Scholz varar við fjölgun í nýnasistahreyfingum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. janúar 2024 10:38 Minningardagur helfararinnar er haldinn 27. janúar ár hvert. EPA Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur lýst yfir áhyggjum af uppgangi öfgahægristefnu í landinu. Minningardagur helfararinnar var haldinn í gær og í ávarpi sínu varaði hann við fjölgun í nýnasistahreyfingum í Þýskalandi. Liðin eru 79 ár síðan sovéskir hermenn frelsuðu gyðinga úr útrýmingarbúðum nasista þann 27. janúar 1945. Þúsundir manna mótmæltu öfgahægrihreyfingum, sér í lagi öfgahægriflokknum AfD, víða um Þýskaland á minningardeginum. Mótmælin koma í kjölfar nýrrar og öfgakenndrar innflytjendastefnu stjórnmálaflokksins AfD. Í henni felst fjöldabrottvísun þýskra ríkisborgara af erlendum uppruna. Rökræður um hvort banna eigi stjórnmálahreyfingar sem tileinka sér öfgahægristefnu hafa síðan þá gengið á. Í ávarpi sínu á minningardegi helfararinnar í gær sagði Scholz tilkynningum um nýnasistahreyfingar og spjallþræði þeirra fara fjölgandi. Og á sama tíma hljóti hægri sinnaðar popúlistahreyfingar síaukið fylgi, sem ýti undir ótta og hatur. „En þessi þróun er ekki eitthvað sem við getum tekið í sátt,“ sagði Scholz og biðlaði til Þjóðverja að standa saman gegn öfgahægrinu og vernda þýska lýðræðið. Þá fagnaði hann tímamótaúrskurði stjórnlagadómstóls Þýskalands sem kveðinn var upp á miðvikudag. Í honum felst að skera niður fjárframlög til öfgahægriflokksins Die Heimat. Um er að ræða fyrsta skiptið þar sem dómstóllinn framkvæmir slíkan niðurskurð til stjórnmálaflokks án þess að leggja niður flokkinn. Mótmælendur gegn öfgahægrihreyfingunum binda vonir við að úrskurðurinn verði til þess að fylgi AfD hjaðni, en það er komið upp í tuttugu prósent á landsvísu í Þýskalandi. Þingkosningar eru fyrirhugaðar í júní á þessu ári. Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Liðin eru 79 ár síðan sovéskir hermenn frelsuðu gyðinga úr útrýmingarbúðum nasista þann 27. janúar 1945. Þúsundir manna mótmæltu öfgahægrihreyfingum, sér í lagi öfgahægriflokknum AfD, víða um Þýskaland á minningardeginum. Mótmælin koma í kjölfar nýrrar og öfgakenndrar innflytjendastefnu stjórnmálaflokksins AfD. Í henni felst fjöldabrottvísun þýskra ríkisborgara af erlendum uppruna. Rökræður um hvort banna eigi stjórnmálahreyfingar sem tileinka sér öfgahægristefnu hafa síðan þá gengið á. Í ávarpi sínu á minningardegi helfararinnar í gær sagði Scholz tilkynningum um nýnasistahreyfingar og spjallþræði þeirra fara fjölgandi. Og á sama tíma hljóti hægri sinnaðar popúlistahreyfingar síaukið fylgi, sem ýti undir ótta og hatur. „En þessi þróun er ekki eitthvað sem við getum tekið í sátt,“ sagði Scholz og biðlaði til Þjóðverja að standa saman gegn öfgahægrinu og vernda þýska lýðræðið. Þá fagnaði hann tímamótaúrskurði stjórnlagadómstóls Þýskalands sem kveðinn var upp á miðvikudag. Í honum felst að skera niður fjárframlög til öfgahægriflokksins Die Heimat. Um er að ræða fyrsta skiptið þar sem dómstóllinn framkvæmir slíkan niðurskurð til stjórnmálaflokks án þess að leggja niður flokkinn. Mótmælendur gegn öfgahægrihreyfingunum binda vonir við að úrskurðurinn verði til þess að fylgi AfD hjaðni, en það er komið upp í tuttugu prósent á landsvísu í Þýskalandi. Þingkosningar eru fyrirhugaðar í júní á þessu ári.
Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira