Kærir ráðherra fyrir að skipa Ástráð sem ríkissáttasemjara Jón Þór Stefánsson skrifar 18. janúar 2024 07:01 Frá vinstri: Ástráður Haraldsson, Aldís G. Sigurðardóttir, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Samsett Dr. Aldís G. Sigurðardóttir hefur lagt fram kæru til kærunefndar jafnréttismála vegna ákvörðunar Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, um að skipa Ástráð Haraldsson í embætti ríkissáttasemjara. Aldís sótti líka um embættið. Hæfnisnefnd mat bæði hana og Ástráð sem „mjög vel hæf“ og að lokum var ráðherra falið að velja á milli þeirra. Í útdrætti úr kæru Aldísar, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að hún telji verulega ágalla á niðurstöðu hæfnisnefndarinnar. Hún vill meina að sér hafi verið mismunað á grundvalli kyns. Segja matið beinlínis rangt á köflum „Vinnumarkaðsráðherra hafi ekki fært fram staðreyndir eða önnur gögn og upplýsingar sem sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hafi legið til grundvallar ákvörðunar hans,“ segir í útdrættinum. Þar er meðal annars gagnrýnt að hæfnisnefndin hafi lagt menntun Aldísar og Ástráðs að jöfnu. Hún er með doktorsgráðu í viðskiptafræði, en hann embættispróf í lögfræði. Í niðurstöðu hæfnisnefndar segir að bæði séu mjög hæf til að genga embættinu, en að Ástráður hafi það umfram Aldísi að hafa verið settur ríkissáttasemjari í tæpa þrjá mánuði og verið dómari í Félagsdómi í þremur til fjórum málum yfir starfsævina. Hins vegar sé ekkert minnst á reynslu og þekkingu Aldísar af vinnudeilum. Í útdrættinum er því haldið fram að með þessu sé vísvitandi verið að gera lítið úr hæfni Aldísar, á meðan meira sé gert úr hæfi Ástráðs. Bent er á að ábyrgðin á skipuninni sé á vegum ráðherra. „Aldís telur að í þessu tilviki hefði einfaldur samanburður vinnumarkaðsráðherra á umsóknargögnum þessara tveggja umsækjenda sem voru báðir metnir mjög vel hæfir átt að leiða í ljós að mat nefndarinnar hafi verið ófullnægjandi og í mörgum tilvikum beinlínis rangt,“ segir í útdrættinum. Vísvitandi lítið gert úr hæfi Aldísar Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Aldísar, segir í samtali við Vísi að eftir að hafa skoðað gögn málsins þyki henni ljóst að ákvörðun ráðherra sé gölluð. Breytingar hafi til að mynda verið á orðalagi á viðmiðum frá auglýsingu og við mat nefndarinnar. „Mér finnst rauði þráðurinn í gegnum allt þetta mál, þegar ég fer yfir gögnin, vera svolítið þannig að það hafi vísvitandi verið gert lítið úr hæfni hennar, reynslu og þekkingu á vinnumarkaði. En að sama skapi er verið að gera meira úr reynslu núverandi ríkissáttasemjara, sem fékk embættið.“ Lítið gerst síðan kæran var lögð fram Þá segir Erna að kæran hafi verið lögð fram til kærunefndar jafnréttismála hinn 28. nóvember á síðasta ári. Hún hafi fengið staðfestingu á móttöku hennar, en svo virðist sem málið hafi numið staðar. Lítið hafi gerst, en Erna segist meðal annars hafa fengið svör um að hæfi nefndarmanna sé til skoðunar. „Mér finnst svolítið skrýtið að það sé ekkert að gerast. Ég velti fyrir mér afhverju það er. Er verið að draga þetta? Eða er verið að passa upp á að það komi ekki upp mál sem eru óþægileg fyrir félags- og vinnumarkaðsráðherra?“ spyr Erna. Þess má geta að árið 2017 dæmdi Hæstiréttur íslenska ríkið til að greiða Ástráði Haraldssyni bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar sem þeir urðu fyrir við skipun dómara í Landsrétt, sem þáverandi dómsmálaráðherra stóð fyrir. Kjaramál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Jafnréttismál Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Aldís sótti líka um embættið. Hæfnisnefnd mat bæði hana og Ástráð sem „mjög vel hæf“ og að lokum var ráðherra falið að velja á milli þeirra. Í útdrætti úr kæru Aldísar, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að hún telji verulega ágalla á niðurstöðu hæfnisnefndarinnar. Hún vill meina að sér hafi verið mismunað á grundvalli kyns. Segja matið beinlínis rangt á köflum „Vinnumarkaðsráðherra hafi ekki fært fram staðreyndir eða önnur gögn og upplýsingar sem sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hafi legið til grundvallar ákvörðunar hans,“ segir í útdrættinum. Þar er meðal annars gagnrýnt að hæfnisnefndin hafi lagt menntun Aldísar og Ástráðs að jöfnu. Hún er með doktorsgráðu í viðskiptafræði, en hann embættispróf í lögfræði. Í niðurstöðu hæfnisnefndar segir að bæði séu mjög hæf til að genga embættinu, en að Ástráður hafi það umfram Aldísi að hafa verið settur ríkissáttasemjari í tæpa þrjá mánuði og verið dómari í Félagsdómi í þremur til fjórum málum yfir starfsævina. Hins vegar sé ekkert minnst á reynslu og þekkingu Aldísar af vinnudeilum. Í útdrættinum er því haldið fram að með þessu sé vísvitandi verið að gera lítið úr hæfni Aldísar, á meðan meira sé gert úr hæfi Ástráðs. Bent er á að ábyrgðin á skipuninni sé á vegum ráðherra. „Aldís telur að í þessu tilviki hefði einfaldur samanburður vinnumarkaðsráðherra á umsóknargögnum þessara tveggja umsækjenda sem voru báðir metnir mjög vel hæfir átt að leiða í ljós að mat nefndarinnar hafi verið ófullnægjandi og í mörgum tilvikum beinlínis rangt,“ segir í útdrættinum. Vísvitandi lítið gert úr hæfi Aldísar Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Aldísar, segir í samtali við Vísi að eftir að hafa skoðað gögn málsins þyki henni ljóst að ákvörðun ráðherra sé gölluð. Breytingar hafi til að mynda verið á orðalagi á viðmiðum frá auglýsingu og við mat nefndarinnar. „Mér finnst rauði þráðurinn í gegnum allt þetta mál, þegar ég fer yfir gögnin, vera svolítið þannig að það hafi vísvitandi verið gert lítið úr hæfni hennar, reynslu og þekkingu á vinnumarkaði. En að sama skapi er verið að gera meira úr reynslu núverandi ríkissáttasemjara, sem fékk embættið.“ Lítið gerst síðan kæran var lögð fram Þá segir Erna að kæran hafi verið lögð fram til kærunefndar jafnréttismála hinn 28. nóvember á síðasta ári. Hún hafi fengið staðfestingu á móttöku hennar, en svo virðist sem málið hafi numið staðar. Lítið hafi gerst, en Erna segist meðal annars hafa fengið svör um að hæfi nefndarmanna sé til skoðunar. „Mér finnst svolítið skrýtið að það sé ekkert að gerast. Ég velti fyrir mér afhverju það er. Er verið að draga þetta? Eða er verið að passa upp á að það komi ekki upp mál sem eru óþægileg fyrir félags- og vinnumarkaðsráðherra?“ spyr Erna. Þess má geta að árið 2017 dæmdi Hæstiréttur íslenska ríkið til að greiða Ástráði Haraldssyni bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar sem þeir urðu fyrir við skipun dómara í Landsrétt, sem þáverandi dómsmálaráðherra stóð fyrir.
Kjaramál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Jafnréttismál Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira