Framboð óskast fyrir Grindvíkinga Jónas Atli Gunnarsson skrifar 25. janúar 2024 11:01 Hvað á að gera þegar allar íbúðir í heilu bæjarfélagi hverfa af húsnæðismarkaði? Með jarðhræringum og eldsumbrotum í Grindavík hefur heimilum hérlendis fækkað svo um munar á einu bretti, en slík fækkun mun að öðru óbreyttu leiða til mikils ójafnvægis á markaði með fasteignir og leiguíbúðir. Til að sporna við miklum verðhækkunum verður nauðsynlegt að ráðast í mótvægisaðgerðir sem stuðla að auknu framboði á húsnæðismarkaði. Mótvægisaðgerðirnar verða að tryggja að fleiri íbúðir komi inn á húsnæðismarkað á allra næstu mánuðum, en þær þurfa einnig að sjá til þess að framboð á húsnæði aukist í takt við vaxandi íbúðaþörf næstu ára. Fjárveitingar auka eftirspurn en ekki framboð Í Grindavík eru alls skráðar yfir 1.200 íbúðir sem eru nýttar ýmist til leigu eða eigin búsetu. Eigendur um það bil þriggja af hverjum fjögurra þessara íbúða, eða um 900 íbúða, eru skráðir með lögheimili í bænum, á meðan flestar hinna íbúðanna eru leigðar út. Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að ráðast í aðgerðir sem miða að því að húseigendur í Grindavík fái sitt eigið fé greitt út og hafi því tök á því að finna sér annað húsnæði utan Grindavíkur. Þessar aðgerðir valda því að eftirspurnin eftir húsnæði eykst á fasteignamarkaði, þar sem fleiri hafa nú vilja og getu til að kaupa sér húsnæði. Hins vegar hafa þessar aðgerðir einar og sér ekki áhrif á framboð á húsnæði. Enn verður jafnmikið af íbúðum til sölu á markaðnum, en fleiri munu keppast um þær. Rúmlega tíföld velta nýrra íbúða Til þess að átta sig á umfangi innkomu Grindvíkinga á húsnæðismarkað er gott að bera saman þær 900 íbúðir í Grindavík sem eigendur eiga lögheimili í við fjölda undirritaðra kaupsamninga á suðvesturhorni landsins. Að meðaltali voru um 600 kaupsamningum þinglýst á svæðinu í hverjum mánuði í fyrra, en um 100 þeirra sneru að nýbyggingum. Innkoman jafngildir því um þrefaldri eftirspurn á nýjum íbúðum á markaði, ef við gerum ráð fyrir að íbúðakaupin eigi sér stað á næstu þremur mánuðum. Með nýjum íbúðakaupum mun velta fasteignaviðskipta líka aukast til muna. Mánaðarleg velta á fasteignakaupum íbúða er að meðaltali 45 milljarðar króna á suðvesturhorni landsins, en veltan af kaupum nýrra íbúða á svæðinu nær ekki 10 milljörðum króna á mánuði. Það er mat HMS að ný íbúðakaup Grindvíkinga gætu jafngilt rúmlega tífaldri veltu á nýjum íbúðum, eða um 119 milljarða króna. Verðhækkun bitnar á lántakendum og fyrstu kaupendum Miðað við þá veltuaukningu sem innkoma Grindvíkinga á húsnæðismarkaði gæti leitt af sér verður ekki séð annað en að hún muni leiða til ójafnvægis á húsnæðismarkaði á suðvesturhorni landsins. Með auknum áhuga á íbúðum í nágrannasveitarfélögum Grindavíkur er viðbúið að þær seljist á hærra verði og að þær haldist dýrari þangað til að framboð eykst. Verðhækkanirnar sem ný kaup Grindvíkinga geta leitt af sér yrðu slæmar fréttir fyrir fyrstu kaupendur á íbúðamarkaði á suðvesturhorni landsins, sem munu eiga erfiðara um vik að komast inn á fasteignamarkaðinn. Lántakendur myndu einnig finna fyrir afleiðingum verðhækkunarinnar, en þar sem húsnæðisverð er í vísitölu neysluverðs myndu verðhækkanirnar auka almenna verðbólgu og seinka vaxtalækkunum frá Seðlabankanum. Skammtíma- og langtímaaðgerðir eru nauðsynlegar Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að hjálpa Grindvíkingum að kaupa fasteignir munu því krefjast þess að ráðist verði í mótvægisaðgerðir á framboðshliðinni. Ríkisstjórnin hefur nú þegar boðað aðgerðir í þá áttina, en fyrr í vikunni tilkynnti hún að ráðist yrði í uppbyggingu á húsnæði á tilteknum svæðum sem viðbragð við stuðningsaðgerðir sínar. Þar að auki hefur ríkisstjórnin tilkynnt kaup á yfir 200 íbúðum sem verða leigðar út í gegnum óhagnaðardrifnu leigufélögin Bríet og Bjarg. Hins vegar er meiri aðgerða þörf á framboðshliðinni. Skipta má þeim í skammtímaaðgerðir, sem miða að því að koma íbúðum á markað á allra næstu mánuðum, og langtímaaðgerðir, sem stuðla að auknu framboði íbúða á næstu tveimur til þremur árum. Skjótar aðgerðir eru flóknar en nauðsynlegar Skjótar framboðsaðgerðir á húsnæðismarkaði eru snúnar, þar sem það tekur langan tíma að byggja húsnæði. Miðað við meðalbyggingartíma myndu íbúðir sem verktakar ákvæðu að byggja núekki komast inn á húsnæðismarkaðinn fyrr en eftir 18 mánuði. Aftur á móti eru aðrar lausnir í boði fyrir stjórnvöld til að auka framboð á íbúðum með skjótum hætti, til dæmis gætu þau beint sjónum sínum að skammtímaleiguíbúðum og hálfkláruðum íbúðum. HMS áætlar að um 2.000 til 2.500 íbúðir séu nýttar þessa stundina í skammtímaleigu á suðvesturhorni landsins. Viðbúið er að hluti þeirra færi inn á fasteignamarkað eftir því sem söluverð þeirra hækkar, en hægt væri að hraða þá þróun með hvötum sem gera íbúðasölu ákjósanlegri en skammtímaleigu í augum eigendanna Einnig er töluverður fjöldi af hálfkláruðum íbúðum í nágrannasveitarfélögum Grindavíkur, en samkvæmt talningum HMS hefur verulega hægt á byggingu um 700 íbúða á suðvesturhorni landsins, sem segja má að séu stopp í byggingarferlinu. Með því að greina nánar ástæður þess og finna leiðir til þess að virkja byggingaraðila væri mögulega hægt að koma þessum íbúðum úr stoppinu og hraða innkomu þeirra inn á markað. Við náum jafnvægi með langtímaaðgerðum Til viðbótar við skammtímaaðgerðirnar er einnig mikilvægt að framboð á húsnæði aukist stöðugt á næstu árum til að húsnæðismarkaðurinn nái jafnvægi. Miðað við síðustu íbúðatalningu HMS undir lok síðasta árs þá mældist 70% samdráttur í nýrri húsnæðisuppbyggingu á milli ára sem jafnframt var niðurstaða úr könnun Samtaka iðnaðarins í byrjun síðasta árs. Niðurstaða úr nýrri greiningu SI sýnir áframhaldandi samdrátt í nýrri húsnæðisuppbyggingu hjá þeirra félagsmönnum mun íbúðum ekki fjölga í takt við þörf á næstu árum, verður ekkert að gert. Langtímaaðgerðir á framboðshliðinni snúa meðal annars að einfaldari ferlum í húsnæðisuppbyggingu, bættum fjárhagslegum skilyrðum fyrir byggingarverktaka og nægu framboði á byggingarhæfum lóðum. Með ofantöldum þáttum væri hægt að virkja byggingargeirann á næstu misserum og auka innkomu nýbygginga á fasteignamarkaði eftir tvö ár. Hlekkir í stórri keðju Aukið framboð húsnæðis verður eitt af mikilvægustu verkefnum í hagstjórn næstu ára. Til þess að bregðast við áhrifum atburðanna í Grindavík og aukinni íbúðaþörf sl. ára er nauðsynlegt að beita blöndu af bæði skjótum og langvinnum mótvægisaðgerðum sem auka uppbyggingu íbúða. Með slíkri blöndu væri hægt að tryggja Grindvíkingum nægt húsnæði til lengri tíma án þess að ójafnvægi skapist á húsnæðismarkaði, öllum til heilla. Höfundur er hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Húsnæðismál Fasteignamarkaður Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Hvað á að gera þegar allar íbúðir í heilu bæjarfélagi hverfa af húsnæðismarkaði? Með jarðhræringum og eldsumbrotum í Grindavík hefur heimilum hérlendis fækkað svo um munar á einu bretti, en slík fækkun mun að öðru óbreyttu leiða til mikils ójafnvægis á markaði með fasteignir og leiguíbúðir. Til að sporna við miklum verðhækkunum verður nauðsynlegt að ráðast í mótvægisaðgerðir sem stuðla að auknu framboði á húsnæðismarkaði. Mótvægisaðgerðirnar verða að tryggja að fleiri íbúðir komi inn á húsnæðismarkað á allra næstu mánuðum, en þær þurfa einnig að sjá til þess að framboð á húsnæði aukist í takt við vaxandi íbúðaþörf næstu ára. Fjárveitingar auka eftirspurn en ekki framboð Í Grindavík eru alls skráðar yfir 1.200 íbúðir sem eru nýttar ýmist til leigu eða eigin búsetu. Eigendur um það bil þriggja af hverjum fjögurra þessara íbúða, eða um 900 íbúða, eru skráðir með lögheimili í bænum, á meðan flestar hinna íbúðanna eru leigðar út. Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að ráðast í aðgerðir sem miða að því að húseigendur í Grindavík fái sitt eigið fé greitt út og hafi því tök á því að finna sér annað húsnæði utan Grindavíkur. Þessar aðgerðir valda því að eftirspurnin eftir húsnæði eykst á fasteignamarkaði, þar sem fleiri hafa nú vilja og getu til að kaupa sér húsnæði. Hins vegar hafa þessar aðgerðir einar og sér ekki áhrif á framboð á húsnæði. Enn verður jafnmikið af íbúðum til sölu á markaðnum, en fleiri munu keppast um þær. Rúmlega tíföld velta nýrra íbúða Til þess að átta sig á umfangi innkomu Grindvíkinga á húsnæðismarkað er gott að bera saman þær 900 íbúðir í Grindavík sem eigendur eiga lögheimili í við fjölda undirritaðra kaupsamninga á suðvesturhorni landsins. Að meðaltali voru um 600 kaupsamningum þinglýst á svæðinu í hverjum mánuði í fyrra, en um 100 þeirra sneru að nýbyggingum. Innkoman jafngildir því um þrefaldri eftirspurn á nýjum íbúðum á markaði, ef við gerum ráð fyrir að íbúðakaupin eigi sér stað á næstu þremur mánuðum. Með nýjum íbúðakaupum mun velta fasteignaviðskipta líka aukast til muna. Mánaðarleg velta á fasteignakaupum íbúða er að meðaltali 45 milljarðar króna á suðvesturhorni landsins, en veltan af kaupum nýrra íbúða á svæðinu nær ekki 10 milljörðum króna á mánuði. Það er mat HMS að ný íbúðakaup Grindvíkinga gætu jafngilt rúmlega tífaldri veltu á nýjum íbúðum, eða um 119 milljarða króna. Verðhækkun bitnar á lántakendum og fyrstu kaupendum Miðað við þá veltuaukningu sem innkoma Grindvíkinga á húsnæðismarkaði gæti leitt af sér verður ekki séð annað en að hún muni leiða til ójafnvægis á húsnæðismarkaði á suðvesturhorni landsins. Með auknum áhuga á íbúðum í nágrannasveitarfélögum Grindavíkur er viðbúið að þær seljist á hærra verði og að þær haldist dýrari þangað til að framboð eykst. Verðhækkanirnar sem ný kaup Grindvíkinga geta leitt af sér yrðu slæmar fréttir fyrir fyrstu kaupendur á íbúðamarkaði á suðvesturhorni landsins, sem munu eiga erfiðara um vik að komast inn á fasteignamarkaðinn. Lántakendur myndu einnig finna fyrir afleiðingum verðhækkunarinnar, en þar sem húsnæðisverð er í vísitölu neysluverðs myndu verðhækkanirnar auka almenna verðbólgu og seinka vaxtalækkunum frá Seðlabankanum. Skammtíma- og langtímaaðgerðir eru nauðsynlegar Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að hjálpa Grindvíkingum að kaupa fasteignir munu því krefjast þess að ráðist verði í mótvægisaðgerðir á framboðshliðinni. Ríkisstjórnin hefur nú þegar boðað aðgerðir í þá áttina, en fyrr í vikunni tilkynnti hún að ráðist yrði í uppbyggingu á húsnæði á tilteknum svæðum sem viðbragð við stuðningsaðgerðir sínar. Þar að auki hefur ríkisstjórnin tilkynnt kaup á yfir 200 íbúðum sem verða leigðar út í gegnum óhagnaðardrifnu leigufélögin Bríet og Bjarg. Hins vegar er meiri aðgerða þörf á framboðshliðinni. Skipta má þeim í skammtímaaðgerðir, sem miða að því að koma íbúðum á markað á allra næstu mánuðum, og langtímaaðgerðir, sem stuðla að auknu framboði íbúða á næstu tveimur til þremur árum. Skjótar aðgerðir eru flóknar en nauðsynlegar Skjótar framboðsaðgerðir á húsnæðismarkaði eru snúnar, þar sem það tekur langan tíma að byggja húsnæði. Miðað við meðalbyggingartíma myndu íbúðir sem verktakar ákvæðu að byggja núekki komast inn á húsnæðismarkaðinn fyrr en eftir 18 mánuði. Aftur á móti eru aðrar lausnir í boði fyrir stjórnvöld til að auka framboð á íbúðum með skjótum hætti, til dæmis gætu þau beint sjónum sínum að skammtímaleiguíbúðum og hálfkláruðum íbúðum. HMS áætlar að um 2.000 til 2.500 íbúðir séu nýttar þessa stundina í skammtímaleigu á suðvesturhorni landsins. Viðbúið er að hluti þeirra færi inn á fasteignamarkað eftir því sem söluverð þeirra hækkar, en hægt væri að hraða þá þróun með hvötum sem gera íbúðasölu ákjósanlegri en skammtímaleigu í augum eigendanna Einnig er töluverður fjöldi af hálfkláruðum íbúðum í nágrannasveitarfélögum Grindavíkur, en samkvæmt talningum HMS hefur verulega hægt á byggingu um 700 íbúða á suðvesturhorni landsins, sem segja má að séu stopp í byggingarferlinu. Með því að greina nánar ástæður þess og finna leiðir til þess að virkja byggingaraðila væri mögulega hægt að koma þessum íbúðum úr stoppinu og hraða innkomu þeirra inn á markað. Við náum jafnvægi með langtímaaðgerðum Til viðbótar við skammtímaaðgerðirnar er einnig mikilvægt að framboð á húsnæði aukist stöðugt á næstu árum til að húsnæðismarkaðurinn nái jafnvægi. Miðað við síðustu íbúðatalningu HMS undir lok síðasta árs þá mældist 70% samdráttur í nýrri húsnæðisuppbyggingu á milli ára sem jafnframt var niðurstaða úr könnun Samtaka iðnaðarins í byrjun síðasta árs. Niðurstaða úr nýrri greiningu SI sýnir áframhaldandi samdrátt í nýrri húsnæðisuppbyggingu hjá þeirra félagsmönnum mun íbúðum ekki fjölga í takt við þörf á næstu árum, verður ekkert að gert. Langtímaaðgerðir á framboðshliðinni snúa meðal annars að einfaldari ferlum í húsnæðisuppbyggingu, bættum fjárhagslegum skilyrðum fyrir byggingarverktaka og nægu framboði á byggingarhæfum lóðum. Með ofantöldum þáttum væri hægt að virkja byggingargeirann á næstu misserum og auka innkomu nýbygginga á fasteignamarkaði eftir tvö ár. Hlekkir í stórri keðju Aukið framboð húsnæðis verður eitt af mikilvægustu verkefnum í hagstjórn næstu ára. Til þess að bregðast við áhrifum atburðanna í Grindavík og aukinni íbúðaþörf sl. ára er nauðsynlegt að beita blöndu af bæði skjótum og langvinnum mótvægisaðgerðum sem auka uppbyggingu íbúða. Með slíkri blöndu væri hægt að tryggja Grindvíkingum nægt húsnæði til lengri tíma án þess að ójafnvægi skapist á húsnæðismarkaði, öllum til heilla. Höfundur er hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS).
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun