Verð á brauði frá Myllunni hækkaði mest Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. janúar 2024 16:04 Hermann Stefánsson er forstjóri Myllunnar-ORA. vísir Verð á brauði, kexi og kökum hækkaði á bilinu 0-7% frá októberlokum til janúarloka í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ. Verð hækkuðu ekki í Extra og Bónus, en hækkuðu um 7% í Iceland. Þar munaði mestu um Finn Crisp vörur, sem hækkuðu um fjórðung í Iceland á þessum þremur mánuðum. Verð voru athuguð með þriggja mánaða millibili, fyrst 26. október 2023 og svo 22. janúar 2024, í ellefu verslunum; Bónus, Extra, Fjarðarkaupum, Hagkaupum, Heimkaupum, Iceland, Kjörbúðinni, Krambúðinni, Krónunni, Nettó og 10-11. Verð á vörum frá Myllunni hækkuðu umfram aðrar innlendar brauðvörur í átta af ellefu verslunum. Í 10-11 og Extra breyttust verð á innlendum vörum ekki, en í Iceland hækkuðu vörur frá Myllunni minna en aðrar innlendar brauðvörur. Að neðan má sjá hækkun á verði á vörum Myllunnar í verslunum. Í seinni athuguninni þann 22. janúar var Bónus ódýrasta verslunin þegar kom að brauðvörum. Voru verð þar að meðaltali 1,2% frá lægsta verði. Næst kom Krónan (1,8%), en þriðja ódýrasta verslunin var Fjarðarkaup (9%). Dýrust var 10-11, með verð að meðaltali 86% hærri en lægsta verð. Cadbury Fingers kostuðu þar 569 krónur, eða rúmlega þrefalt meira en í Bónus, þar sem þeir voru ódýrastir. Í verðþróuninni voru vöruverð athuguð verslun fyrir verslun og borin saman ef vörurnar fundust báða dagana sem kannað var. Voru það allt frá 83 vörum í Krambúðinni uppí 354 vörur í Nettó. Vörurnar sem voru til skoðunar í verðsamanburðinum 22. janúar má sjá hér: Fyrirsögn fréttarinnar var breytt til að endurspegla að um verðhækkun söluaðila er að ræða en ekki hjá Myllunni sjálfri. Ingvar Örn Ingvarsson, talsmaður Myllunnar, segir sama söluverð á vörum Myllunnar til viðskiptavina nú og í júní í fyrra. Verðlag Verslun Matvöruverslun Tengdar fréttir Karamelluskyrið rýkur upp í verði Verð á mjólkurvörum hækkaði í mörgum verslunum milli fyrstu og annarrar viku ársins samkvæmt niðurstöðum verðlagseftirlits ASÍ. Heildsöluverð á mjólk hækkaði um 1,6 prósent þann 8. janúar sem er strax farið að skila sér í meiri kostnaði fyrir neytendur. Áhugafólk um karamelluskyr finnur sérstaklega fyrir hækkun. 17. janúar 2024 11:17 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Sjá meira
Verð voru athuguð með þriggja mánaða millibili, fyrst 26. október 2023 og svo 22. janúar 2024, í ellefu verslunum; Bónus, Extra, Fjarðarkaupum, Hagkaupum, Heimkaupum, Iceland, Kjörbúðinni, Krambúðinni, Krónunni, Nettó og 10-11. Verð á vörum frá Myllunni hækkuðu umfram aðrar innlendar brauðvörur í átta af ellefu verslunum. Í 10-11 og Extra breyttust verð á innlendum vörum ekki, en í Iceland hækkuðu vörur frá Myllunni minna en aðrar innlendar brauðvörur. Að neðan má sjá hækkun á verði á vörum Myllunnar í verslunum. Í seinni athuguninni þann 22. janúar var Bónus ódýrasta verslunin þegar kom að brauðvörum. Voru verð þar að meðaltali 1,2% frá lægsta verði. Næst kom Krónan (1,8%), en þriðja ódýrasta verslunin var Fjarðarkaup (9%). Dýrust var 10-11, með verð að meðaltali 86% hærri en lægsta verð. Cadbury Fingers kostuðu þar 569 krónur, eða rúmlega þrefalt meira en í Bónus, þar sem þeir voru ódýrastir. Í verðþróuninni voru vöruverð athuguð verslun fyrir verslun og borin saman ef vörurnar fundust báða dagana sem kannað var. Voru það allt frá 83 vörum í Krambúðinni uppí 354 vörur í Nettó. Vörurnar sem voru til skoðunar í verðsamanburðinum 22. janúar má sjá hér: Fyrirsögn fréttarinnar var breytt til að endurspegla að um verðhækkun söluaðila er að ræða en ekki hjá Myllunni sjálfri. Ingvar Örn Ingvarsson, talsmaður Myllunnar, segir sama söluverð á vörum Myllunnar til viðskiptavina nú og í júní í fyrra.
Verðlag Verslun Matvöruverslun Tengdar fréttir Karamelluskyrið rýkur upp í verði Verð á mjólkurvörum hækkaði í mörgum verslunum milli fyrstu og annarrar viku ársins samkvæmt niðurstöðum verðlagseftirlits ASÍ. Heildsöluverð á mjólk hækkaði um 1,6 prósent þann 8. janúar sem er strax farið að skila sér í meiri kostnaði fyrir neytendur. Áhugafólk um karamelluskyr finnur sérstaklega fyrir hækkun. 17. janúar 2024 11:17 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Sjá meira
Karamelluskyrið rýkur upp í verði Verð á mjólkurvörum hækkaði í mörgum verslunum milli fyrstu og annarrar viku ársins samkvæmt niðurstöðum verðlagseftirlits ASÍ. Heildsöluverð á mjólk hækkaði um 1,6 prósent þann 8. janúar sem er strax farið að skila sér í meiri kostnaði fyrir neytendur. Áhugafólk um karamelluskyr finnur sérstaklega fyrir hækkun. 17. janúar 2024 11:17