„Það er ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komnir“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2024 09:57 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir samfélagið skulda Grindvíkingum að rétta fram hjálparhönd. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir íslenskt samfélag skulda Grindvíkingum það að rétta fram hjálparhönd og kaupi eignir þeirra. Grindvíkingar verði að fá stjórn á eigin lífi og svigrúm til að fóta sig. Það sé ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komna. „Grindavík er eitthvað glæsilegasta sveitarfélag á landinu. Þetta er sterkt sveitarfélag félagslega og efnahagslega. Þarna eru búin til alveg gríðarleg verðmæti í gegnum árin og áratugina. Við höfum öll fengið að njóta þess beint eða óbeint. Nú stöndum við líklegast frammi fyrir stærstu áskorun sem hefur verið lögð fyrir íslenska þjóð,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Bítinu á Bylgjunni. Fjárhagslegir og andlegir fjötrar Hann segir að sjálfsögðu vonir uppi um að Grindavík verði byggð aftur upp í náinni framtíð en ljóst sé að það gerist ekki á næstu árum. „Við getum ekki skilið þetta fólk eftir þannig að því séu allar bjargir bannaðar og það sé upp á aðra komið. Það er ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komna. Ég sé ekki aðra leið en að við sameiginlega, ríkið, bjóðist til að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík. Inni í því eru eignir sem Náttúruhamfaratrygging dæmir ónýtt og bætir það tjón,“ segir Óli Björn. Verkefnið sé sameiginlegt og tryggi Grindvíkingum tækifæri til að taka ákvörðun um eigin framtíð. „Koma sér fyrir á eigin forsendum, byggja heimili sitt á ný og vera ekki undir það komnir hvar tekst að finna einhverjar leiguíbúðir hjá hinu opinbera. Gefið fólkinu færi á að ná stjórn á sínu lífi og veita þeim þetta svigrúm. Þetta er fjárhagslegt svigrúm sem þau þurfa á að halda,“ segir Óli Björn. „Eignir þeirra, ævistarfið í flestum tilfellum, er orðið verðlaust, að minnsta kosti enn sem komið er. Það þarf að leysa þau úr þessum fjárhagslegu fjötrum, það viljum við gera og jafnframt eru þetta andlegir fjötrar líka.“ Mjög bjartsýnn á að ríkið kaupi Grindvíkinga út Hann segir það versta sem hægt sé að gera fólki vera að lifa í nagandi óvissu. „Við skuldum Grindvíkingu þetta alveg eins og við skuldum hvoru öðru það að rétta fram hjálparhönd þegar á bjátar. Það er samfélagið sem ég vil búa í og ég hygg að það sé samfélag sem yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill að við búum í.“ Hann segir hárrétt að þetta verði áfall fyrir íslenska ríkið, ríkissjóð og skattgreiðendur en stóra áfallið sé að þetta öfluga samfélag sé lamað til lengri tíma. „Ég er mjög bjartsýnn á það [að þessi leið verði farin]. Nú verður maður auðvitað að tala varlega og vera ekki að byggja upp of miklar væntingar. Þau úrræði, sem gripið verður til, þau geta ekki orðið með öðrum hætti en í náinni samvinnu og samráði við Grindvíkinga sjálfa.“ Grindavík Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Tengdar fréttir Sameiginlegir sjóðir til þess að nýta í slíkum aðstæðum Fjármála-og efnahagsráðherra segir stöðuna í Grindavík kalla á stærri ákvarðanir. Sameiginlegir sjóðir séu til þess að nýta í slíkum aðstæðum en hún segir að um sé að ræða flókið verkefni. Staðan kalli klárlega á sérlög. 17. janúar 2024 20:32 NTÍ geti ekki keypt upp eignir í Grindavík Forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) segir stofnunina ekki geta keypt upp eignir Grindvíkinga. Núverandi regluverk grípi einungis hluta Grindvíkinga vegna þess tjóns sem náttúruhamfarir á Reykjanesskaga hafa valdið. Hún treystir stjórnvöldum til að bæta regluverkið. 17. janúar 2024 18:13 Að leysa Grindvíkinga út „eins og eins árs hallarekstur“ ríkisins Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna sem mættu í Pallborðið í dag eru sammála um að stjórnvöld eigi að leysa þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Formaður Miðflokksins telur að stjórnvöld hefðu getað gert mikið betur við að lágmarka þá óvissu sem Grindvíkingar búa nú við. 17. janúar 2024 15:16 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
„Grindavík er eitthvað glæsilegasta sveitarfélag á landinu. Þetta er sterkt sveitarfélag félagslega og efnahagslega. Þarna eru búin til alveg gríðarleg verðmæti í gegnum árin og áratugina. Við höfum öll fengið að njóta þess beint eða óbeint. Nú stöndum við líklegast frammi fyrir stærstu áskorun sem hefur verið lögð fyrir íslenska þjóð,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Bítinu á Bylgjunni. Fjárhagslegir og andlegir fjötrar Hann segir að sjálfsögðu vonir uppi um að Grindavík verði byggð aftur upp í náinni framtíð en ljóst sé að það gerist ekki á næstu árum. „Við getum ekki skilið þetta fólk eftir þannig að því séu allar bjargir bannaðar og það sé upp á aðra komið. Það er ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komna. Ég sé ekki aðra leið en að við sameiginlega, ríkið, bjóðist til að kaupa allt íbúðarhúsnæði í Grindavík. Inni í því eru eignir sem Náttúruhamfaratrygging dæmir ónýtt og bætir það tjón,“ segir Óli Björn. Verkefnið sé sameiginlegt og tryggi Grindvíkingum tækifæri til að taka ákvörðun um eigin framtíð. „Koma sér fyrir á eigin forsendum, byggja heimili sitt á ný og vera ekki undir það komnir hvar tekst að finna einhverjar leiguíbúðir hjá hinu opinbera. Gefið fólkinu færi á að ná stjórn á sínu lífi og veita þeim þetta svigrúm. Þetta er fjárhagslegt svigrúm sem þau þurfa á að halda,“ segir Óli Björn. „Eignir þeirra, ævistarfið í flestum tilfellum, er orðið verðlaust, að minnsta kosti enn sem komið er. Það þarf að leysa þau úr þessum fjárhagslegu fjötrum, það viljum við gera og jafnframt eru þetta andlegir fjötrar líka.“ Mjög bjartsýnn á að ríkið kaupi Grindvíkinga út Hann segir það versta sem hægt sé að gera fólki vera að lifa í nagandi óvissu. „Við skuldum Grindvíkingu þetta alveg eins og við skuldum hvoru öðru það að rétta fram hjálparhönd þegar á bjátar. Það er samfélagið sem ég vil búa í og ég hygg að það sé samfélag sem yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill að við búum í.“ Hann segir hárrétt að þetta verði áfall fyrir íslenska ríkið, ríkissjóð og skattgreiðendur en stóra áfallið sé að þetta öfluga samfélag sé lamað til lengri tíma. „Ég er mjög bjartsýnn á það [að þessi leið verði farin]. Nú verður maður auðvitað að tala varlega og vera ekki að byggja upp of miklar væntingar. Þau úrræði, sem gripið verður til, þau geta ekki orðið með öðrum hætti en í náinni samvinnu og samráði við Grindvíkinga sjálfa.“
Grindavík Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Tengdar fréttir Sameiginlegir sjóðir til þess að nýta í slíkum aðstæðum Fjármála-og efnahagsráðherra segir stöðuna í Grindavík kalla á stærri ákvarðanir. Sameiginlegir sjóðir séu til þess að nýta í slíkum aðstæðum en hún segir að um sé að ræða flókið verkefni. Staðan kalli klárlega á sérlög. 17. janúar 2024 20:32 NTÍ geti ekki keypt upp eignir í Grindavík Forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) segir stofnunina ekki geta keypt upp eignir Grindvíkinga. Núverandi regluverk grípi einungis hluta Grindvíkinga vegna þess tjóns sem náttúruhamfarir á Reykjanesskaga hafa valdið. Hún treystir stjórnvöldum til að bæta regluverkið. 17. janúar 2024 18:13 Að leysa Grindvíkinga út „eins og eins árs hallarekstur“ ríkisins Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna sem mættu í Pallborðið í dag eru sammála um að stjórnvöld eigi að leysa þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Formaður Miðflokksins telur að stjórnvöld hefðu getað gert mikið betur við að lágmarka þá óvissu sem Grindvíkingar búa nú við. 17. janúar 2024 15:16 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Sameiginlegir sjóðir til þess að nýta í slíkum aðstæðum Fjármála-og efnahagsráðherra segir stöðuna í Grindavík kalla á stærri ákvarðanir. Sameiginlegir sjóðir séu til þess að nýta í slíkum aðstæðum en hún segir að um sé að ræða flókið verkefni. Staðan kalli klárlega á sérlög. 17. janúar 2024 20:32
NTÍ geti ekki keypt upp eignir í Grindavík Forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) segir stofnunina ekki geta keypt upp eignir Grindvíkinga. Núverandi regluverk grípi einungis hluta Grindvíkinga vegna þess tjóns sem náttúruhamfarir á Reykjanesskaga hafa valdið. Hún treystir stjórnvöldum til að bæta regluverkið. 17. janúar 2024 18:13
Að leysa Grindvíkinga út „eins og eins árs hallarekstur“ ríkisins Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna sem mættu í Pallborðið í dag eru sammála um að stjórnvöld eigi að leysa þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Formaður Miðflokksins telur að stjórnvöld hefðu getað gert mikið betur við að lágmarka þá óvissu sem Grindvíkingar búa nú við. 17. janúar 2024 15:16