Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf. Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum heyrum við í veðurfræðingi vegna óveðursins sem skellur á eftir hádegið.

Gular viðvaranir hafa verið gefnar út víða og vegir settir á óvissustig.

Þá verður rætt við bæjarstjórann í Vestmannaeyjum en HS Veitur hafa farið fram á að bærinn leysi til sín vatnsveituna í bænum og saka bæjaryfirvöld um að neita að koma að kostnaði við lagfæringar á vatnslögninni sem skemmdist í fyrra.

Einnig heyrum við frá nefndarfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þar sem salan á Íslandsbanka var til umræðu og einnig frá fundi utanríkismálanefndar. 

Og í sportpakkanum er lokaumferð Subway-deildar kvenna í forgrunni en umferðin klárast í kvöld eftir hörkuleiki í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×