Kristinfræði og trúarbragðafræði til stúdentsprófs Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 24. janúar 2024 12:01 Í dag 24. janúar er Alþjóðlegi menntadagurinn á vegum Sameinuðu þjóðanna. Í ár er áhersla lögð á baráttu gegn hatursorðræðu og „ný úrræði menntunar í þágu varanlegs friðar“. Á 21. öld eru það trúfrelsi og fjölmenning sem eru stóru viðfangsefni samtímans og forsenda farsællar fjölmenningar er menntun. Farsælt fjölmenningarsamfélag byggir á því að fjölskyldur sem hingað flytja séu ekki útsettar fyrir fordómum og útskúfun á grundvelli fáfræði í garð menningar- og trúarhefða. Skilningur á eðli, uppruna og samskiptum trúarbragða er þannig æ mikilvægari þáttur í menntun ungmenna. Í þeim löndum sem við berum okkur saman við er kennsla í kristinfræði og trúarbragðafræði víða skyldufag til stúdentsprófs. Menntun á sviði kristinfræði og trúarbragðafræði er grundvallarforsenda þess að sporna gegn fordómum í garð þeirra sem hafa annan menningar- og trúarbakgrunn en við sjálf. Trúarbragðafræði leitast við að bera saman ólík trúarbrögð og finna þvermenningarleg tengsl á milli þeirra og í kristinfræði felst lykill að menningarlæsi okkar. Engum kemur til hugar að það að standa vörð um íslensku í okkar samfélagi sé ógn við tungumálakennslu eða brot á réttindum þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Þvert á móti er íslenskukennsla forsenda þess að Íslendingar geti lært og skilið önnur tungumál og kennsla í íslensku sem annað mál, auðveldar þeim sem eiga annað móðurmál að aðlagast íslensku samfélagi. Hið sama á við um trúarhefðir okkar Íslendinga. Farsæl fjölmenning krefst þess ekki að við leggjum til hliðar þá trúararfleifð sem við erum sprottin úr, og allra síst í skólakerfinu, heldur að við ástundum uppfræðslu og jákvæða forvitni. Sú hugmynd að til sé hlutlaust samfélag, samfélag sem ekki hefur gildismat og heldur ekki á lofti siðum og venjum, er tálsýn og í raun ógn við farsæla fjölmenningu. Félagsvísindi 20. aldar gerðu ráð fyrir því að trúarbrögð væru hverfandi fyrirbæri og afgangsstærð í skýringarlíkönum mannlegrar hegðunar. Í dag eru þau viðhorf jafn úrelt og trúarbrögðin voru talin, en trú og trúarbrögð eru daglegt fréttaefni og mótandi afl í allri umræðu bæði innan og á milli samfélaga. Trúin hvarf aldrei, heldur efldist með fólksflutningum, bættum samgöngum og samskiptum, brást við ógnum í þeim samfélögum sem vildu útrýma trúarbrögðum og þróaðist í takt við þjóðfélagsbreytingar, eins og hún hefur alltaf gert. Það sem hefur breyst er að þekking á trúarhefðum hefur minnkað og því þarf að efla fræðslu í skólakerfinu á tímum þar sem þekking á trú og trúarbrögðum hefur aldrei verið mikilvægari. Trúarbrögð eru flókin veruleiki. Munur á milli kristinna kirkjadeilda getur verið svo mikill að ekki er hægt að leggja þær að jöfnu, að ekki sé talað um á milli ólíkra trúarbragða. Alhæfingar og upphrópanir í garð trúarhefða eru áberandi í umræðunni og það á jafnvel við um þann sið sem hefur mótað menningu okkar hvað mest. Menning er fjölbreytt og trúarbrögð eru ólík, en raunveruleg fjölmenning fagnar þeim fjölbreytileika sem auðgar samfélag okkar, einmitt af því að við erum ólík en tilheyrum sama samfélagi. Á Alþjóðlega menntadeginum, sem í ár hefur frið og baráttu gegn hatursorðræðu að leiðarljósi, hvet ég menntamálayfirvöld til að stórauka fræðslu um trú og trúarbrögð. https://unric.org/is/althjodlegi-menntadagurinn-helgadur-barattu-gegn-hatursordraedu/ Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Í dag 24. janúar er Alþjóðlegi menntadagurinn á vegum Sameinuðu þjóðanna. Í ár er áhersla lögð á baráttu gegn hatursorðræðu og „ný úrræði menntunar í þágu varanlegs friðar“. Á 21. öld eru það trúfrelsi og fjölmenning sem eru stóru viðfangsefni samtímans og forsenda farsællar fjölmenningar er menntun. Farsælt fjölmenningarsamfélag byggir á því að fjölskyldur sem hingað flytja séu ekki útsettar fyrir fordómum og útskúfun á grundvelli fáfræði í garð menningar- og trúarhefða. Skilningur á eðli, uppruna og samskiptum trúarbragða er þannig æ mikilvægari þáttur í menntun ungmenna. Í þeim löndum sem við berum okkur saman við er kennsla í kristinfræði og trúarbragðafræði víða skyldufag til stúdentsprófs. Menntun á sviði kristinfræði og trúarbragðafræði er grundvallarforsenda þess að sporna gegn fordómum í garð þeirra sem hafa annan menningar- og trúarbakgrunn en við sjálf. Trúarbragðafræði leitast við að bera saman ólík trúarbrögð og finna þvermenningarleg tengsl á milli þeirra og í kristinfræði felst lykill að menningarlæsi okkar. Engum kemur til hugar að það að standa vörð um íslensku í okkar samfélagi sé ógn við tungumálakennslu eða brot á réttindum þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Þvert á móti er íslenskukennsla forsenda þess að Íslendingar geti lært og skilið önnur tungumál og kennsla í íslensku sem annað mál, auðveldar þeim sem eiga annað móðurmál að aðlagast íslensku samfélagi. Hið sama á við um trúarhefðir okkar Íslendinga. Farsæl fjölmenning krefst þess ekki að við leggjum til hliðar þá trúararfleifð sem við erum sprottin úr, og allra síst í skólakerfinu, heldur að við ástundum uppfræðslu og jákvæða forvitni. Sú hugmynd að til sé hlutlaust samfélag, samfélag sem ekki hefur gildismat og heldur ekki á lofti siðum og venjum, er tálsýn og í raun ógn við farsæla fjölmenningu. Félagsvísindi 20. aldar gerðu ráð fyrir því að trúarbrögð væru hverfandi fyrirbæri og afgangsstærð í skýringarlíkönum mannlegrar hegðunar. Í dag eru þau viðhorf jafn úrelt og trúarbrögðin voru talin, en trú og trúarbrögð eru daglegt fréttaefni og mótandi afl í allri umræðu bæði innan og á milli samfélaga. Trúin hvarf aldrei, heldur efldist með fólksflutningum, bættum samgöngum og samskiptum, brást við ógnum í þeim samfélögum sem vildu útrýma trúarbrögðum og þróaðist í takt við þjóðfélagsbreytingar, eins og hún hefur alltaf gert. Það sem hefur breyst er að þekking á trúarhefðum hefur minnkað og því þarf að efla fræðslu í skólakerfinu á tímum þar sem þekking á trú og trúarbrögðum hefur aldrei verið mikilvægari. Trúarbrögð eru flókin veruleiki. Munur á milli kristinna kirkjadeilda getur verið svo mikill að ekki er hægt að leggja þær að jöfnu, að ekki sé talað um á milli ólíkra trúarbragða. Alhæfingar og upphrópanir í garð trúarhefða eru áberandi í umræðunni og það á jafnvel við um þann sið sem hefur mótað menningu okkar hvað mest. Menning er fjölbreytt og trúarbrögð eru ólík, en raunveruleg fjölmenning fagnar þeim fjölbreytileika sem auðgar samfélag okkar, einmitt af því að við erum ólík en tilheyrum sama samfélagi. Á Alþjóðlega menntadeginum, sem í ár hefur frið og baráttu gegn hatursorðræðu að leiðarljósi, hvet ég menntamálayfirvöld til að stórauka fræðslu um trú og trúarbrögð. https://unric.org/is/althjodlegi-menntadagurinn-helgadur-barattu-gegn-hatursordraedu/ Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun