðgengi fólks að bænum? „Þetta hefur í för með sér, eðlilega, að strax í fyrramálið munum við fara yfir verklag og öryggi hvað varðar þessa vinnu. Við erum búin að vera í þessari vinnu í ansi langan tíma og okkur hefur gengið vel en við munum fara yfir okkar verkferla strax í fyrramálið.“ Úlfar segir viðbragðsaðila hafa brugðist mjög skjótt við. Þá segir hann hafa verið eðlilegt að frestaíbúafundi Grindvíkinga sem átti að fara fram í dag. „Við erum að tala um hörmulegan atburð. Við erum að leita að manni hér ofan í sprungu.“ Verkfæri mannsins sem var við jarðvegsvinnu fannst í sprungunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var búið að fylla upp í sprunguna og verið að nota jarðvegsþjappara á yfirborðinu þegar slysið varð. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grindavík Lögreglumál Björgunarsveitir Féll í sprungu í Grindavík Tengdar fréttir Stefna á að fara aftur niður sprunguna í kvöld Björgunaraðilar í Grindavík stefna að því að senda björgunarmenn niður sprungu í Grindavík á nýjan leik í leit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprunguna í morgun. Maðurinn hafði verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. 10. janúar 2024 18:01 Fresta íbúafundi vegna leitarinnar Grindavíkurbær hefur ákveðið að fresta íbúafundi sem var á dagskrá á morgun. Ástæðan er sögð „hörmulegt slys“ sem átti sér stað í dag. 10. janúar 2024 16:13 Leita manns sem talinn er hafa fallið í sprungu í Grindavík Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum leita nú manns sem talinn er að hafi fallið ofan í sprungu í Grindavík. Lögreglustjóri segir manninn hafa verið að störfum við að fylla í sprunguna. Enginn sjónarvottur hafi verið að atvikinu en grunur þó vaknað um slysið. 10. janúar 2024 11:32 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Stefna á að fara aftur niður sprunguna í kvöld Björgunaraðilar í Grindavík stefna að því að senda björgunarmenn niður sprungu í Grindavík á nýjan leik í leit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprunguna í morgun. Maðurinn hafði verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. 10. janúar 2024 18:01
Fresta íbúafundi vegna leitarinnar Grindavíkurbær hefur ákveðið að fresta íbúafundi sem var á dagskrá á morgun. Ástæðan er sögð „hörmulegt slys“ sem átti sér stað í dag. 10. janúar 2024 16:13
Leita manns sem talinn er hafa fallið í sprungu í Grindavík Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum leita nú manns sem talinn er að hafi fallið ofan í sprungu í Grindavík. Lögreglustjóri segir manninn hafa verið að störfum við að fylla í sprunguna. Enginn sjónarvottur hafi verið að atvikinu en grunur þó vaknað um slysið. 10. janúar 2024 11:32
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent