Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3
Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum fjöllum við um alvarlegt bílslys sem varð við Skaftafellsá í morgun. 

Átta eru sagðir slasaðir og hafa þyrlur Landhelgisgæslunnar verið kallaðar á vettvang. 

Einnig fylgjumst við áfram með leitinni að manninum sem féll niður um sprungu á miðvikudaginn var. Leit var hætt í gærkvöldi vegna aðstæðna á slysstað en henni var fram haldið í birtingu. 

Þá verður rætt við framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda sem skorar á félagsmenn að halda aftur af verðhækkunum og taka þannig þátt í að þjóðarsátt náist milli SA og breiðfylkingar innan ASÍ.

Og í íþróttapakkanum verður Evrópumótið í Handbolta fyrirferðarmest. Fyrsti leikur íslenska landsliðsins er síðdegis þegar strákarnir okkar mæta Serbum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×