Samfélagið hafi ekki efni á að halda menntuðu fólki í láglaunastörfum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 27. janúar 2024 21:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/einar Ótækt er að íslenskt samfélag haldi innflytjendum með mikla menntun í láglaunastörfum út af of þungri stjórnsýslu. Þetta segir háskólaráðherra sem hefur kynnt fyrsta skrefið í átt að einfaldara leyfisveitingakerfi. Mikið hefur verið kvartað undan því að innflytjendur eigi erfitt með að fá menntun viðurkenna hér á landi sem og Íslendingar sem mennta sig víða erlendis en kjósa að starfa hér. Háskólaráðherra segir ótækt að staðan sé jafn flókin og raun ber vitni. Málið hafi verið á hendi margra í stjórnkerfinu sem flæki málin. Hún kynnti fyrstu aðgerðir til að bregðast við þessu á ríkisstjórnarfundi í gær. „Það er þjónustugátt á Ísland.is þar sem aðilar geta á einum stað óskað eftir því að fá nám sitt metið og að það sé þá vandi stjórnkerfisins að deila því á rétta fagaðila til að fara með umsókn þeirra mála.“ Fyrsta aðgerðin snúi að því að einfalda flókið kerfi. „Síðan þarf auðvitað að ráðast í þá vinnu að ef við teljum að menntun sé ekki fullnægjandi eins og dæmi séu fyrir okkar heilbrigðiskerfi að þá bjóðum við upp á einhvers konar menntabrú. Það er, að við segjum ekki bara nei heldur segjum við; Heyrðu það vantar eitthvað aðeins upp á og að við bjóðum þá upp á slíkt nám eða beinum aðilum í rétta átt.“ Sú vinna stendur enn yfir sem og að einfalda leyfisveitingar í heild sinni. „Ég held að við sem samfélag höfum ekki efni á að halda innflytjendum í láglaunastörfum sem eru með háskólamenntun á bakinu sem við einhvern veginn náum ekki utan um að viðurkenna. Þannig við þurfum að taka þetta til alvarlegrar skoðunar þegar við erum með svona stóran hluta af samfélaginu okkar af innflytjendum sem jafnvel eru með háskólamenntun og eru hér virkir í samfélaginu en við höldum niðri með því að viðurkenna ekki menntun þeirra eða gera þeim ekki einfaldara fyrir að viðurkenna hana.“ Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Mikið hefur verið kvartað undan því að innflytjendur eigi erfitt með að fá menntun viðurkenna hér á landi sem og Íslendingar sem mennta sig víða erlendis en kjósa að starfa hér. Háskólaráðherra segir ótækt að staðan sé jafn flókin og raun ber vitni. Málið hafi verið á hendi margra í stjórnkerfinu sem flæki málin. Hún kynnti fyrstu aðgerðir til að bregðast við þessu á ríkisstjórnarfundi í gær. „Það er þjónustugátt á Ísland.is þar sem aðilar geta á einum stað óskað eftir því að fá nám sitt metið og að það sé þá vandi stjórnkerfisins að deila því á rétta fagaðila til að fara með umsókn þeirra mála.“ Fyrsta aðgerðin snúi að því að einfalda flókið kerfi. „Síðan þarf auðvitað að ráðast í þá vinnu að ef við teljum að menntun sé ekki fullnægjandi eins og dæmi séu fyrir okkar heilbrigðiskerfi að þá bjóðum við upp á einhvers konar menntabrú. Það er, að við segjum ekki bara nei heldur segjum við; Heyrðu það vantar eitthvað aðeins upp á og að við bjóðum þá upp á slíkt nám eða beinum aðilum í rétta átt.“ Sú vinna stendur enn yfir sem og að einfalda leyfisveitingar í heild sinni. „Ég held að við sem samfélag höfum ekki efni á að halda innflytjendum í láglaunastörfum sem eru með háskólamenntun á bakinu sem við einhvern veginn náum ekki utan um að viðurkenna. Þannig við þurfum að taka þetta til alvarlegrar skoðunar þegar við erum með svona stóran hluta af samfélaginu okkar af innflytjendum sem jafnvel eru með háskólamenntun og eru hér virkir í samfélaginu en við höldum niðri með því að viðurkenna ekki menntun þeirra eða gera þeim ekki einfaldara fyrir að viðurkenna hana.“
Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira