Gengur vel að aðstoða fólk með fíknisjúkdóm í apótekinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. janúar 2024 13:40 Sigríður Pálína Arnardóttir, lyfjafræðingur og eigandi Reykjanesapóteks, vill að skaðaminnkandi þjónusta verði tekin upp á landsvísu. Víkurfréttir Tugir hafa nýtt sér skaðaminnkandi þjónustu í Reykjanesapóteki þar sem fólki er bæði hjálpað við að draga úr neyslu og veitt aðstoð í viðhaldsmeðferð. Lyfjafræðingur segir fyrirkomulagið hafa gefið góða raun og vill að það verði tekið upp á landsvísu. Fyrir tæpum tveimur árum veitti heilbrigðisráðuneytið Reykjanesapóteki styrk til að ráðast í tilraunaverkefni sem nefnist Lyfjastoð og miðar að því að auka öryggi lyfjameðferðar og bæta meðferðarheldni sjúklinga. Þjónustan er að norskri fyrirmynd en Sigríður Pálína Arnardóttir, lyfjafræðingur og eigandi apóteksins, bjó og starfaði í Noregi um árabil. Í þjónustunni felst að fólk getur fengið leiðbeiningar um inntöku á áhættulyfjum og þá einnig um niðurtröppun ávanabindandi lyfja líkt og ópíóíða. „Stundum er það þannig að einstaklingur kemur inn og hefur áhyggjur af því að vera taka of mikið af verkjalyfjum og óskar þess innilega að vera að taka minna. Hann biður okkur þá um að gera tillögu að niðurtröppunarskema sem við gerum í samvinnu við lækni og gerum þá samkomulag sem fólk fer eftir og kemur síðan daglega og fær skammtinn sinn,“ segir Sigríður. „Við reiknum með að fólk hætti á lyfjunum en það er allt í lagi að trappa sig hægt niður og ná einhverjum viðhaldsskammti ef það hentar betur. Þannig við þurfum að vera opin fyrir því.“ Lyfjastoð er persónuleg viðtalsþjónusta sem fer fram í Reykjanesapóteki. Þar geta viðskiptavinir fengið aðstoð vegna ýmissa lyfja og einnig í sambandi við fíkni- og ávanalyf.vísir/Egill Tugir hafa nýtt sér úrræðið og Sigríður vill sjá fyrirkomulagið á landsvísu. „Það er of mikið álag á til dæmis Vog og meðferðarstofanir í dag. Fjöldinn sem þarf aðstoð er miklu meiri en þjónustan býður upp á og við þurfum að koma þessu í gang með fagfólki og teymisvinu. Við verðum að hjálpast að og horfa á sjúklingana með virðingu,“ segir Sigríður. Hún bendir á að öll apótek séu með viðtalsherbergi þar sem hægt sé að taka inn lyf óski fólk þess. Þjónustuna þurfi að veita í samstarfi við teymi sérfræðinga; lækna, hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa og sálfræðinga. „Og svo þarf að vera húsnæðisúrræði fyrir einstaklingana og þannig er það gert í Noregi. Ég myndi vilja sjá að við lítum til reynslu þeirra og það ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu.“ Sigríður mun fjalla um úrræðið á fræðslufundi lyfjafræðinga um skaðaminnkandi meðferð í kvöld. Ljóst er að áhuginn á málefninu er mikill en uppselt er á viðburðinn þar sem fjallað verður um úrræði og úrræðaleysi í viðhaldsmeðferð. Talsverð umræða hefur verið um ávísanir á sterkum verkjalyfjum en læknirinn Árni Tómas Ragnarsson sem hefur talað opinskátt um ávísanir til fólks með fíknisjúkdóm var nýverið sviptur réttinum til að ávísa lyfjum. Sigríður segir verkefnið í Reykjanesapóteki hafa verið unnið í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en að fólk sem hafi fengið ávísuð lyf hjá öðrum læknum hafi einnig leitað til þeirra. „Það er nú aðalatriðið að við grípum fólkið okkar. Einstaklingarnir eru sjúklingar og við þurfum að huga að réttindum þeirra og meðhöndla sjúkdóminn,“ segir Sigríður Pálína. Fíkn Lyf Reykjanesbær Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Fyrir tæpum tveimur árum veitti heilbrigðisráðuneytið Reykjanesapóteki styrk til að ráðast í tilraunaverkefni sem nefnist Lyfjastoð og miðar að því að auka öryggi lyfjameðferðar og bæta meðferðarheldni sjúklinga. Þjónustan er að norskri fyrirmynd en Sigríður Pálína Arnardóttir, lyfjafræðingur og eigandi apóteksins, bjó og starfaði í Noregi um árabil. Í þjónustunni felst að fólk getur fengið leiðbeiningar um inntöku á áhættulyfjum og þá einnig um niðurtröppun ávanabindandi lyfja líkt og ópíóíða. „Stundum er það þannig að einstaklingur kemur inn og hefur áhyggjur af því að vera taka of mikið af verkjalyfjum og óskar þess innilega að vera að taka minna. Hann biður okkur þá um að gera tillögu að niðurtröppunarskema sem við gerum í samvinnu við lækni og gerum þá samkomulag sem fólk fer eftir og kemur síðan daglega og fær skammtinn sinn,“ segir Sigríður. „Við reiknum með að fólk hætti á lyfjunum en það er allt í lagi að trappa sig hægt niður og ná einhverjum viðhaldsskammti ef það hentar betur. Þannig við þurfum að vera opin fyrir því.“ Lyfjastoð er persónuleg viðtalsþjónusta sem fer fram í Reykjanesapóteki. Þar geta viðskiptavinir fengið aðstoð vegna ýmissa lyfja og einnig í sambandi við fíkni- og ávanalyf.vísir/Egill Tugir hafa nýtt sér úrræðið og Sigríður vill sjá fyrirkomulagið á landsvísu. „Það er of mikið álag á til dæmis Vog og meðferðarstofanir í dag. Fjöldinn sem þarf aðstoð er miklu meiri en þjónustan býður upp á og við þurfum að koma þessu í gang með fagfólki og teymisvinu. Við verðum að hjálpast að og horfa á sjúklingana með virðingu,“ segir Sigríður. Hún bendir á að öll apótek séu með viðtalsherbergi þar sem hægt sé að taka inn lyf óski fólk þess. Þjónustuna þurfi að veita í samstarfi við teymi sérfræðinga; lækna, hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa og sálfræðinga. „Og svo þarf að vera húsnæðisúrræði fyrir einstaklingana og þannig er það gert í Noregi. Ég myndi vilja sjá að við lítum til reynslu þeirra og það ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu.“ Sigríður mun fjalla um úrræðið á fræðslufundi lyfjafræðinga um skaðaminnkandi meðferð í kvöld. Ljóst er að áhuginn á málefninu er mikill en uppselt er á viðburðinn þar sem fjallað verður um úrræði og úrræðaleysi í viðhaldsmeðferð. Talsverð umræða hefur verið um ávísanir á sterkum verkjalyfjum en læknirinn Árni Tómas Ragnarsson sem hefur talað opinskátt um ávísanir til fólks með fíknisjúkdóm var nýverið sviptur réttinum til að ávísa lyfjum. Sigríður segir verkefnið í Reykjanesapóteki hafa verið unnið í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en að fólk sem hafi fengið ávísuð lyf hjá öðrum læknum hafi einnig leitað til þeirra. „Það er nú aðalatriðið að við grípum fólkið okkar. Einstaklingarnir eru sjúklingar og við þurfum að huga að réttindum þeirra og meðhöndla sjúkdóminn,“ segir Sigríður Pálína.
Fíkn Lyf Reykjanesbær Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira